Bloggfćrslur mánađarins, desember 2009
2.12.2009 | 00:06
882 - Ţrjár bćkur
Las nýlega bók eftir Ragnhildi L. Guđmundsdóttur sem hún nefnir Býrđu í glerhúsi - fjölskyldusaga." Ekkert útgáfuár er ađ finna á bókinni en hún er örugglega nýkomin út. Fékk hana á bókasafninu. Í henni rekur höfundur ćfi eiginmanns síns Rögnvaldar Helgasonar, sína eigin og síđan sögu fjölskyldunnar. Ţau hafa bćđi lent í ýmsu og börnin ţeirra líka og um margt minnir bókin öll á fremur langa blađagrein. Einkum síđari hluti hennar.
Ađrir sem til ţekkja mundu eflaust segja ţessa sögu öđru vísi en hún er samt á margan hátt athyglisverđ og heldur manni föngnum. Prófarkalestur er lítill og nokkuđ um stafsetningar- og málvillur. Höfundinum liggur margt á hjarta og hún segir vel frá. Eiginmađur hennar var um tíma á vistheimilinu ađ Breiđuvík og einnig á Kumbaravogi. Sjálf varđ hún fyrir einelti í ćsku og börn ţeirra hjóna hafa einnig lent í ýmsum hremmingum.
Önnur bók sem ég las nýlega kom út áriđ 1954, heitir Ćskustöđvar" og er eftir Jósef Björnsson frá Svarfhóli. Svarfhóll ţessi er í Borgarfirđinum og ţar ólst Jósef upp. Bók ţessa las ég spjaldanna á milli af miklum áhuga og er hún ţó bara lýsing á venjulegu fjölskyldulífi á venjulegum sveitabć í lok nítjándu aldar. Sennilega segir ţađ meira um mig en ţađ sem ég les ađ ég hef mestan áhuga á hlutum sem gerđust fyrir mitt minni.
Ţriđju bókina hef ég veriđ ađ glugga í undanfariđ. Hún nefnist Almanak hins íslenska ţjóđvinafélags 2010 og árbók Íslands 2008. Ţessi bók er mjög merkileg og fróđleg. Samskonar bók er gefin út á hverju ári held ég. Fyrir löngu keypti ég Almanakiđ stundum sérprentađ ţví ţađ var svo ódýrt. Í ţví er samţjappađur mikill fróđleikur. Mest fer fyrir ýmsum upplýsingum um gang himintungla, flóđatöflum og svo ađ sjálfsögđu almanakinu sjálfu.
Einhvern tíma á Alţýđusambandsţingi eđa LÍV-ţingi hlustađi ég á Ásmund Stefánsson og einhverja fleiri rćđa um bćkur og bóklestur. Ţađ undrađi mig mest ađ svo virtist sem ţeir fćru aldrei á bókasöfn og ţekktu ţau ekki. Bókasöfnin eru algjörlega ómissandi fyrir alla ţá sem ekki vađa í peningum og ég hef aldrei getađ fyrirgefiđ Jóhannesi Helga ađ hafa á sínum tíma bannađ ađ bćkur sínar vćru til útláns á bókasöfnum. Ţćr voru ţađ nú samt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2009 | 00:21
881 - Málţóf
Mikiđ er rćtt um hvers vegna hruniđ hafi orđiđ og hvar öll vitleysan hafi byrjađ. Mér finnst ţađ engu máli skipta. Mestu skiptir ađ sćtta ţau öfl sem hćst hafa. Einnig ađ halda friđinn.
Mörg blogg les ég reglulega. Ţar á međal er blogg Ómars Ţ. Ragnarssonar. Margir hafa álasađ honum fyrir ađ bjóđa ekki fram í síđustu kosningum eins og í kosningunum ţar á undan. Ţess í stađ gekk hann í Samfylkinguna. Mér er óskiljanlegt hvers vegna hann nćr engum frama ţar. Í krafti ţekkingar sinnar á mörgum hlutum, reynslu, sáttfýsi og heiđarleika er hann einn af fáum stjórnmálamönnum sem ég mundi treysta til ađ hafa ţjóđarheill ávallt ađ leiđarljósi. Verst hvađ hann er stundum viđutan og svo finnst sumum hann eflaust of mikill náttúruverndarsinni.
Alţingi Íslendinga setur stórlega ofan ţessa dagana. Ég hef ekki í hyggju ađ úttala mig um ţađ sem ţar er rćtt en óttast samt ađ ţrjóskan og ţvergirđingurinn séu ađ verđa of ráđandi. Málţóf er alltaf afsakanlegt af hálfu ţeirra sem beita ţví. Stjórnarandstađan á enga heimtingu á ţví ađ fá ađ ráđa dagskrá ţingsins.
Andstćđingar Icesave tala stundum eins og ţeir haldi ađ nóg sé ađ segja fussum fei" ţá hverfi ţćr skuldir bara út í hafsauga. Stjórnarliđar hóta hinsvegar ađ ýmislegt geti komiđ fyrir ef frumvarpiđ verđi ekki samţykkt sem allra fyrst.
Sú hugsun verđur áleitin ađ margir í stjórnarandstöđinni vilji fremur koma stjórninni frá en ađ lagfćra Icesafe-frumvarpiđ.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)