955 - Bólusótt

Áður fyrr var bólusótt einhver hræðilegasta drepsótt sem komið gat. Plága af því tagi var ekki hefnd Guðs eins og reynt var að telja fólki trú um. Bólusótt geysaði oft hér á Íslandi og er bólusóttin árið 1707 frægust þeirra. Þeir sem tóku veikina og dóu samt ekki fengu ör um allan líkamann og einkum í andlitið. Voru þau til mikilla lýta og má því segja að þeir sem veiktust hafi annað hvort dáið eða borið menjar um veikina alla ævi.

Það var enski læknirinn Jenner sem fann upp bóluefni gegn bólusótt árið 1796 og er hiklaust talinn einn af mestu velgjörðamönnum mannkyns fyrir vikið.

Hann hafði veitt því athygli að einskonar bólusótt var oft í kúm. Einkum á júgrum þeirra. Mjaltakonur fengu af þeim sökum oft útbrot á hendurnar en ekki önnur eftirköst. Jenner flaug í hug að þessar bólusóttir gætu verið skyldar því mjaltakonur veiktust yfirleitt ekki ef bólusótt geysaði. Hann tók því að sýkja fólk með kúabólu og gera það þannig ónæmt fyrir bólusótt. Þetta reyndist vel og síðan hafa miklar framfarir orðið í bólusetningum þó fyrst í stað hafi ýmsir verið þeim mótfallnir.

Bólusótt var útrýmt úr heiminum á áttunda áratug síðustu aldar og þar með varð bólusóttarveiran vopn í efnahernaði því ónæmi fyrir sjúkdómnum er víðast hvar mjög lítið núorðið og stórveldin eiga birgðir af slíkum veirum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér geisaði nú bólusótt og ekki eru eftirköstin geðsleg eftir að bólurnar sprungu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.3.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, auðvitað má kalla útrásarbóluna bólusótt, en banvæn var hún ekki eins og sú gamla góða. (ja eða ógóða.)

Sæmundur Bjarnason, 10.3.2010 kl. 00:32

3 Smámynd: Kama Sutra

Útrásarbólan ekki banvæn, segir Sæmundur.  Tali hver fyrir sig.  Eftirköstin eftir bólusprengjurnar (Icesave) eru alveg að drepa mig úr leiðindum.

Það er að verða pínlegt að búa hérna á Skerinu.

Kama Sutra, 10.3.2010 kl. 00:46

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Með bólusótt og bakþanka
berst ég um og vaki.
Á þó bara einn banka
öðlingurinn staki.

Sæmundur Bjarnason, 10.3.2010 kl. 01:55

5 Smámynd: Kama Sutra

Núna þarf Steini að koma og svara þessu.  Ég er svo léleg í þessu vísnadóti.

Kama Sutra, 10.3.2010 kl. 02:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Banka var hér bóla,
björt og hrein Tortóla,
undirlögð af Óla,
nú Englendingar góla.

Þorsteinn Briem, 10.3.2010 kl. 08:24

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takast á andstæðir pólar
á aðgerðum ekkert bólar.
Svo von ei út fjari
og heimilin fari
fljótlega að sjá til sólar.

Theódór Norðkvist, 10.3.2010 kl. 17:55

8 identicon

Taktu eftir því, Sæmundur skólabróðir, að Sigurður Þór skrifar að sótt hafi "geisað" það er hinn rétti ritháttur. Það eru engin ethymologisk rök fyrir því að nota ypsilon þarna.

Ellismellur 10.3.2010 kl. 18:37

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ákaflega yrkir fólk
alltaf hér á bloggið.
Gegnum þennan herjans hólk
hafa magir hoggið.

Já, ég veit - 2 h í síðstu - ekki fullkomið.

Og Ellismellur, líklega er þetta rétt með ypsilonið. Þykist samt nokkuð góður í þeim staf. Afleitur í z-unni samt og feginn að vera laus við hana.

Sæmundur Bjarnason, 10.3.2010 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband