2.3.2010 | 05:42
947 - Hver er munurinn á siðferði og réttlæti?
Í einhverjum blogg-greinum sem ég skrifaði nýlega hef ég látið svo ummælt að siðferðislega beri okkur Íslendingum skylda til að borga Icesave skuldirnar. Hinsvegar sé það augljóslega óréttlátt. Er þetta ekki orðhengilsháttur? Er ekki í raun um sama fyrirbrigðið að ræða? Hvað þetta tiltekna mál snertir er ljóst að nokkurnvegin er um það sama að ræða. Hver er þá niðurstaða mín? Er ég að segja að við eigum ekki að borga Icesave? Veit það ekki. Er í stökustu vandræðum með að ákveða hvort segja skuli já eða nei. Ég ætla samt að kjósa.
Sagt er að sumir líti svo á að verið sé að greiða atkvæði í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvor greiða skuli Icesave eða ekki. Það er ekki rétt. Það er bara verið að ræða um það hvernig greiða skuli. Stjórn og stjórnarandstaða eru sammála um að það skuli gert.
Mér finnst að með því að kjósa yfir okkur þá stjórn sem ekki gat komið í veg fyrir hrunið þá verðum við að bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór. Á ég þá jafnt við þá sem kusu þá flokka sem stjórnuðu og hina sem gerðu það ekki. Það fylgja því nefnilega forréttindi að vera fæddur Íslendingur.
Hinsvegar er það ákaflega óréttlátt að við þurfum að borga svo háa upphæð sem aðrir ættu að bera ábyrgð á með okkur.
Öll viljum við vera sem einstökust. Vonandi er ég alveg einstakur bloggari á marga vegu.
Númera alltaf bloggin mín. (bráðum orðin þúsund) Nota alltaf sama word-skjalið og þegar ég er búinn að setja skrifin á bloggið þurrka ég allt út nema númerið og byrja á næsta bloggi og gæti þess að hækka töluna um einn. Linka aldrei í fréttir. Blogga daglega. Og stutt. Skrifa skemmtilega. (held ég). O.s.frv.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Nú ertu kominn á hálar brautir Sæmundur. Farinn að velta upp spurningum um siðferði og réttlæti Ég held að bæði þessi hugtök séu afstæð. Mér er eins farið og þér að ég taldi það maklegt að við greiddum þessar innistæðutryggingar en nú er ég kominn á öndverða skoðun. Eftir því sem meira kemur upp á yfirborðið um starfsemi bankanna og þá sérstaklega Landsbankans, þeim mun líklegra er að um skipulagða glæpastarfsemi hafi verið að ræða og því beri okkur engin siðferðileg skylda til að gangast í ábyrgð. Mér finnst eina sanngjarna lausnin fólgin í að afhenda Bretum og Hollendingum þrotabúið á núverandi matsvirði og þar með ljúki þessu máli af okkar hálfu. Bretar bera mikla ábyrgð á fjármálahruni Íslands með því að taka þátt og fjármagna bankabóluna okkar og þeir halda ennþá hlífiskyldi yfir fjárglæframönnum með því að leyfa aflandseyja viðskipti og skattaskjól.
þegar ég kýs NEI, þá er ég að senda skilaboð um að okkur beri ekki skylda til að borga.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2010 kl. 06:24
p.s það er beinlínis criminalt að þessi skilanefnd Landsbankans sé að sýsla með þrotabúið og taka í laun 10 milljarða á ári!! Það er jafnmikið og allar niðurgreiðslur og stykir til íslensks landbúnaðar á ári!!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2010 kl. 06:28
Aldrei fellur á hann blettur,
ætíð Sæmi tölusettur,
ekki hann hér birtir blaður,
í bókum Kaupþings er minn maður.
Þorsteinn Briem, 2.3.2010 kl. 08:28
Þessar kosningar verða eins og Jónas Kristjánsson lýsti þeim: Hver og einn mun kjósa á eigin forsendum. Fólk mun kjósa um það sem það vill sjálft kjósa um. Skiptir engu hvað stendur á kjörseðlinum.
Kama Sutra, 2.3.2010 kl. 17:03
Rétt Kama Sutra. Umfram allt bara að kjósa. Þess sjást merki að reynt verður að túlka kjörsóknina ekki síður en úrslitin. Stjórnvöld munu ekki þora að hætta við atkvæðagreiðsluna, en kannski fresta henni.
Sæmundur Bjarnason, 2.3.2010 kl. 18:05
Tæri Briem er tölusettur
trauðla fellur á hann blettur.
Aðra menn er yfir settur
enda furðulega nettur.
Sæmundur Bjarnason, 2.3.2010 kl. 18:10
"Umfram allt bara að kjósa."
Er það? Á maður að mæta á kjörstað og kjósa í kosningum sem manni finnst vera orðnar að algjörum skrípaleik?
Ég þarf allavega að hugsa mig betur um.
En mér finnst sjálfsagt að þeir sem vilja fái að kjósa. Ég held það verði allt vitlaust (hjá sumum) ef kosningarnar verða blásnar af. Sumir virðast þurfa að fá einhvers konar útrás með því að krossa við Nei-ið á kjörseðlinum.
Kama Sutra, 2.3.2010 kl. 18:20
Sú krafa fólks, að þjóðaratkvæðagreiðslur verði meir notaðar hér á landi en verið hefur, mun bíða mikinn hnekki ef þáttaka á laugardaginn kemur verður lítil.
Sæmundur Bjarnason, 2.3.2010 kl. 19:28
Fólk verður að sjá eitthvað vitrænt við þessar kosningar til að vilja taka þátt. Ég er ekki enn farin að sjá það.
Kannski er ég bara svona heimsk...
Kama Sutra, 2.3.2010 kl. 20:01
Ég tek hjartanlega undir með Sæmundi, og ef fólki finnst málið vera asnalegt eða vill ekki taka afstöðu, þá getur það í það minnsta mætt og skilað auðu.
Það að fá loksins þjóðaratkvæðagreiðslu er stórsigur fyrir lýðræðið á Íslandi, sama hvað kemur út úr henni.
Axel Þór Kolbeinsson, 2.3.2010 kl. 20:32
Á atkvæðaseðlinum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn verða eftirfarandi spurningar, samkvæmt bæklingi sem ég fékk í dag:
1. Er IceSave rugl?
2. Ætti að loka bloggi Sæmundar Bjarnasonar?
3. Ætti að rífa Kárahnjúkavirkjun og gera Ómar Ragnarsson að kóngi yfir Íslandi?
4. Ætti að reka Framsóknarflokkinn úr landi?
5. Ætti að gera Hannes Hólmstein Gissurarson að drottningu yfir Íslandi?
6. Ætti eingöngu að selja bjór í matvöruverslunum?
7. Er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson geimvera frá Apaplánetunni?
8. Ætti að leggja niður Spaugstofuna og leggja peninginn sem við það sparast inn á reikning Steina Briem, númer 0311-26-6300?
9. Er Þráinn Bertelsson eins konar ég?
10. Ætti að "innkalla" allan aflakvóta á 20 árum, selja hann árlega hæstbjóðendum og leggja peninginn inn á reikning Steina Briem, númer 0311-26-6300?
Þorsteinn Briem, 2.3.2010 kl. 22:33
Núna þegar Steini er búinn að leiðbeina okkur í gegnum kjörseðilinn, lið fyrir lið, ættum við heimskingjarnir að vera færir um að taka þátt í kosningunum.
Ég hef nú þegar gert upp hug minn varðandi lið no 7: Ekkert annað kemur til greina en já já já já já já.
Þarf aðeins að velta hinu fyrir mér, í ró og næði...
Kama Sutra, 2.3.2010 kl. 22:50
Flott hjá Steina. Flestir ættu að geta verið sammála einhverju af þessu!! En til þess að samþykkja það þarf að mæta, eða hvað?
Sæmundur Bjarnason, 2.3.2010 kl. 23:14
Leiðbeiningar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna
Þorsteinn Briem, 2.3.2010 kl. 23:20
Já hálu brautirnar ber að varast og vængtanlega ekkert að óttast þar sem hér er margt vitura og köttur. En bíðið nú við strákar og sjáið til, ykkar skyldur eru alstaðar, en ekki ætlaðar ykkur, því þið gangið ekki með.
Réttlæti kvenna er mjög gott enda mótmæli ég aldrei. Og ef ég er skammaður þá fer ég bara að mála þakið nema það sé stórhríð og ef svo er þá fer ég bara að laga þvottavélina sem asnaðist til að bila ekki og fæ náttúru lega skammir fyrir að laga vél sem þarf að nota.
Já svo er það ryksugan , hún veldur þunglyndi og negatífa útflæðið úr baðinu vekur upp manfræði áhuga, skrítið hvað konur hafa löng hár og skilja illa niðurfallskerfi.
En þá er hún þessi elska komin í gleðisögulestur svo maður laumast í sína mótorfræði og friður leggst yfir heimilið.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2010 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.