17.12.2009 | 00:17
898 - Heimskuleg fyrirsögn
Einhver heimskulegasta fyrirsögn allra tíma blasti við þeim sem börðu DV augum í morgun. Þar stóð með flennistóru stríðsletri: Prestur flýr land". Í mínum augum eru prestar ekki vitund merkilegri en aðrir og ef einhverjir kjósa að flýja land sé ég ekki af hverju prestar ættu að vera undanþegnir því. Las reyndar ekki greinina sem líklega hefur fylgt þessu svo hugsanlega hefur ritstjórinn einhverja afsökun fyrir vitleysunni.
Þegar rætt er um heimspekileg og trúarleg efni hér á Moggablogginu verður helst að hafa umræðuna þannig að allir geti skilið. Áberandi er að fræðimenn á þessu sviði verða oft svo illskiljanlegir að enginn nennir að lesa það sem þeir skrifa nema þá helst aðrir fræðimenn á sama sviði. Ætla að minnast hér á þrjá menn sem fást talsvert við að rökræða trúarleg efni, án þess þó að vera um of fræðilegir, og hvernig þeir koma mér fyrir sjónir. Auk þess að hafa gaman af trúarlegum pælingum eru þeir svo skrítnir að þeir lesa þetta blogg mitt reglulega og kommenta þar oft.
DoctorE er öfgafullur efahyggjumaður. Búið er að úthýsa honum af Moggablogginu en þann lætur það ekki á sig fá. Kannski er hann bara feginn. Bloggar af miklum krafti á eigin vefsíðu og setur þar gjarnan videómyndir eða linka í þær. Myndirnar fjalla einkum um trúarleg efni og augljóst er að Doksi fylgist vel með erlendri umræðu um hugðarefni sín. Kommentar miklu sjaldnar núorðið en áður var.
Kristinn Theodórsson er leitandi efahyggjumaður. Hefur gaman af rökræðum og að skilgreina umræður og fullyrðingar, bæði sínar og annarra.
Sigurður Þór Guðjónsson er svolítið stríðinn og það er stundum erfitt að átta sig á honum á þessu sviði. Slær stundum fram fullyrðingum sem líta fáránlega út á yfirborðinu en hann er samt tilbúinn að rökræða þær. Er fátt heilagt nema þá helst kötturinn Mali.
Ómar Ragnarsson lýsti því ágætlega á sínu bloggi um daginn hvernig menn glúpnuðu gjarnan fyrir Davíð Oddsyni á sínum tíma þó þeir væru sendir til að tala hann til. Merkilegast þótti mér þó alltaf hvernig Hreinn Loftsson gafst upp fyrir honum án þess að sjá hann. Talaði digurbarkalega í samtali við útvarpið um kvöldið þegar hann var að leggja af stað frá London en þegar heim kom var ekki á honum að heyra að neitt væri að. Þetta var um það leyti sem bolludagsræðan fræga var flutt. Hreinn vildi meina að Jón Ásgeir hefði ekki verið að biðja sig að múta forsætisráðherranum. Mútumálið sjálft og afdrif þess er svo efni í langa grein.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mali ER mikill!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2009 kl. 00:30
Siðlaus þjóð í skuldahlekki
sett var vegna afbrota.
Ef allir flýja og borga ekki
er Guð þá gerður gjaldþrota?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.12.2009 kl. 03:43
Guddi orðinn gjaldþrota!
Guð minn almáttugur!!
Vegna Icesave afbrota
alveg mátulegur.
Sæmundur Bjarnason, 17.12.2009 kl. 04:07
Mér finnst alltaf jafn brjálæðislega fyndið að "rökræða" um trú.
Trú er samkvæmt orðsins hljóðan eitthvað sem maður "trúir" á, en ekki eitthvað sem ER.
Þ.a.l. eru engin rök fyrir því að rökræða trú!
Ég hef rosalega gaman af því að spjalla um alls konar trú og trúarbrögð, en ég get ekki "rökrætt" það frekar ilm, smekk, draum eða hugsun.
Eygló, 17.12.2009 kl. 04:28
Mér finnst vel hægt að rökræða um trúarleg efni, en umræðan fer gjarnan um víðan völl því upplifun manna af því hvað er trú er svo misjöfn. Mér finnst fyndið að hafa eina ríkistrú og þylja trúarjátningu þar sem ekki má hnika neinu.
Sæmundur Bjarnason, 17.12.2009 kl. 05:08
Auðvitað er hægt að rökræða um trú. Þau dæmi sem Eygló velur eru ekki heppileg. þau heyra undir smekk manna, trúarhugmyndir er oft hægt að hrekja með gilldum rökum, sýna fram á óraunræna fjarstæðu hennar, ekki síst í kristindómnum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2009 kl. 05:36
Undarlegur er sá kór,
engu trúir Siggi Þór,
ekki heldur Mali mjór,
en makalausi E hann fór.
