3136 - Súpu býður sitt á hvað

Á föstudaginn langa síðastliðinn fór ég í súpu til Bjössa og hitti þar systkini mín að undanteknum Björgvini að sjálfsögðu. Heim kominn gerði ég þessa vísu:

Súpu býður sitt á hvað
í svörtum pottagrélum.
Sigurbjörn í synda stað
safnar myndavélum.

Annars er ég að verða fráhverfur því að vera sífellt að slá um mig með misheppnuðum vísnaræflum eins og ég er að mestu hættur að taka myndir. Hvað gerir þú þá? Það er von að spurt sé. Ætli ég rembist ekki við að lifa sem lengst eins og margir fleiri. Finnst ég vera orðinn áttræður þó ég verði það ekki fyrr en í haust samkvæmt kirkjubókum.

Barnið spurði: Amma, hvað er menning?

Amma: Gullið mitt, það er bara svona rímorð. Rímar við þrenningu og er notað þannig.

Annars man ég eftir því að einn snúnasti kaflinn í dönskubókinni sem við lærðum í að Bifröst forðum daga hét og heitir væntanlega enn: Begribet kultur. Og ekki orð um það meir.

IMG 3781Einhver mynd.


Bloggfærslur 19. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband