Bloggfærslur mánaðarins, september 2017
4.9.2017 | 10:30
2639 - Bullandi góðæri um allt
Í dag er okkur sagt að sé bullandi góðæri á Íslandi. Það góðæri er fyrst og fremst fyrir þá sem mikla peninga eiga fyrir. Þegar þeir eru búnir að græða aftur allt sem tapaðist hugsanlega áður fyrr á árunum mega þeir fátæku og smáu ef til vill fara að éta annað en það sem úti frýs. Það er allsekki útilokað að einhvern vegin þannig hugsi þeir sem minna mega sín í þjóðfélaginu eða þjófafélaginu og að mörgu leyti hafa þeir rétt fyrir sér. Allt sem snýr að þeim efnaminnstu mætir afgangi. Fyrirtækin og þeir sem þeim stjórna og þau reka verða fyrst að fá sitt svo hjól atvinnulífsins fari að snúast aftur. Svo má fara að huga að hinum.
Vegna hinna félagslegu miðla hafa hinir sem minni máttar eru hærra en áður. Fésbókin er fjömiðill hinna fátæku og einhvern vegin er það svo að þeir sem eitthvað eiga undir sér eru skíthræddir við hana. Sumir fjölmiðlar taka mikið mark á henni og þó hún geri stundum fullmikið úr hlutunum er því ekki að neita að með þessu hafa þeir sem ekki gátu látið til sín heyra áður fyrr, vegna hliðvarðanna á flokksfjölmiðlumum, nú öðlast rödd sem margir taka mark á. Hugsanlega hefur þetta breytt mjög stjórnmálunum og ekki harma ég það.
Sennilega eru risaeðlur svona vinsælar hjá börnum og unglingum af því að þær stærstu þeirra minna óneitanlega á drekana úr margskonar ævintýrum. Eðlur þessar er álitið að hafi dáið út fyrir milljónum ára. Einnig er á það að líta að víða hafa bein úr þeim fundist og af þeim má ráða að sumar þeirra hafi verið geysistórar. Eðlur nútímans er flestar fremur lítil kvikindi, hægfara og láta lítið fyrir sér fara. Undantekningar eru þó til.
Þorvaldur Gylfason bloggar þindarlaust í Fréttablaðið. Margir lesa það efalaust. Oftast er það mjög vel samið hjá honum. Blaðið gerir því sem hann skrifar fremur hátt undir höfði. Satt að segja finnst mér það sem hann skrifar stundum fullpólitískt. Það er að segja flokkspólitískt. Í sjálfu sér eru allir hlutir pólitískir ef út í það er farið. Oft getur verið erfitt að líta á hluti án flokkspólitískra gleraugna. Oftast reyni ég það þó.
A.m.k. í tvö undanfarin skipti hef ég kosið Píratana og vel er hugsanlegt að ég haldi því áfram. Afstöðu verður að taka þó erfitt sé. Öll mál eiga að vera opin og gagnsæ sé þess nokkur kostur. Yndi stjórnmálamanna af gamla skólanum er að gera sem allra flesta hluti leynilega. Og reyna svo að stjórna með hótunum, lygi og þjófnuðum.
Minning úr Hveragerði. Sennilega frá því um 1950 eða svolítið fyrr. Þegar Bjarni á Bóli rak kýrnar niður að réttum á morgnana eltum við krakkarnir hann og beljurnar gjarnan því það var þó allavega tilbreyting. Þegar einhver beljan í hópnum lyfti upp halanum og gerði sig líklega til að skíta var það íþrótt hjá okkur að setja hendina undir og kippa henni svo að sér á síðustu stundu þegar klessan var lögð af stað. Einhverju sinni varð Gaggi aðeins of seinn við að kippa að sér hendinni og fyrr en varði var hann með fulla lúkuna af nýskitinni kúadellu og vissi ekkert hvað hann ætti að gera við hana. Við hin hlógum að þessum atburði.
Bloggar | Breytt 5.9.2017 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson