31.3.2013 | 11:19
1927 - Spandans (en hvað er hægt að linka við?) Ekkert
Nú, er það í boði?
Nei.
Skelfing er allt eitthvað erfitt í dag.
Nenni ekki út að labba, þó sólskin sé.
Hvað á ég þá að gera?
Éta páskaegg?
Já, en þau eru öll búin.
En páskalambið?
Stökk út hálfétið.
Það var skaði. Það gæti lent undir bíl.
Og grillast betur þar?
Er páskadagur lengri en föstudagurinn langi?
Jafnvel.
Ekki spararðu greinaskilin.
Nei, á líka nóg af þeim.
Klukkan hamast og bráðum er komið hádegi.
Hvernig hádegi? Ekki sýnist mér sólin komin í hádegisstað.
Þetta er greinilega ein bloggleiðin. Setja bara eina setningu út í loftið í hverja málsgrein. Fínt.
Já. Og blaðsíðan að verða búin.
Sem betur fer.
Á að spandéra mynd á þetta?
Já, auðvitað. Þetta er ekki það vitlausasta sem ég hef skrifað.
Nú veit ég af hverju ég skrifa svona oft.
?
Það er til að koma myndunum að. Ha, ha, ha. Þarna sneri ég á þig.
Hringleikahús eða bara venjulegt hús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2013 | 10:17
1926 - Páskar
Fésbókin hefur nú tekið að mestu við því hlutverki að sýna myndir. Einkum aðstandendum aðdáunarverðra barna myndir af þeim. Jafnvel dæmigerðar fjölskyldumyndir. Og svo auðvitað myndir af krúttlegum kettlingum. Það er algjör sérgrein. Hugsanlega er þetta einmitt fésbókarinar merkasta framlag til tölvulífsins (sem er að verða mikilvægara en allt annað) ásamt kaffinetspjallinu. Líka kemur hún oft að góðu haldi með því að segja frá greinum og ýmsu þessháttar á netinu.
Kannski stuðlar hún með þessu að því að fólk hittist sjaldnar en annars hefði verið. Nú er oft eins og þeim sem líta inn í heimsókn finnist að þeir þurfi endilega að eiga eitthvað erindi. En þetta sama fólk á kannski í engum vandræðum með að setja hvað sem er á vegginn hjá sér.
Skafti Jósefsson garðyrkjumaður í Hveragerði var pípureykingamaður mikill. Ekki var annað að sjá en hann væri alltaf með sömu pípuna. Einhver var að hrósa endingunni á henni og þá sagði Skafti:
Já, hún er búin að endast mér í mörg ár þessi pípa. Fjórum sinnum held ég samt að ég hafi þurft að skipta um munnstykki á henni og tvisvar um haus.
Bloggið er aftur á móti mjög gott fyrir þá sem eru illa haldnir af besservisserastælum. Þá geta þeir predikað fjandann ráðalausan og þeir sem villast inná bloggið í leit að einhverju allt öðru, geta forðað sér sem skjótast án þess að nokkur viti.
Allskyns selvfölgeligheder henta líka ágætlega í blogg. T.d. skil ég stundum alls ekki af hverju fólk hugsar ekki eins og ég. (Það er nefnilega langbest) Af hverju skiptir oft meira máli hvernig hlutirnir eru sagðir, en hvað sagt er? Við þykjumst þess umkomin að finnast þeir hlægilegir sem leggja öðruvísi áherslur á mál sitt en okkur finnst við hæfi. Til dæmis þulirnir í Norður-Kóreska sjónvarpinu. Eru áherslur okkar þær einu réttu? Skiptir áherslan eða tóntegundin stundum meira máli en það sem sagt er? Hvenær þá? Og hvernig og af hverju? Ef ég segi já, meina ég þá örugglega alltaf já? Gæti ég ekki alveg eins meint nei?
Er jákvæðni jákvæð? Eða er hún hugsanlega neikvæð? Neikvæðni er oft jákvæð. Það finnst mér allavega. Er sinnuleysi það sama og afskiptaleysi. Það finnst mér ekki. Sinnuleysi er neikvætt en afskiptaleysi jákvætt? Nú, er afskiptasemi þá neikvæð? Ekki endilega, en getur verið það. Kannski er þetta tómt rugl í mér. A.m.k. er ég orðinn hálfruglaður af þessu.
Læknisráð dagsins: Haldið ykkur eins mikið frá pólitískum áróðri og þið mögulega getið. Langmikilvægast er að svara alls ekki skoðanakönnunum þessa dagana og gæta þess að taka ekki ákvörðum um hvað á að kjósa fyrr en á leiðinni á kjörstað. Ef þið munið ekki útaf hverju þið ætluðuð að kjósa einhvert ákveðið framboð er samt mikilvægara að halda sig við áætlaða kosningahegðun en að fara að reyna að rifja upp ástæðurnar.
![]() |
Lokum ekki hjörtum vorum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)