940 Ofurhraðallinn í Sviss

Nú fer ofurhraðallinn í Sviss fljótlega í gang aftur eftir að hafa verið bilaður síðan í desember að ég held. Margir fylgjast spenntir með því sem þar gerist. Sumir hálfhræddir. Ekki get ég tekið alvarlega heimsendaspárnar í þessu sambandi frekar en aðrar. Las einu sinni bók um svipaðan hraðal sem myndaði fyrir einhverja slysni nýjan alheim sem ekki var mjög stór. Eiginlega bara allstór kúla úr einhverju ókunnu efni sem erfitt var að rannsaka.

Golfáhugamönnum hefur fundist heimurinn snúast um Tiger Woods undanfarnar vikur. Mörgum finnst allt snúast um Ólympíuleikana í Vancouver þessa dagana. Vissulega er betra að detta inní lýsingar þaðan í sjónvarpinu en ýmislegt annað. Haiti er að mestu gleymt.

Er að verða svolítið háður þessum yrkingum í kommentum við flest mín blogg. Hef reglulega gaman af því. Ætti kannski að fara að yrkja aftur á vísur7.blog.is. Hef ekki gert það lengi. Fréttatengi alltaf þar.

Margt má finna í bókum. Einu sinni las ég um strák sem stundaði það að veiða feitar og pattaralegar maðkaflugur áður en hann fór í bað. Slíta svo af þeim vængina og láta þær skríða fram og aftur á typpinu á sér sem stóð þá hæfilega mikið uppúr vatninu.

Og í lokin fáeinar myndir frá Kanarí

IMG 0417Sandöldurnar frægu á Maspalomas-ströndinni

IMG 0427Pálmatré

IMG 0430Fjallasýn

IMG 0440KaktusIMG 0455

Kanaríköttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér skilst nú að þetta með mögulegan heimsendi sé ekki alveg út í hött.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.2.2010 kl. 00:41

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki vanmeta heimsku mannsins Sæmi. Ef eitthvað getur eyðilagt þessa milljón ára gömlu stjörnu þá er það svona vísindafikt. Mér finnast samt stórslysa myndir skemmtilegar.  Skildi ekki alveg þessar athugasemdir við síðasta blogg. Mér finnst þú blogga blátt áfram og vera laus við einstrengingshátt og hroka. Þess vegna lætur maður ýmislegt flakka í bundnu máli sem mér dytti ekki í hug að birta annars staðar. Annars er merkilegt að sjá ekki fleiri hagyrðinga á blogginu. Þetta er kjörinn vettvangur.  Við skulum sjá hvort ekki gefst tilefni til að bæta í eins og Hannes sagði

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.2.2010 kl. 01:06

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, en það er alveg áhættulaust að gera grín að þessum heimsendaspádómum. Ef maður skyldi hafa rangt fyrir sér kemst það aldrei upp.

Jóhannes, mér er sagt að jörðin sé 4,5 milljarða ára gömul. Já, það er víða sem maður verður að venja sig við milljarða í stað milljóna.

Ég er eiginlega frekar meðmæltur "vísindafikti" og tel það hafa, að teknu tilliti til margra hluta, skilað okkur áleiðis í þróuninni.

Sæmundur Bjarnason, 23.2.2010 kl. 01:15

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það getur verið að jörðin sé 4.5 milljarða gömul en það er með tölur eins og stjarnfræðina að það verður að setja hlutina í samhengi við það sem maður skilur.

Eftir því sem menn hér urðu ríkari, því minna áttu þeir. Einn talaði um peningahimnaríki!.  En þeir sem áttu "bara" milljónir eiga flestir sínar milljónir enn.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.2.2010 kl. 01:29

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í ofurhraðal Sæmi sendur,
með sínar litlu gúmmíendur,
augnakarl í Ölpum nú,
orðinn hann að mjólkurkú.

Þorsteinn Briem, 23.2.2010 kl. 01:34

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rétt áður en þessi ofurhraðall var gangsettur í fyrsta sinn fóru sögur af stað að hugsanlega myndaðist lítið svarthol sem þeir misstu svo stjórn á, sem endaði með því að það gleypti jörðina.... og væntanlega sólkerfið skömmu síðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 01:59

7 Smámynd: Kama Sutra

Ég er hræddari við íslenska pólitíkusa og viðskipta"snillinga" heldur en svarthol og ofurhraðla.

Kama Sutra, 23.2.2010 kl. 02:04

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vont er vísindafikt
verri mannanna lykt
í glampa af gúmmiönd
á geimsins lönguströnd.

Sæmundur Bjarnason, 23.2.2010 kl. 02:39

9 identicon

Í tilefni af þessum hugleiðingum Sæmundar hér og frá því fyrir fáeinum dögum:

Sæmi vill aldna á Kanarí virkja

og kenna þeim að tefla og yrkja,

áhyggjur hefur af ofurhraðli

og þannig lýk ég þessum vaðli!

Theódór Norðkvist 23.2.2010 kl. 02:52

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Google hefur þýtt þessa síðu sjálfvirkt:

Svante hamingjusamur daga.
frá-sýna-Svante, 1972.

Sjá um morguninn!
Sólin er rauður og umferð.
Nina hefur bað.
Ég borða ost samloka.
Lífið er ekki það versta sem við höfum
og lítið kaffi er tilbúin.

The blóm Blooming upp.
Það er kónguló.
Fuglar fljúga í fénaður
þegar þau eru nógu mörg.
Hamingjan er ekki það versta sem við höfum
og lítið kaffi er tilbúin.

The gras er grænn og blautur
The Bees eru að gera vel.
Lungum glutton í loftinu.
Oh, hvað snerleduft!
Gleði er ekki það versta sem við höfum
og lítið kaffi er tilbúin.

Söngur í sturtu.
Hún myndi vera hamingjusamur.
Himininn er laglegur blár.
Í KA, ég skil.
Hamingjan er ekki það versta sem við höfum
og lítið kaffi er tilbúin.

Nú Nina út
nakinn með rök húð,
Kiss Me affectionately og fara
aðgerðir til aftur 'hár hennar.
Lífið er ekki það versta sem við höfum
og lítið kaffi er tilbúin."

Þorsteinn Briem, 23.2.2010 kl. 03:50

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Honum Gúgla er ekki fisjað saman
Úr hverju þýddi hann þetta?
Sænsku, eða hvað?

Annars er þetta bara fínt ljóð.

Og Teddi, ég er ekkert hræddur um að hraðallinn geri neinn óskunda. Það væri bara gaman ef hann byggi til eitt stykki af alheimi eins og í sögunni.
Já og Kanarí kom mér bara á óvart. Þar er fínt að vera.

Allir með strætó
allir með strætó
enginn með Steindóri.
Því hann er soddan svindlari.

Sæmundur Bjarnason, 23.2.2010 kl. 04:24

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 23.2.2010 kl. 07:32

13 Smámynd: Hörður Halldórsson

""Í hraðlinum á að láta öreindir rekast á og líkja eftir Miklahvelli. Dómsdagsspámenn hafa verið iðnir við að segja að þessi tilraun leiði til ragnaraka.

Svarthol muni gleypa jörðina eða hún muni hreinlega springa í

tætlur ""Vísir, 10. sep. 2008  

 Það virðist ekki hafa orðið neinn heimsendir en gæti verið að öreindirnar hafi skotist í bankakerfið ( bara grín ),það varð hrun  í fjármálaheiminum tveim vikum eftir að hraðallinn var ræstur.þannif að það urðu hamfarir.

Hörður Halldórsson, 23.2.2010 kl. 08:22

14 identicon

Sæmundur við skulum hafa það sem sannara reynist.

Hraðallinn er ekki búinn að vera bilaður síðan í desember.

Ef þið farið inn á fréttasíðu hraðalsins þá sést eftirfarandi:

http://lhc.web.cern.ch/lhc/News.htm

Þar kemur fram að hraðallinn var keyrður á 1.18Te orku í hvorum geisla sem er heimsmet. Núna er stefnt að því að tjúna hann upp í 3,5 7Te orku í hvorum geisla sem er um það bil 3 sinnum meiri orka en fyrra heimsmet. Til þess að gera þetta þarf að yfirfara alla hluti og sjá til þess að allt sé í fullkomnu lagi. Staðreyndin er að þetta er nokkuð stór maskína þannig að það tekur sinn tíma. Það kemur einnig fram í fréttatilkynningu frá Cern að stefnt er að núna sé áætlað að keyra hraðalinn á 3.5 Tev hvorn geisla í 18-24 mánuði. Eftir það kemur annað langt stopp meðan verið er að tjúna hann upp í endanlega hámarksorku sem er 7Tev hvorn geisla eða samtals 14Tev. Það skal tekið fram að orka þeirra róteinda er ekkert sérlega mikil. 7Tev er talsvert minni orka en þarf fyrir býflugu til að fljúga. Það er orkuþéttnin sem er gríðarleg þar sem þessi orka er samanþjöppuð í mjög litlu rými. Þegar farið er út í hluti sem þessa vita menn ekkert hvað gerist þannig að það er ekkert óhugsandi að einhver hlutur bili en við skulum vona að þeir hafi náð að koma í veg fyrir allar bilanir þegar hann var tekin í endurhönnun á síðasta ári. Hönnun á svona stórri maskínu er ekkert sérstaklega auðveld og vita menn í raun ekkert hvað gerist fyrr en hlutirnir eru prufaðir í raun.  

