26.2.2010 | 00:49
943 - Þjóðaratkvæðagreiðslan og fleira
Nú er rúm vika þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla á að fara fram um Icesave frumvarp það sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands neitaði að skrifa undir. Ekki verður annað séð en stjórnmálamenn keppist við það, hver um annan þveran, að koma í veg fyrir að þessi atkvæðagreiðsla fari fram.
Sú framkoma er alls ekki boðleg. Atkvæðagreiðslan verður að fara fram. Jafnvel stjórnarsinnar gera ráð fyrir að mun fleiri séu sammála forsetanum en andvígir honum í þessu máli. Úr því sem komið er virðist sjálfsagt að veita ríkisstjórninni og stjórnmálamönnum yfirleitt þá ráðningu að tryggja sem mesta þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Efast má um að stjórnmálamenn þori að standa fyrir því að hætt verði við hana.
Stjórnmálamenn munu reyna að túlka þjóðaratkvæðagreiðsluna öðruvísi en sem vantraust á sig en það skiptir ekki máli. Sem tæki til að ráða einhverju varðandi ákvarðanir ríkisstjórnarinnar er atkvæðagreiðslan fyrirfram ónýt. Ef hún verður til þess að ríkisstjórnin hrökklist frá verður bara að hafa það.
Einu má gilda hvort atkvæði er greitt með eða á móti frumvarpinu. Með því að hafa allt sem óljósast eru stjórnmálamenn og þá einkum ríkisstjórnin að vona að sem fæstir greiði atkvæði. Ekki hefur enn verið skorað á fólk að greiða ekki atkvæði en að því mun koma.
Nú er nýhafið Reykjavíkurskákmót. Hið tuttugasta og fimmta í röðinni. Ég man vel eftir því fyrsta sem haldið var árið 1964. Það fór fram í Lídó sem er sama húsið og Fréttablaðið hefur aðsetur sitt í núna.
Mikael Tal var þar á meðal keppenda og varð að sjálfsögðu efstur. Friðrik Ólafsson tók þátt líka og stóð sig ágætlega þó ekki yrði hann efstur.
Aðrir keppendur sem eru mér minnisstæðir eru Nona Gaprindasvili þáverandi heimsmeistari kvenna og Norðmaðurinn Sven Johansen. Ég var áhorfandi þarna nokkrum sinnum og skákskýringar fóru fram í herbergi í austurenda hússins. Teflt var í aðalsalnum og tæknin við flutning leikja í skákskýringarsalinn var ekki mikil.
Treyst var á að þeir sem leið áttu þangað úr aðalsalnum segðu frá nýjustu leikjunum. Ég gerði að minnsta kosti í einni umferðinni talsvert af því að segja í skákskýringarherberginu frá nýjustu leikjunum.
Í eitt skiptið mistókst mér herfilega. Á sýningarborðið í skáksalnum kom leikur sem ég fór snimmhendis með í skákskýringarsalinn. Þar vildu menn (meðal annarra Ingvar Ásmundsson) alls ekki trúa því að þessum leik hefði verið leikið og gerðu mann útaf örkinni til að kanna málið. Þá var búið að skipta um leik á sýningarborðinu og ég hætti þessum flutningi með öllu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þetta hefur verið vandræðalegt,þótt ættir enga sök á. Væri kanski gaman að skella sér á eitt mót einu sinni. Heyrði frá syni mínum í dag að hann hefði att kappi við ehv.útlending og beðið lægri hlut,eins og við var að búast,farinn að slappast í þessu. Ég ætti það til að gleyma mér, láta eins og á handboltaleik og hvetja,svo mikið ætti ég að vita að það dugar ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2010 kl. 01:28
Sæmi ruglaði saman reitum,
þeim sextíu er hann veit um,
með svei mér þá Gaprindasvíli,
sem sovésk kom beint frá býli.
Þorsteinn Briem, 26.2.2010 kl. 05:02
Ég man líka vel eftir þessu móti en ég bjó þá rétt hjá Lídó. Friðrik varð þriðji á eftir Tal og Gligoric. Johannesen fjórði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2010 kl. 12:53
Sigurður, ætli fyrsti skákviðburðurinn sem ég man eftir að hafa fylgst með hér í Reykjavík sé ekki einvigi Friðriks og Larsens í Sjómannaskólanum. Sömuleiðis held ég að alþjóðleg mót hafi verið haldin í Reykjavík fyrr en 1964. Eftir það kemst bara regla á þetta og mótin eru kölluð Reykjavikurmót.
Sæmundur Bjarnason, 26.2.2010 kl. 16:18
Larsen/Friðrik einvígið var það fyrsta sem ég man eftir líka í skákinni en sá það ekki sjálfur. En ég fór 10 ára á Stahlbergsmótið svokallaða sem haldið var haustið 1957 í Listamannaskálanum. Það var fyrsta skákmótið sem ég fylgdist með.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2010 kl. 21:07
Kannski það hafi verið þar sem Taimanov og Ilivitsky tefldu. Man eftir þeim í fjöltefli á Selfossi. Tók samt ekki þátt sjálfur, en Júlli í Gufudal vann Ilivitsky.
Sæmundur Bjarnason, 26.2.2010 kl. 21:26
Athvæðagreiðslan verður að fara fram ef við ætlum að sýna öðrum þjóðum að við séum á móti þessum samningi. Þó svo að það liggi fyrir að annar betri sé í boði.
Með því móti erum við að sýna að við séum ekki tilbúin að samþykkja skuldbyndingu sem ekki er bundin alþjóðalögum, en það hefur ekki verið staðfest.
Eysteinn 26.2.2010 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.