3197 - Það er nú svo

3197 – Það er nú svo

Ekki fór það nú svo að ég færi að blogga reglulega þó ég hafi svosem ætlað mér það.

Ýmislegt hefur á daga mína drifið að undanförnu og þar að auki hefur veðrið verið hálfrysjótt síðustu daga.

Við erum bæði hjónin komin með nýjar tölvur núna og búast má við ýmsum kárínum þess vegna. Ég ætla mér að komast á 50 listann hér á Moggablogginu fljótlega, ef ég blogga. Flestir eru hættir því og farnir á fésbókina, en ég er svo íhaldssamur að ég er ennþá hér.

Hérna eru aðallega sannfærðir öfgaíhaldsmenn og ýmsir furðufuglar. Þykist sjálfur tilheyra síðari kategóríunni, en veit ekki hvað öðrum finnst.

Áslaug konan mín var áðan að kvarta yfir því, við Bjarna son okkar, að hún fyndi ekki íslensku stafina á lyklaborði nýju tölvunnar. Ég fór náttúrulega að athuga hvort þetta væri eins á minni tölvu. Svo reyndist að sjálfsögðu vera. Ég nota nefnilega fingrasetninuna sem ég lærði á Bifröst í fornöld. Að vísu vélrita ég óhóflega hægt og geri mikið af villum. Horfi jafnan á það sem ég skrifa, en þess þurfti ég ekki áður og fyrr.

Veit ekki hvort ég ætti að skrifa meira. Fyrrmeir vildi ég helst að blogg væru sem lengst en núorðið er „attention spanið“ orðið svo stutt hjá flestum að stutt blogg eru í tísku, held ég. Tala nú ekki um ef menn blogga oft, einsog ég gerði áður en ég veiktist.

Kannski ég bloggi lengri blogg einhverntíma þegar mér vex fiskur um hrygg og vélritunarhraðinn vex.

IMG 3537Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband