Bloggfćrslur mánađarins, október 2015

2368 - "Sprengjur féllu"

Segja má ađ umrćđan um stjórn landsins sé ađ komast á dálítiđ nýtt stig ţegar ţjóđţekkur geđlćknir, Óttar Guđmundsson, stígur fram og gefur beinlínis í skyn ađ Sigmundur Davíđ sé geđveikur. Kannski meinar hann ţađ ekki og ţá er varla hćgt ađ segja annađ en ađ ţetta sé heimskulegasti stjórnmálabrandari sögunnar a.m.k. hér á Íslandi. Sennilega eru ţeir orđnir fáir sem muna eftir „Stóru bombunni“ Sjálfur man ég eftir ţví ađ hafa lesiđ ágćta grein um hana og kvćđi úr Speglinum sem mig minnir ađ hafi endađ svona: „Hver veit nćr söđlar Daníel“

Áhugi fólks á Pírötum ber vott um skrítiđ stjórnmálaástand. Landslagiđ ţar er ađ ýmsu leyti breytt. Stjórnarskárumrćđa er mikil og tölvu- og internetađsókn hefur aukist mikiđ. Og auđvitađ tölvulćsi einnig. Bóklestur er líka minnkandi o.s.frv. o.s.frv. Allt er ţetta hugsanlega fésbókinni og öđrum samskiptamiđlum ađ ţakka. Nú, eđa kenna, ef menn eru ţannig ţenkjandi. Ekki er hćgt ađ neita ţví ađ samskipti fólks eru međ allt öđrum hćtti núna en áđur var. Međalaldur ţjóđarinnar fer hćkkandi. Ţađ er ekki einu sinni hćgt ađ treysta ţví lengur ađ gamalt fólk geti ekki tileinkađ sér nútíma tćkni, ţó oft sé ţađ notađ sem afsökun fyrir allskyns mistökum. Predikunarárátta mín minnkar samt ekkert. Eins og fleirum finnst mér mín sjónarmiđ langbest í öllu, sem ég á annađ borđ hugsa um.

Ekkert er ókeypis. Og engir tveir hugsa nákvćmlega eins. Ţetta virđist mér ađ fólki sjáist stundum yfir. Ţađ sem einum finnst sjálfsagt og svo eđlilegt ađ varla sé orđum á ţađ eyđandi, finnst kannski öđrum vera mesta vitleysa. Samt miđar okkur ekkert áleiđis, hvert sem viđ erum ađ fara, nema sćmileg sátt ríki um sem allra flest sjónarmiđ. Kannski sést hinum hefđbundnu og vanalegu stjórnmálaflokkum yfir ţetta og ţessvegna minnkar fylgi ţeirra jafnt og ţétt.

„Sprengjur féllu“, sagđi útvarpiđ núna rétt áđan. Ţćr féllu víst međal annars á sjúkrahús. Mér finnst ţađ ekkert náttúrulögmál ađ sprengjur falli af himnum ofan. Miklu nćrtćkara er reyna ađ komast ađ ţví hverjir stóđu fyrir ţessu sprengjuregni. Annars er ţađ víst ekkert leyndarmál ađ Bandaríkjamenn stóđu fyrir ţví. Ekki dettur mér samt í hug ađ halda ađ ţađ hafi veriđ međ vilja gert ađ bana sjúklingum. Eflaust hafa ţeir veriđ ađ hefna fyrir ađrar árásir. Ríkisstjórnir eru víst ekkert undanskildar ţegar um hefndarhug er ađ rćđa. Auđvitađ kemur til greina ađ beita öđrum ráđum en sprengjuregni ţegar svona stendur á. En slíkt kostar hugsanlega tíma og mannslíf. (Ekki bara peninga eins og sprengjuregniđ hjá stórveldunum.) Samt hasast stórveldin upp á ţví fyrir rest.

Ég er líka ađ hasast upp á ţessum eilífu myndbirtingum sem litlum tilgangi ţjóna. Á engar myndir tilbúnar núna.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband