1325 - Þjóðaratkvæðagreiðsla

Nú er ég vaknaður á tiltölulega fallegum vormorgni og finnst að ég þurfi að blogga aftur á þessum merka degi. Í dag ráðast úrslit í því máli sem mest hefur verið deilt um að undanförnu. Ég fæ alls ekki séð að þjóðin hafi skipst svo í fylkingar að eftirköst verði þó óneitanlega hafi verið tekist harkalega á. Mun betra er að leysa mál með þessum hætti en að deila árum og áratugum saman um þau. 

Nú bind ég mestar vonir við stjórnlagaþingið og á von á að þaðan komi skynsamlegar tillögur um nýja, betri og skýrari stjórnarskrá sem verði þjóðinni til blessunar.

IMG 5114Nöfn á hljómsveitum geta verið skemmtileg.


1324 - Stutt blogg og ómerkilegt

Ég er nefnilega svolítið Icesave-heftur. Ætla að segja já á morgun en á samt von á að nei-ið sigri. Hef þá trú að skoðanakannanir séu vel marktækar. Er hættur að láta tölur og spádóma hafa áhrif á mig. Í mínum huga skiptir mestu máli hvað á eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni kemur.

Einkum hvort ríkisstjórnin situr áfram eða ekki. Margt á eflaust eftir að gerast næstu mánuðina í íslenskum stjórnmálum. Jóhanna og Steingrímur ætla sér eflaust að sitja áfram þó nei-sinnar sigri. Veit ekki hvort það tekst. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar munu aukast a.m.k. fyrst í stað ef svo fer.

Mogginn hampar mjög öllum þeim sem hægt er að skilja svo að þeir séu á móti Icesave. Nú eru það Eva Joly og augu alheimsins sem eiga að gera trikkið.

Það er ekkert skrítið þó Eva Joly sé á móti Icesave og öllu sem að stjórnmálum lýtur. Þjóðir Evrópusambandsins og Íslendingar vilja bara halda því skipulagi sem ríkt hefur og forðast tilraunastarfsemi og óþarfa áhættu. Hætt er við að hún verði of dýru verði keypt.

IMG 5091Ég vissi ekki einu sinni að svona fyrirtæki væri til á Íslandi.


Bloggfærslur 9. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband