10.3.2010 | 00:05
955 - Bólusótt
Áður fyrr var bólusótt einhver hræðilegasta drepsótt sem komið gat. Plága af því tagi var ekki hefnd Guðs eins og reynt var að telja fólki trú um. Bólusótt geysaði oft hér á Íslandi og er bólusóttin árið 1707 frægust þeirra. Þeir sem tóku veikina og dóu samt ekki fengu ör um allan líkamann og einkum í andlitið. Voru þau til mikilla lýta og má því segja að þeir sem veiktust hafi annað hvort dáið eða borið menjar um veikina alla ævi.
Það var enski læknirinn Jenner sem fann upp bóluefni gegn bólusótt árið 1796 og er hiklaust talinn einn af mestu velgjörðamönnum mannkyns fyrir vikið.
Hann hafði veitt því athygli að einskonar bólusótt var oft í kúm. Einkum á júgrum þeirra. Mjaltakonur fengu af þeim sökum oft útbrot á hendurnar en ekki önnur eftirköst. Jenner flaug í hug að þessar bólusóttir gætu verið skyldar því mjaltakonur veiktust yfirleitt ekki ef bólusótt geysaði. Hann tók því að sýkja fólk með kúabólu og gera það þannig ónæmt fyrir bólusótt. Þetta reyndist vel og síðan hafa miklar framfarir orðið í bólusetningum þó fyrst í stað hafi ýmsir verið þeim mótfallnir.
Bólusótt var útrýmt úr heiminum á áttunda áratug síðustu aldar og þar með varð bólusóttarveiran vopn í efnahernaði því ónæmi fyrir sjúkdómnum er víðast hvar mjög lítið núorðið og stórveldin eiga birgðir af slíkum veirum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hér geisaði nú bólusótt og ekki eru eftirköstin geðsleg eftir að bólurnar sprungu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.3.2010 kl. 00:11
Já, auðvitað má kalla útrásarbóluna bólusótt, en banvæn var hún ekki eins og sú gamla góða. (ja eða ógóða.)
Sæmundur Bjarnason, 10.3.2010 kl. 00:32
Útrásarbólan ekki banvæn, segir Sæmundur. Tali hver fyrir sig. Eftirköstin eftir bólusprengjurnar (Icesave) eru alveg að drepa mig úr leiðindum.
Það er að verða pínlegt að búa hérna á Skerinu.
Kama Sutra, 10.3.2010 kl. 00:46
Með bólusótt og bakþanka
berst ég um og vaki.
Á þó bara einn banka
öðlingurinn staki.
Sæmundur Bjarnason, 10.3.2010 kl. 01:55
Núna þarf Steini að koma og svara þessu. Ég er svo léleg í þessu vísnadóti.
Kama Sutra, 10.3.2010 kl. 02:06
Banka var hér bóla,
björt og hrein Tortóla,
undirlögð af Óla,
nú Englendingar góla.
Þorsteinn Briem, 10.3.2010 kl. 08:24
Takast á andstæðir pólar
á aðgerðum ekkert bólar.
Svo von ei út fjari
og heimilin fari
fljótlega að sjá til sólar.
Theódór Norðkvist, 10.3.2010 kl. 17:55
Taktu eftir því, Sæmundur skólabróðir, að Sigurður Þór skrifar að sótt hafi "geisað" það er hinn rétti ritháttur. Það eru engin ethymologisk rök fyrir því að nota ypsilon þarna.
Ellismellur 10.3.2010 kl. 18:37
Ákaflega yrkir fólk
alltaf hér á bloggið.
Gegnum þennan herjans hólk
hafa magir hoggið.
Já, ég veit - 2 h í síðstu - ekki fullkomið.
Og Ellismellur, líklega er þetta rétt með ypsilonið. Þykist samt nokkuð góður í þeim staf. Afleitur í z-unni samt og feginn að vera laus við hana.
Sæmundur Bjarnason, 10.3.2010 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.