28.12.2009 | 00:07
909 - Samstöðu er þörf
Við Íslendingar þurfum sterkan leiðtoga sem mögulega getur leitt okkur út úr núverandi erfiðleikum. Ekki er að sjá að hann sé meðal þeirra sem nú fjasa um stjórnmál dagsins.
Grátlegt er að öll mál skuli verða pólitísk þegar útlitið er eins slæmt og augljóslega er núna. Hafi einhverntíma verið þörf samstöðu til að komast yfir erfiðleika er það nú. Þegar Íslenska Lýðveldið var stofnað var mikil samstaða um það. Framan af voru þó margir sem vildu fara mun hægar í sakirnar. Þeir voru kallaðir lögskilnaðarmenn.
Nú er ríkisstjórnin ákveðin í að koma Icesave-málinu áfram og fátt virðist geta komið í veg fyrir það. Þetta mál hefur skipt þjóðinni í fylkingar með eindregnari hætti en lengi hefur verið.
Þetta mál er svo stórt að flokkapólitík má ekki eyðileggja það. Það er líka svo lítill hluti þess heildarvanda sem við er að glíma að ekki er rétt að allir hlutir kristallist í því.
Þeir sem því spá að hér sé allt á leið til ömurleikans með landflótta, þjóðargjaldþroti, skömmtun á lífsnauðsynjum og öllu því versta sem hægt er að hugsa sér hafa örugglega rangt fyrir sér. Líka þeir sem segja að hér sé nánast allt í lagi. Lífskjörin muni um nokkurra ára skeið versna svolítið en síðan muni allt verða í lagi.
Hverju á fólk að trúa? Lausn mála felst ekki í því að styðja blint þann stjórnmálaflokk sem hver og einn er vanur. Lausnin felst í samstöðu. Til þess að hún náist þurfa allir að slá af sínum ýtrustu kröfum. Það gera stjórnmálaflokkarnir ekki.
Stefna ríkisstjórnarinnar er lykilatriði. Ekki er samt rétt að berjast með öllum ráðum gegn því sem hún ætlar sér. Heldur ekki að styðja allt sem þaðan kemur. Ef til vill er þjóðstjórn lausnin en vandséð er hvernig hún getur komist á. Valdið er hjá Alþingi en ekki er að sjá að þaðan komi nein lausn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Páll Skúlason.
Kama Sutra, 28.12.2009 kl. 00:11
Mali er sá sem koma skal.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.12.2009 kl. 00:19
Mala sem hægri hönd Páls Skúlasonar.
Kama Sutra, 28.12.2009 kl. 00:23
held allavega að naríurnar mínar verði forsætisráðherra á undan gapuxanum í ráðuneyti félagsmála.
annars er fyndið að fjármálaráðherrann, landfræðingurinn, er tæknilegur forsætisráðherra, hvar Jóhanna er gufuð upp og Joð kemur ævinlega fram sem talsmaður stjórnarinnar.
skondið hvernig menn ráðast í djobb fjármálaráðherra hér. menn með reynslu af öllu öðru en fjármálum. annaðhvort dýralæknar eða landfræðingar.
Brjánn Guðjónsson, 28.12.2009 kl. 01:38
hverjir hafa verið fjármálaráðherrar hér síðurstu 25 ár?
fótboltamaður, kennari, stjórnmálafræðingur, lögfræðingur, dýralæknir og landfræðingur.
ekki einn einasti fagmaður á sviðinu. er nema von að hér sé allt í steik?
gæti farið fimm ár aftar og þá kemur Ragnar Arnalds inn. veit ekki hvaða menntun hann hefur en veit hann er þverhaus.
Brjánn Guðjónsson, 28.12.2009 kl. 01:44
Þvergirðingin og Heims(k)sýnarsinninn Ragnar Arnalds er lagatæknir að mennt, eins og Jónas Kristjánsson kallar þá. Hann hefur líka einhverja menntun í bókmenntum og heimspeki.
Geir Harði er líklega sá eini sem átti að heita "fagmaður" sem fjármálaráðherra - en réði samt ekki við djobbið. Enda ráðinn í starfið sem klíkubróðir. Hann steinsvaf á verðinum í aðdraganda hrunsins.
Kama Sutra, 28.12.2009 kl. 02:17
Það er rétt að ég geti heimilda hérna - ég stal nýyrðinu afbragðsgóða Heims(k)sýn frá Steina Briem.
Kama Sutra, 28.12.2009 kl. 02:24
Sæll! Já menn studdu sína flokka í den. Minnir að stofnun þeirra hafi snúist um hagsmuni stétta,t.d. Framsókn=bændur,Alþýðuflokkur=verkamenn,Sjálfstæðismenn=heildsalar,Sósialistar
=öreigar? Allir ættu nú að geta staðið saman um sjálfstæði Íslands,sem er í verulegri hættu. Forustumenn? Engin handgenginn neinum fyrrverandi stjórnarmönnum!! Dettur í hug; Gunnar Tómasson(hagræðingur),Ásgeir Sigurvinsson(fyrrverandi fótboltakappi) Ólafur Stefánsson(handboltakappi),Georg Bjarnfreðarson, fyrirgefðu Sæmundur ,nú er ég farin að flippa á þínu bloggi,spennan er yfirþyrmandi. Ég vil (ræð engu)láta okkur sjá margan hamingjudag.
Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2009 kl. 04:56
Sæmundur: þetta ICESAVE mál hefur aðeins sýnt eitt marktækt, að ríkisstjórnin er óhæf til að leysa mikilvæg mál á lýðræðislegum grundvelli, heldur þarf hún að þvinga málin í gegn samkvæmt eigin vilja á sama hátt og alltaf hefur verið gert í íslenskum stjórnmálum, frekar með stjórnmálaheill en almannaheill í huga.
Það sem mér blöskrar við ástandið er hvernig fjölskyldum er fórnað miskunnarlaust á bálköstinn, sem sífellt stækkar, fjölskyldum sem hafa reynt að eignast eigin húsnæði og farartæki, og hafa lagt sig fram í vinnu, en sjá ekki fram á að geta borgað skuldirnar með þeim launum sem það hefur. Úrræði ríkisstjórnarinnar er að gera þessu fólki kleyft að borga, en með því að hækka lán þeirra töluvert í leiðinni.
Og sífellt fjölgar því fólki sem á í þessum vanda. Þeim fer fjölgandi þrátt fyrir að fjöldi þeirra sé þegar fluttur úr landi eða annað verra og því ekki lengur taldir með í heildarfjöldanum.
Frá því í mars 2008 hef ég gert mér nokkuð skýra grein fyrir hvað er í gangi, og því miður hafa spár mínar ræst, og því miður á meira afgerandi hátt en ég nokkurn tíma gerði ráð fyrir.
Það er þörf á þjóðstjórn sem hefur almannaheill að leiðarljósi, en ekki einhverjar annarlegar stjórnmálaskoðanir sem snúast um hvernig eigi að skattleggja og deila þverrandi auð þjóðarinnar.
Hrannar Baldursson, 28.12.2009 kl. 09:57
Hrannar, það er ekki nóg að við sjáum þörfina á þjóðstjórn. Alþingismenn þurfa að sjá hana og framkvæma samkvæmt því og setja þá þörf framar öðru. Hvort sem okkur líkar betur eða verr búum við við fulltrúalýðræði en ekki beint lýðræði.
Kama Sutra, Sigurður, Brjánn og Helga. Af þeim sem taldir hafa verið upp sem mögulegir sterkir leiðtogar líst mér best á Pál Skúlason, en leiðtogi verður því aðeins sterkur að mjög margir hafi trú á honum.
Sæmundur Bjarnason, 28.12.2009 kl. 10:45
Hrannar Baldursson.
Enginn á nokkurn skapaðan hlut fyrr en hann er búinn að greiða hann að fullu og það á að sjálfsögðu einnig við um íbúðir og bíla.
Það er beinlínis heimskulegt að kaupa einkabíl á afborgunum, hvað þá á sjö árum, og kaupa þannig einn bíl fyrir andvirði tveggja.
Þúsundir Íslendinga hafa á undanförnum áratugum flutt frá Íslandi til annarra landa, til að mynda Norðurlandanna, ásamt fjölskyldum sínum. Hér starfa þúsundir útlendinga, til dæmis við fiskvinnslu og ræstingar, og höfðu vit á að kaupa ekki bíla á afborgunum.
Föðurbróðir minn flutti til Svíþjóðar fyrir nokkrum áratugum, þegar hér var samdráttur í efnahagslífinu, og settist þar að ásamt fjölskyldu sinni. Þau fluttu ekki aftur til Íslands en hafa aldrei vælt yfir því eins og stungnir grísir.
Og fjöldi fólks úr fjölskyldunni hefur flutt til Noregs og Spánar á síðustu áratugum án þess að væla yfir því hér á Netinu eða annars staðar.
Þeir sem hafa leigt hér íbúðir, jafnvel í marga áratugi, eiga ekkert í íbúðunum og væla ekkert yfir því. Þar af leiðandi er einnig algjörlega ástæðulaust að væla yfir því að eiga ekki íbúð sem hefur verið "keypt" á pappírunum þegar enginn á nokkurn skapaðan hlut fyrr en allar afborganir hafa verið greiddar.
Og þeir sem verða gjaldþrota flytja að sjálfsögðu í leiguíbúðir, sem er jafnvel mun ódýrara fyrir þá að búa í en íbúðum sem þeir hafa "átt" á pappírunum. Leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið og húsaleiga lækkað mikið frá því í fyrrahaust.
Aldrei var innistæða fyrir tvöföldun á verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á fjórum árum til 2008 og húsaleiga hækkaði jafn mikið í kjölfarið, sem var hið versta mál fyrir þá sem lægstar höfðu tekjurnar.
Og húsaleigubætur hækkuðu ekki frá árinu 2000 til 1. apríl í fyrra, þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra.
Húsaleigubætur hækka
Þorsteinn Briem, 28.12.2009 kl. 11:16
Samfylkingin hefur sundrað þjóðinni með þvergirðingshætti og þvingunum til að koma sínum rétttrúnaði að með ESB og ICESAVE þrælasamningunum !
Það er óbætanlegt og á versta tíma fyrir þjóðina.
Hafi það lið allt saman ævarandi skömm fyrir
Gunnlaugur I., 28.12.2009 kl. 22:46
I er mikill idíót,
ógeðslegt er flest hans dót,
úr ljótum kjafti lekur fljót,
larfur er hann, hausinn grjót.
Þorsteinn Briem, 28.12.2009 kl. 23:16
Steini Briem í stuði er
sterkum kastar ljóðum.
Ekki þó er úthýst hér
einum svona góðum.
Sæmundur Bjarnason, 28.12.2009 kl. 23:33
Þið eruð nú meiri kallarnir...
Kama Sutra, 28.12.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.