Þorsteinn Briem, 17.12.2009 kl. 07:23
Það er bara svo assgoti leiðinlegt að ræða um trúmál.
Tölum frekar um sæta stráka.
Kama Sutra, 17.12.2009 kl. 09:10
Það er náttúrulega skrítið að prestlingurinn flýji fátæktina sem er að koma upp á klakanum, fátækt er jú það sem Guddi fílar einna best.. mar er ekkert sérstaklega hissa á prestlingnum, því umboðsmenn galdrakarlsins virðast að mestu undanþegnir lögum og reglum bókarinnar... þetta er kannski ekki svo skrítið því prestar ættu að vita það einna best að bókin þeirra er ein stór lygasaga... en gefur samt aura í vasann.... svona ef menn eru sæmilega siðlausir og brynjaðir fyrir tilfinningum annarra, þá er rosalega gott að ganga bara um með væmnis bros og segja fólki að master of the universe elski það í tætlur ef það elskar hann fyrst... að ástvinur sem er fallinn frá sé í góðum fíling með Sússa.
Maður nennir ekki að velta sér um í einhverju gervifræðinga hjali, trúarbrögð eru 100% gerviplat þannig að það hefur ekki mikið upp á sig að nota flókin og sjaldgæf orð í trúarsamræðum, það mun bara hljóma eins og ómálga börn... að tala um afstæðiskenningu... smá sætt en púra þvæla.
Auðvitað var mér úthýst af þessu bloggi, sjálfstæðisflokkurinn er ekki par hrifin af því þegar menn koma fram og segja sannleikann... og algerlega ókeypis að auki :)
Ég gæti best trúað því að sjáandinn ógurlegi sem var notaður sem átylla til að reka mig af blogginu sé einmitt sjálfstæðismaður sem ætlar sér í útrás með sín jarðskjálftaheldu hús..
DoctorE 17.12.2009 kl. 09:27
Sammála því Sæmundur; - trúarleg efni og söguleg umfjöllunarefni! Ekki "TRÚ" (best að láta fylgja: "ÉG get ekki skilið að hægt sé að rökræða huglæg efni") Fólk lætur sig stundum dreyma um að rökræða um "fegurð" eða "gæði" í e-m myndum. Það getur vel verið hægt, en ÉG skil það ekki!
Einmitt hérna spjöllum við um trúmál (rökræðum?) Hver hefur sína afstöðu. Einhver réttari en önnur?
Það er ekki óalgengt að fólki sé úthýst eða smánað fyrir viðhorf (skoðanir?)
Er hægð að hafa "ranga skoðun"? Jú, það er auðvelt að hafa rangt fyrir sér/fara með rangt mál, varðandi mál sem hafa "rök", en tæpast skoðun? Ég lít á trú sem skoðun, sem ógerningur er að færa rök fyrir eða verja nema frá eigin tilfinningu og hjartalagi.
Hverjir treysta sér til að rökræða, af eða á, hvort Nýja Jerúsalem muni slaka niður frá himnum, í heilu lagi og með sín gulli lögð stræti? Ekki ég?
Eigum við að rökræða það eitthvað?
Ég gæti t.d. alveg hugsað mér að skilja það sem Sig.Þ.Guð býr yfir. Ég finn mig fávísari með hverri athugasemdinni. Kannski vefst íslenskt mál svona fyrir mér, en ég get alveg séð "smekk" og "trú" á nálægum greinum.
T.d. hef ég ekki smekk fyrir íslam og ekki nema að litlu leyti fyrir öðrum trúarbrögðum.
Eygló, 17.12.2009 kl. 12:58
Uhh sá sem hefur ekki smekk fyrir íslam getur varla haft smekk fyrir kristni.. þetta er svo til sama þvælan.. helsti munurinn er kannski sá að Mummi fór á hestbaki á galdrahestinum sínum til hans Gudda... Sússi fór hestslaus.
Ef kristnir héldu ekki svo rosalega fast í að Sússi sé Guddi og Guddi Sússi, þá væru þeir í faðmlögum við krissa víðast hvar.
Menn geta verið að lesa kóran en talið sig vera að lesa biblíu.. og visa versa... keimlíkar bækur.
Auðvitað er hreinasta vitleysa að reyna að rökræða við menn sem telja að Batman sé raunverulegur.. betra að reyna að finna eitthvað gott geðlyf ofan í þetta lið allt saman.... Það síðasta sem á að gera er að stofna Geimgaldrakarlsstofnun ríkisins, borga mönnum milljón eða meira á mánuði fyrir að ljúga ofan í þjóðina að einhver galdrakarl sé mál málanna...
Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar menn taka upp einhverja geðsjúkdóma og gera þá að hornsteini landa.. og ég veit ekki hvað og hvað.
DoctorE 17.12.2009 kl. 14:01
Nokkurn veginn það sem ég vildi sagt hafa DoktorE / "hreinasta vitleysa að reyna að rökræða við menn sem telja að Batman sé raunverulegur"
Ég þyrði þó ekki að sverja að hann væri ekki raunverulegur - þess vegna rökræði ég það ekki. Hann þykir þó víst skemmtilegur, í bíó allavega : )
Eygló, 17.12.2009 kl. 14:36
Maður má sem sagt búast við fyrirsögninni "Trúleysingi flytur norður!" vegna búferlaflutninga minna. Jafnvel: "Leikmyndahönnuður yfirgefur borgina!"
Þetta er orðið alveg spinnegal.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2009 kl. 14:50
Einu sinni var fyrirsögn í Morgunblaðinu "Svertingi á Austurlandi". Það er víst dálítið langt síðan það var.
Takk öll fyrir góðar umræður. Má ekki vera að því að taka þátt núna og heldur ekki að svara vísunni hans Steina, sem er ágæt.
Tók eftir því að DoctorE talar á einum stað um 100% gerviplat. Vísindalega séð er það náttúrlega ekta. Annars er þetta nú bara aumlegur útúrsnúningur.
Meira seinna vonandi.
Sæmundur Bjarnason, 17.12.2009 kl. 15:32
Alltaf rím í runu
rennur stíft í bunu
frá honum Steina stunu
stynjandi með Unu.
Sæmundur Bjarnason, 17.12.2009 kl. 16:41
Eða "aðkomumaður fremur rán"......
Síðast sort af svona "blaðurviðtal" - að láta prest vella út úr sér svona "viðtali" sem innifelur ásakanir og fordóma á hina og þessa í samfélaginu sem hann er að yfirgefa - væri ekki nær að "fara í guðs friði"...
....sérstaklega þar sem maðurinn er sérmenntaður - með háskólapróf í hógværð, sáttfýsi, fyrirgefningu o fl.........
Kristinn Pétursson, 17.12.2009 kl. 16:43
Ástæðan fyrir því að ég get rökstutt staðhæfingar mínar um trúmál, sem líta kannski einkennilega út og eins og þær séu hálf alvörlausar, er sú að þær byggjast á minni eigin hugusun en ekki blindum trúarjátningum eða frösum.
Mér er ýmislegt heilagt svo sem: viðkvæmni mannlífsins, sannleikur, réttlæti, mannúð, heiðarleiki til orðs og æðis margt fleira.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2009 kl. 17:15
sá téða forsíðu DV á vef þess blaðs. ekki er bara asnalegt hvernig fréttinni af prestinum er slegið upp sem dómsdagsfrétt heldur ekki síst hvernig aðrar og mun áhugaverðari fréttir, að mínu mati, sjást aðeins líttilega í jaðri forsíðunnar.
þá er ég að tala um fyrirsagnirnar; „Landsbankinn krafinn svara um Jón Gerald“ og „Samtal við Bjarna birt.“
semsagt fréttir af hugsanlegum ormagryfjum minna metnar en stórfréttin af hinum sjálfskipaða umboðsmanni almættisins og einkapirrings hans.
Brjánn Guðjónsson, 17.12.2009 kl. 19:26
Nýju trúarbrögðin birtast kannski í Kaupmannahöfn þessa daganan. Nú eru það loftslags-afneitarar sem bera ábyrgð á öllum vandamálum. Hið nýja evangelíum sem boðað er byggist á gróðurhúsaáhrifum.
Sæmundur Bjarnason, 17.12.2009 kl. 19:34
Halló! (Var að baka pönsur) ,skemmtileg síða, þarf endilega að nefna,að frú Vigdís fyrrverandi forseti,sagði í sjónvarps viðtali í gær(eða hinn) að Íslendingar væru ekki orðnir heimsborgarar,því þeir kunni ekki að rökræða,fara alltaf að rífast ef þeir eru ekki sammála. Þessi síða er þá nokkuð heimsborgaraleg,eins og ég skil hana.
Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2009 kl. 00:04
Takk Helga.
Þegar menn skeggræða getur það ýmist verið rökræða eða kappræða en umfram allt vilja þeir græða.
Þetta væri líklega hægt að gera að vísu.
Sæmundur Bjarnason, 18.12.2009 kl. 00:49
ÆI já,var að sjá þetta núna, vísu!! prufa (prufum) er að jafna mig eftir tarnirnar 8-9 tíma hvern dag í yfirsetu.(-:
Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2009 kl. 23:23
Víst eru prestar merkis menn,
misgóð predikanna gæði.
Sá flúni kemur aftur senn,
sér´ann á því meira græði.
Undarleg er vor rulla
í þessu jarðlífi;
annaðhvot er það drulla
eða harðlífi. þessa kanntu nú mr. Sæmundur.
Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2009 kl. 03:34
Takk Helga. Ágæt vísa og ég kannast við harðlífiisvísuna.
Í skeggræðum skína manns lestir.
Skyldu þeir rökræða senn.
Við kappræður kætast þó flestir
og klárlega græða þá menn.
Sæmundur Bjarnason, 20.12.2009 kl. 05:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.