Kveðja

Þorvaldur V. Þórsson 23.2.2010 kl. 10:42

15 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mannkyninu þarf að eyða aftur, kynbætur með innræktun leiða til úrkynjunar.

Upphaf lífs úr einni frumu
úrkynjun og sifjaspell
Alvaldið með eld og þrumu
eyði því með nýjum hvell

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.2.2010 kl. 11:20

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef heyrt að það sé ekki aðeins jörðin sem muni farast heldur alheimurinn á hraða ljóssins. Þá verðum við alla vega laus við icesave!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.2.2010 kl. 12:12

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður, Sigurður

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 12:39

18 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Fróðlegar umræður. Er nývaknaður og að byrja að melta þetta.

Horfði á "Svantes lykkelige dag" á Youtube. Fín samsetning og hreinasta furða hvað Gúgli náði þessu vel.

Áhyggjur mínar af ofurhraðlinum aukast ekkert við þennan fróðleik. Takk samt Þorvaldur og Hörður.

Jóhannes. Fín vísa. Reyni kannski að yrkja eitthvað þegar ég kemst í stuð til þess.

Sigurður. Þú ert enn við sama heygarðshornið. Gerir grín að öllu, en þó í alvöru grunar mig. Um daginn sá ég blogggrein eftir þig sem hét "Guð er asni." Svo hvarf hún en er kannski komin aftur núna, eða væntanleg.

Sæmundur Bjarnason, 23.2.2010 kl. 12:49

19 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ofurhraðall er víst þar
á sem fuglar glápa.
Mikil speki spádómar
sem sprautast eins og sápa.

Sæmundur Bjarnason, 23.2.2010 kl. 13:01

20 identicon

Til að svarthol myndist þá þarf að vera fyrir vist mikið af efni.  Sólin okkar er t.d. ekki nógu stór til að búa til svarthol, ekki einu sinni lítið svarthol, og sólin er mjög stór í samanburði við jörðina okkar.  Árekstur nokkra öreinda í öreindahraðli getur því ekki búið til svarthol, og ef svo ólíklega gerðist að svarthol myndaðist, þvert á öll eðlisfræðileg lögmál, þá væri líftími þess svo skammur að hann mældis í allra mesta lagi í fáum sekúndum.

En sögur um samsæriskenningar og heimsendisspádómar er skemmtilegri aflestrar en fréttirnar af íslenskum stjórnmálum í dag.

Jóhannes 23.2.2010 kl. 14:09

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég tala alltaf í fúlustu alvöru, mjööög fúllri alvöru.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.2.2010 kl. 14:30

22 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ætli þessi ofurhraðall skapi ekki peningasvarthol?

Hrannar Baldursson, 23.2.2010 kl. 17:33

23 Smámynd: Hrannar Baldursson

Taktu eftir að fyrsta tilraunin með þennan hraðal var gerð 10. september 2008, tæpum mánuði fyrir Heimsend... ég meina Hrun.

Hrannar Baldursson, 23.2.2010 kl. 17:37

24 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég set ekki á neinn hátt samasemmerki á milli ofurhraðalsins og ofurfjárfestingar íslensku aulanna. "Tæpum mánuði fyrir hrun", hefur ekkert meiri áhrif á mig en ef talað væri um tæpa mínútu eða tæpa öld. Sorry.

Sæmundur Bjarnason, 23.2.2010 kl. 17:58

25 identicon

Kannski fjárfestu Íslensku apakettirnir í hraðlinum.  Vildu verða ofurmenni en myndurðu bara svarthol og allir peningarnir þeirra hurfu. 

jonas 23.2.2010 kl. 19:35

26 Smámynd: Jón Arnar

Hér hjá mér í vinnunni er hægt að fylgjast með utan á húsinu í ljósbrotslistaverki nmúma  "LIVE - fra Big Bang i CERN til Blegdamsvej"  (linkur á frétt-um-listaverkið)  Vinnustaður minn Niels Bohr Institutet er eitt það rannsóknarsetur sem lagði mikla vinnu í undirbúning og planleggingu "svartholskönnunarverkefnisins" þarna niðri undir Svisslendingum og Frökkum  

Jón Arnar, 24.2.2010 kl. 11:17

27 Smámynd: Jón Arnar

og her ma sja myndband með þessu http://colliderscope.nbi.dk/

Jón Arnar, 24.2.2010 kl. 11:27

28 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jón Arnar. Þetta er mjög áhugavert. Öfunda þig af að geta fylgst með þessu svona í beinni.

Þú lætur okkur kannski vita þegar þetta fer í gang (ef enginn heimsendir verður).

Sæmundur Bjarnason, 24.2.2010 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband