Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

640. - Hjáleiðir stíflaðar - segir Steingrímur

Gjaldeyrishöft eru enn að festa sig í sessi. Þau eru komin til að vera og við losnum ekki við þau á næstunni. Krónan gæti sem best sigið talsvert meira en undanfarið í stað þess að hækka eins og látið er í veðri vaka að hún muni væntanlega gera. 

Ástæðan er einfaldlega vaxandi vantrú á að gjaldeyrishöftunum verði aflétt fljótlega. Ég sé alveg fyrir mér að þarnæstu kosningar muni snúast aðallega um afnám  gjaldeyrishafta. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Alþjóðgjaldeyrissjóðsins að undanförnu hafa miðað að því að styrkja krónuræfilinn. Spursmál er hve lengi er hægt að halda áfram á þeirri braut.

Nú eru fáir bankar eftir til að fara á hausinn. Eftir fréttum að dæma verður Landsvirkjun næst þangað. Við Íslendingar verðum að fara að horfast í augu við að við erum ekki sjálfstæðir lengur. Skjól er helst að finna hjá Evrópusambandinu. Mér list betur á það en AGS og USA. Einangrunarstefna leiðir aðeins til afturfarar.

Þegar ég fæ margar heimsóknir á bloggið mitt finnst mér að mér hafi tekist vel upp. Ef heimsóknir eru fáar held ég að mér hafi tekist miður upp. Auðvitað veit ég að þarna á milli er ekkert samband. Samt hugsa ég svona.

Í stórum dráttum er ég þannig gerður að ef einhver kommentar einu sinni hjá mér þá útnefni ég þann sama strax í huganum sem fastan lesanda. Þannig eru mínir föstu lesendur nú orðnir allmargir og svo kommenta sumir aldrei.

Einu sinni sagði Nonni á Sunnuhvoli eða Hannes Sigurgeirsson við hóp af okkur litlu srákunum: „Vitið þið hver er munurinn á ketti og Sæmundi?" Það vissum við ekki. „Kettinum stendur aftur en Sæmundi stendur aftur og aftur." Þetta þótti mér afspyrnu góður brandari.

Nonni á Sunnuhvoli, Hannes Sigurgeirsson og Sverrir á Ljósalandi voru aðaltöffararnir í Hveragerði á þessum tíma. Af hverju skyldi mér vera þessi ómerkilegi brandari svona ofarlega í minni. Ætli það sé ekki vegna þess að ég minnist þess varla fyrr að hafa sjálfur verið settur í hlutverk í skrýtlu.

 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband