20.1.2010 | 15:09
918 - Bara að láta vita að ég sé ekkert hættur að blogga
Nokkrar hugsanir um Icesave eru enn á sveimi í kollinum á mér þó ég viti ekki almennilega hvar það mál er statt núna. Meðal íslenskra bloggara er það líklega enn mál málanna.
Lagalega séð.
Get ómögulega komið auga á annað en lagakrókar okkar séu einskis virði. Vel getur verið að efast megi um hvernig eigi að borga og reikna út vexti og þessháttar. Um það má eflaust lengi deila. Lagalega spurningin um hvort okkur beri að borga eða ekki hefur aldrei verið neitt vafamál í mínum huga. Mér finnst að okkur beri að borga. Þó allir séu á móti okkur og þó þeir vorkenni okkur kannski er allur réttur hjá andstæðingum okkar og hefur alltaf verið. Auðvitað kúga þeir sterkari þá veikari þegar þeir geta en það er þó aðalatrið í þessu máli. Með aðgerðum okkar og aðgerðarleysi höfum við bakað okkur ábyrgð. Meðal annars með því kjósa yfir okkur óhæfa stjórnendur.
Siðferðislega séð.
Þar finnst mér að endalaust megi deila. Sumum finnst eflaust siðferðislega rétt að við borgum en öðrum alls ekki. Mín siðferðislega tilfinning segir mér að við eigum að borga. Aðrir eru að sjálfsögðu á öðru máli og geta fært mörg og sannfærandi rök fyrir því.
Réttlæti.
Vitanlega er það hrikalega óréttlátt að við skulum þurfa að borga þetta. Réttlátast væri að mínu áliti að sá hluti skuldarinnar sem ekki næst af þeim sem stálu þessum peningum sannanlega yrði skipt jafnt milli skattborgara allra þjóðanna. Með því móti myndi ekki falla sérlega stór hluti á okkur Íslendinga. Jafnvel er hugsanlegt að réttlæta mætti að hlutur hvers Íslendings yrði stærri, jafnvel helmingi stærri, en hvers Breta og Holllendings.
Að svo mæltu er mínum afskiptum af þessu máli lokið. Ég er búinn að fá leið á því og sætti mig við það sem ofaná verður.
Þegar hætt verður að fjalla um þetta mál verður aðildin að ESB auðvitað mál málanna. Þar hef ég mótaðar skoðanir einnig en í bloggi er hægt að fjalla um ýmislegt annað og það hef ég hugsað mér að gera. Þessi pistill í pistlaleysi mínu er orðin nógu langur. Eiginlega of langur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú hefur komist að þinni niðurstöðu. Í stórum dráttum sammála. Gott að heyra í þér.
Ólafur Sveinsson 20.1.2010 kl. 15:25
Gott að heyra að þú ert ekki hættur að blogga.
Kama Sutra, 20.1.2010 kl. 16:42
Ég er að mestu sama sinnis og þú, að okkur beri að borga. Samt runnu dálítið á mig tvær grímur (kannski fleiri) við að uppgötva að stórveldin bretar og hollendingar (viljandi með litlum staf) borguðu innstæðueigendum fyrst, komu svo með kröfuna á hendur okkur. Það finnst mér rýra kröfurétt þeirra.
Hins vegar er ég þeirrar trúar að skellurinn verði okkur léttbærari en bumbuslagarar láta í veðri vaka.
Sigurður Hreiðar, 20.1.2010 kl. 17:25
Follow the money sagði Eva Joly. Ef þessir peningar voru sannanlega notaðir til fjárfestinga í Bretlandi þá ættum við ekki að borga. En ef peningunum var stolið af íslenzku mafíunni og sólundað af klíkubræðrum þá skulum við afhenda Bretum hræið af Landsbankanum og biðja SFO um að rannsaka fall bankans sem fjármálaglæp.
Varðandi Hollendinga þá er ábyrgð íslenskra yfirvalda mjög mikil og því þarf að draga ráðherrana fyrir landsdóm og höfða sakamál á hendur FME og Seðlabankastjórunum fyrir vanrækslu og afglöp í starfi. Ef þessir aðilar verða fundnir sekir þá þarf að bæta Hollendingum skaðann.
e.s þinna daglegu pistla var saknað. Vonandi læturðu ekki deigan síga
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.1.2010 kl. 18:34
Óvenjulega löng pása... ég var með smá áhyggjur.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2010 kl. 22:08
Gott að heyra frá þér aftur, Sæmi.
Þú segir: "Lagalega spurningin um hvort okkur beri að borga eða ekki hefur aldrei verið neitt vafamál í mínum huga. Mér finnst að okkur beri að borga."
Mætti ég spyrja: Hvaða lög? Því ef þú ert að vísa í lög um tryggingarsjóð fjármálafyrirtækja, er sú lagaskilda ekki skýr - og þess vegna þarf að setja sérstök lög, til að heimila Ríkinu að ábyrgjast lán þess sjóðs. Ef þú ert að tala um lög varðandi þennan sama tryggingarsjóð, sem sett voru vegna EES samningsins, þá stendur það skýrt í þeim lögum, að Ríkið skuli ekki vera ábyrgt á þeim sjóði, heldur skal hann rekinn sem sérstök eining, án ríkisábyrgðar.
Persónulega finn ég enga lagalega skildu til að greiða skuldir einkafyrirtækis - en það má deila um siðferðisskilduna. Það er allt önnur ella.
Skorrdal 21.1.2010 kl. 02:51
Ég var farinn að sakna þín Sæmundur.
Ég er á öndverðri skoðun við þig í báðum þessum málum (Icesave og ESB). Skorrdal kemur ágætlega inn á lagalega óvissu í Icesave og mín siðferðis og réttlætiskennd segir mér að ég, þú og aðrir einstaklingar eiga ekki að þurfa að taka á sig skuldbindingar gjaldþrota einkafyrirtækis, sama hvað það heitir.
Axel Þór Kolbeinsson, 21.1.2010 kl. 09:20
Takk öll.
Nenni ekki að skrifa mikið.
Skorrdal og Axel. Ég er ekki lögfræðingur og er ekki að vísa í ákveðin lög. Meira að spekúlera í hvernig ég held að þetta mál færi fyrir dómi. (jafnvel íslenskum).
Eflaust verður mikið deilt um þessi mál á næstunni og ég mun ef til vill taka þátt í þeim deilum, en ekki núna.
Þjóðaratkvæðagreiðslan verður mjög áhugaverð. Skoðanakannanir fyrir hana líka. Í mínum huga er ekki verið að greiða atkvæði um hvort borga skuli, heldur hvernig. Samstaða er nauðsyn.
Sæmundur Bjarnason, 22.1.2010 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.