902 - Skák og mát

Nýlokiđ er í London gríđarlega sterku skákmóti. Auđvitađ var ţađ Magnús Carlsen sem sigrađi á mótinu. Hann er norskur og okkur Íslendingum ađ góđu kunnur. Stigahćstur skákmanna í heiminum og alls ekki lítill lengur. Á ţessu móti tefldu međal annarra Englendingarnir Luke McShane og Nigel Short. Sín á milli tefldu ţeir óralanga skák. Hún varđ heilir 163 leikir og ţá loksins náđi McShane ađ vinna. 

Lengsta skák sem vitađ er um var tefld áriđ 1989 og var heilir 269 leikir. Ţađ voru Ivan Nikolic og Goran Arsovic sem ţar leiddu saman hesta sína. Sú skák endađi reyndar međ jafntefli.

Lengsta skák sem lokiđ hefur međ sigri var tefld fyrir tveimur árum og ţađ var Alexandra Kosteniuk núverandi heimsmeistari kvenna sem sigrađi Laurent Fressinet í 237 leikjum. Sú skák hefđi raunar átt ađ enda í jafntefli ţví í síđustu 116 leikjunum var hvorki leikiđ peđi né mađur drepinn svo 50 leikja reglan svokallađa hefđi átt ađ valda ţví ađ hćgt vćri ađ krefjast jafnteflis.

Talibanar eru ekki hátt skrifađir um ţessar mundir. Eru ţó ýmist studdir af Rússum eđa Bandaríkjamönnum. Ţegar ţeir eru ekki ađ sprengja ómetanlegar styttur í loft upp er sagt ađ ţeir séu annađ hvort ađ berja konurnar sínar eđa rćkta eiturlyf til ađ selja saklausum börnum á Vesturlöndum. 

Sem titrandi talibani.
tauta ég ţakkargjörđ.
Rússneskur kall eđa kani
kaupir mín lambaspörđ.

Einu sinni var ég alveg „húkkt" á Formúlu eitt og ađalátrúnađargođ mitt ţar var ađ sjálfsögđu Michael Schumacher. Ég byrjađi ađ horfa á Formúluna ţegar hann keyrđi í fyrsta sinn fyrir Ferrari, ţá tvöfaldur heimsmeistari. Auđvitađ átti hann svolítiđ erfitt uppdráttar í fyrstu, en fljótlega fór hann ađ láta finna fyrir sér. Nú er sagt ađ hann ćtli ađ byrja aftur. Ţađ líst mér illa á. Samt getur allt skeđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

'Ég hélt alltaf međ ţeim finnska,Haakeninen, fyrirgefđu man ekki hvernig ţađ er skrifađ,en heitir áhugamenn skilja hvern átt er viđ.       Nýasta afurđ Íslendinga til útflutnings,gćtu orđiđ lambaspörđ.

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Hann heitir Hakkinen (tvćr kommur yfir a-iđ finn ég ekki á lyklaborđinu) og eitt sinn ţegar hann var heimsmeistari var annar finni sem Makkinen hét heimsmeistari í rallakstri. Ţegar Hakkinen var uppá sitt besta var máltćkinu frćga breytt og sagt: "To win a race you have to be finnish" (ekki to finish eins og áđur var).

Sćmundur Bjarnason, 21.12.2009 kl. 01:05

3 identicon

ä ţađ er e á finnsku, er pílan fyrir neđan (Caps Lock) og síđan punktarnir 2, efst lengst til vinsti. Er ég búinn ađ flćkja ţetta um of? Häkkinen, Mäkkinen o.s.f.

Eingöngu til ađ létta ţér lífiđ.

Ólafur Sveinsson 21.12.2009 kl. 08:03

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk Ólafur. Ţetta er eflaust rétt hjá ţér. Gallinn er bara sá ađ menn eru međ mismunandi lyklaborđ og tölvurnar settar upp á mismunandi hátt. Ţađ er líka svo sjaldan sem mađur ţarf ađ nota svona lagađ og mér er eiginlega sama hvort skrifađ er Hakkinen eđa eitthvađ annađ.

Sćmundur Bjarnason, 21.12.2009 kl. 11:36

5 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Nú geta Íslendingar ekkert lengur í skák miđađ viđ ţađ sem áđur var. Gullöldin er liđin og ekki er hćgt ađ skapa ađra slíka međ einhverju ''átaki''. Skákáhugi ţjóđarinnar er líka miklu minni en hann var.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 21.12.2009 kl. 13:56

6 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ólafur, nú er ég búinn ađ fatta ţetta Häkkinen og Mäkkinen mál. Passa bara ađ setja puktana á undan a-inu. Shift-takkann sem ţú talar um notar mađur líka (međ enter) til ađ fá ekki auđa línu milli ljóđlína í vísum (ţađ er ađ segja í Moggabloggs-ritlinum)

Sigurđur. Fjölmiđlar á Íslandi eru nánast alveg hćttir ađ fjalla um skák. Áhuginn er ekkert endilega minni. Ţjóđum sem stunda skák ađ einhverju marki hefur líka fjölgađ mikiđ.

Sćmundur Bjarnason, 21.12.2009 kl. 16:36

7 identicon

Var alltaf jafn undrandi á línu bilinu milli ljóđlínanna. Veit betur nćst.

Ólafur Sveinsson 21.12.2009 kl. 22:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband