3115 - Eitt og annað

Kannski er ég að missa af einhverju. Ég fer svotil aldrei á fésbókina, horfi lítið á sjónvarp, kann eiginlega ekkert á símann minn (Iphone 7) og er ekki áskrifandi að neinu blaði eða tímariti. Hverslags líf er þetta eiginlega? Kynni einhver að spyrja. Já, ég veit það ekki. Ég les talsvert og er eiginlega fréttasjúkur, einsog margir fleiri. Þar að auki flakka ég talsvert um Internetið, finn lesefni þar, skoða myndir og ýmislegt fleira. Þetta dugar mér alveg. Belgi mig stundum óhóflega út af mat, en er samt ekki nema 112 til 113 kíló. Klukkan er svosem meira en fimm.

Ég er að hugsa um að stinga mér aftur til kojs. Kannski sofna ég og kannski ekki. Er búinn að fá mér kaffi og rúgbrauð með síld og hver veit nema það hindri mig í að sofna. Pilluskammtinn er ég líka búinn að taka. Út á svalir er ég ekki búinn að fara enda veðrið bæði blautt og dimmt. Er dimman veður? Er ekki viss.

Hvenær eru morgunskrifin mátuleg? Kannski þegar skjárinn er fullur og línurnar fara að hreyfast. Hvað um það. Áfram skrifa ég eins og enginn sé morgundagurinn. Er þessi glósa um morgundaginn ekki ofnotuð? Það finnst mér. Hún er eiginlega alveg merkingarlaus. Þessvegna nota ég hana. Með því nálgast ég skjáfylluna. Hún er að nálgast. Þetta hjal er til þess gert að meiða engan. Sumir meiðast af orðum. Ekki hann ég. Enginn hallmælir mér samt. Sennilega er ég of meinlaus. Jæja, nú eru línurnar farnar að hreyfast svo ég er hættur í bili. Í dag er þriðjudagur, er mér sagt.

IMG 4092Einhver mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hlustaði á yfirlitið á sjónvarpsféttunum í gærkvöldi og slökkti svo
til að vera ekki dreginn niður í þunglyndi um allar þær hörmungar í heiminum sem alltaf eru settar fram á RUV eins og þetta sé allt mér að kenna

Grímur Kjartansson, 10.11.2021 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband