Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

465. - Er Jens Guð dv-bloggari?

Mér finnst endilega að það hafi staðið í frétt hjá vísi.is um þrætur hans við Helga Helgason að hann væri dv-bloggari en ekki Moggabloggari eins og ég hef alltaf haldið. Ég las þetta í frétt á visi.is í morgun en nú finn ég hana ekki. Hefur mig kannski dreymt þetta?

Annars eru innanflokksátök eins og nefnd eru í þessari frétt (að mig minnir) ekki minn tebolli og ég hef eiginlega enga skoðun á þeim. Það er samt mikið rifist í frjálslynda flokknum eða eigum við að segja mislynda flokknum.

Komst að því um daginn að allir sem þykjast vera eitthvað þurfa að eiga jeppa. Hinsvegar þykjast ekki allir sem eiga jeppa vera eitthvað. Á þessu er talsverður munur sem fólk kýs stundum að horfa framhjá.

Flest þekkjum við áreiðanlega einhverja jeppaeigendur sem allsekki eru að flækjast um á jeppum vegna þess að þeir þykist vera eitthvað. Hafa bara fengið sér jeppa af því að það er ágætt í mörgum tilvikum að eiga jeppa. Þeir eyða reyndar nokkuð miklu svo rétt er að nota þá ekki of mikið.

Hinsvegar er varla þorandi fyrir þá sem eitthvað verulegt eiga undir sér að vera jeppalausir. Hinir og þessir gætu fundið uppá því að líta niður á þá. Þannig að það er vandasamt að eiga ekki jeppa ekki síður en að eiga jeppa.

Þannig finnst mér þessi jeppamál vera.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband