22.2.2010 | 00:04
939 - Blogglestur
Minn aðallestur er blogg. Kíki auðvitað í bækur líka (aðallega uppi í rúmi áður en ég fer að sofa) en dagblöð og tímarit les ég yfirleitt ekki. Finnst hart að þurfa að borga fyrir lesefni. Fréttablaðið kemur aldrei hingað og eiginlega er ég feginn. Stunda bókasöfnin grimmt enda hefðum við hjónin ekki mikið að lesa ef svo væri ekki. Bloggin endast þó oft vel en eru sum svo illa skrifuð að ekki er annað hægt en gefast upp á þeim.
Þegar ég les fræðandi og vel skrifuð blogg hellist oft yfir mig tilfinningin um að ég hafi í rauninni ekkert að segja. Ég sé ekki nógu fróður til að skrifa fræðandi blogg, ekki nógu innviklaður í stjórnmál til að skrifa af þekkingu um þau og ekki nógu gáfaður til að vera merkilegur. Svo rjátlast þetta af mér og ég fer að skrifa eitthvað.
Kannski hef ég minn eigin stíl. Stundum finnst mér þó að ég skrifi um alltof margt. Hef alls ekki nógu mikið vit á sumu sem ég skrifa um. Alltaf fæ ég samt heimsóknir og komment. Ef ég fengi engin slík mundi ég sennilega skrá mig á Facebook. Það hef ég þó forðast hingað til. Les samt oft það sem aðrir skrifa um fyrirbrigðið þannig að ég hef í raun heilmikinn Fésbókaráhuga.
Skemmtileg lætin í Hannesi og Hreini. Hver grét og hver ekki? Skyldi Hreinn ætla að fara að opna sig?
Þetta er í styttra lagi. Þarf að bæta einhverju við.
Bjarni Harðar frændi minn sagði einhverntíma á sínu bloggi að Atli bróðir sinn væri sá maður sem hann héldi að kæmist næst því að vita allt. Aldrei hefði ég viðurkennt þetta. Held því blákalt fram að mér finnist ég sjálfur standa fremst í þessu.
Svo er ég stöðugt að hugsa um hvernig ég eigi að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þar að kemur. Þetta er erfitt mál.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Eitt sinn seldi Bjarni bók,
bærinn hélt það væri djók,
hana Ólafur Helgi tók,
og hengdi kaupandann á krók.
Þorsteinn Briem, 22.2.2010 kl. 01:04
Öll vitum við mikið um sumt og höfum tilhneigingu til að telja okkur vita sitthvað um allt. Það getur verið betra að líta á það sem viðhorf til að dýpka þekkinguna.
Oft skrifa ég um mál sem ég tel mig vita lítið um, en skrifa um þau til að læra af þeim. Það sem hefur komið mér á óvart er að furðuoft reynist skilningur minn góður og vangavelturnar hafa velt upp hliðum sem eru sannar.
Ekki eitthvað sem ég reikna með fyrirfram.
Annars er ég eins og þú að rembast við að hætta að skrifa um ICESAVE. Í stað þess hef ég gripið til þess ráðs að þýða blaðsíðu úr Ríkinu eftir Platón þegar ICESAVE löngunin hellist yfir mig. Það er mín afvötnun
Hrannar Baldursson, 22.2.2010 kl. 06:41
Takk Hrannar, við skiljum hvor annan en vísuna hans Steina skil ég bara alls ekki.
Bókadjók á berum krók
býsna skrítið finnst mér.
Lýsnar allar skrattinn skók
skyndilega af sér.
Sæmundur Bjarnason, 22.2.2010 kl. 21:39
Ég hélt nú að þessi bloggsíða væri ekki bara fyrir menta og gáfu fólk, eða er það svo, er þessi síða bara fyrir þá sem geta skrifað srórkallalega. með bestu kveðju,
Bláskjár
Eyjólfur G Svavarsson, 22.2.2010 kl. 23:11
Er Eyjólfur fyrst að fatta það núna að Gáfumannabloggið er hér til húsa?
Þetta blogg er bannað innan IQ 160.
Einhvers staðar verðum við gáfumennin að fá að eiga öruggt skjól.
Kama Sutra, 23.2.2010 kl. 00:00
Eyjólfur minn, ég skil þig bara ekki.
Hvað er að skrifa stórkallalega?
Er það að yrkja vísur? Vísur eru ekkert merkilegri en önnur skrif.
Enginn getur bloggað á þessari síðu nema ég. Allir geta hinsvegar gert athugasemdir. Ég hef engin takmörk sett á það hingað til.
Ég man ekki eftir að þú hafir kommentað hér fyrr en ég vil endilega heyra meira frá þér.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2010 kl. 00:04
Eva María undrahnoss,
ægifögur hún sem Moss,
kroppur hennar kandífloss,
Kristur Jesús sé með oss.
Þorsteinn Briem, 23.2.2010 kl. 00:08
Kropp er með sem Kata Moss.
Kandifloss er ekki gott.
Steini festi Krist á kross
og kreisti fram eitt lítið glott.
Sæmundur Bjarnason, 23.2.2010 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.