919 - Blogg og þó ekki blogg

Gekk ágætlega að setja á Moggabloggið pistilinn minn um daginn. Þessi verður ekki langur. Gott að hvíla sig á þessum ósköpum.

 

Heyri aðallega Haiti-fréttir þessa dagana. Icesave er orðið skelfing leiðinlegt. Spánverjinn sem ég hitti á Tirajana-götu um daginn súmmaði þetta eiginlega ágætlega upp þegar hann sagði:

„Heard they stole all your money"

Hann fór reyndar ekkert nánar útí hverjir þessir „they" voru enda er það eflaust álitamál hjá mörgum hverja beri að telja með þeim. Sameiginlegt hjá almenningi erlendis finnst mér vera að okkur Íslendingum er vorkennt að hafa lent í þessum andskotum sem stálu peningunum okkar.

Fréttir frá Íslandi eru þannig núna að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Eina sem öruggt virðist er að þjóðaratkvæðagreiðslan verður líklega haldin. Hvort ríkisstjórnin lafir, Alþingi kemur saman, skýrslan góða birtist einhverntíma eða ekki og önnur slík smáatriði fara bara einhvern veginn. Ég nenni varla að kommenta á þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öryggið er ekki meira en það, að það "virðist" sem að þjóðaratkvæðagreiðslan verði "líklega" haldin.

Þetta er góð lýsing á því hvað ástandið hér er ömurlegt. Engu er að treysta, ekkert heldur. Við kusum fólk sem stendur sig ekki. Kosið fólk hefur aldrei staðið sig.

Rósa 29.1.2010 kl. 06:31

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Mér sýnist á Rósu að eina ráðið sé að hætta að kjósa fólk. Kannski getum við bara kosið drauga næst. Amk. var því slegið upp á dögunum að þingmenn hefðu verið „vaktir upp“. Uppvakningarnir verða sjálfsagt í framboði næst.

Skilaðu kveðju á Klörubar, Sæmundur.

Sigurður Hreiðar, 29.1.2010 kl. 14:12

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Rósa og Sigurður. Kaupi mér ekki nema öðru hvoru Internetaðgang og er hræddur um að honum sé að ljúka núna. Ágætt að hvíla sig svolítið á þeirri vitleysu sem íslensk stjórnmál eru oft.

Sæmundur Bjarnason, 29.1.2010 kl. 17:01

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll, ætla bara að kvitta fyrir innliti á bloggið þitt.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.1.2010 kl. 23:10

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk.

Er með Internetaðgang. Blogga kannski pínu á eftir.

Sæmundur Bjarnason, 31.1.2010 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband