16.12.2009 | 00:09
897 - Vísnablogg
Er bloggið mitt að breytast í vísnablogg? Kannski. Það er skárra en að það verði pólitískt blogg eða rakið fréttablogg. Verst að maður ræður ekki allskostar hvernig vísurnar verða sem maður setur saman. Vísur eiga vel heima í athugasemdum þykir mér. Vel má líka nota þær í bloggin sjálf. Einkum ef þær eru sæmilegar.
Gísli Ásgeirssson gerir þetta oft ágætlega í sínu bloggi og hann er þar að auki bæði fjölfróður og fyndinn. Hefur einnig ágætis tök á limrum sem ég hef næstum aldrei getað sett saman. Sömuleiðis eru blogg Páls bróður hans þannig að helst ekki má missa af þeim. Stundum er samt erfitt að fylgja honum eftir því hann bloggar hér og þar. Síðast þegar ég vissi var hann á Eyjunni en þar áður í húsmennsku hjá Gísla bróður sínum.
Mér leiðast Icesave-umræður. Pældi samt í gegnum umræður um það efni sem Emil Hannes fór af stað með. Er sammála honum um að siðferðislega er ekki hægt annað en samþykkja að greiða þetta. Lagakróka og þessháttar er hægt að nota í báðar áttir. Pólitískir flokkar ráða of miklu um afstöðu fólks í þessu máli og útlendingahatrið er alltof áberandi.
Íslendingaval minnir mig að atkvæðagreiðslan um Icesave sé kölluð á Eyjunni. Þetta er markverð tilraun og verður Eyjunni eflaust til álitsauka ef vel tekst til. Hugsa að ég taki samt ekki þátt. Finnst málefnið ekki henta nógu vel.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Engar athugasemdir. Íslendingaval er út í hött, eins og mál standa í dag.
Ólafur Sveinsson 16.12.2009 kl. 09:05
Um það veit ég ekki neitt
Á þó ekki á því von
að Sæmi bloggi útí eitt
eins og Jónas kristjánsson
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.12.2009 kl. 09:26
Þótt mörgum sé í hamsi heitt
og hengja vilji álf og strump
Á mér bítur ekki neitt
Indefence er bara prump
p.s til glöggvunar þá hefur Jóhönnu verið líkt við álf og Steingrími við
strump :)
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.12.2009 kl. 12:13
Allt er nú sem orðið nýtt,
Icesave, Moggi og Dabbi.
Á Eyju skal nú öllu hlýtt
í óttalegu kvabbi.
Sæmundur Bjarnason, 16.12.2009 kl. 14:42
Alltaf upplífgandi að kíkja á bloggið þitt Sæmi. Þjóðaratkvæðagreiðsla er jákvæð svo framarlega sem skiljanleg og sanngjörn rök fylgja atkvæðagreiðslunni. Ef fólk getur ekki rökstutt atkvæðið sitt á réttlátan og málefnanlegan hátt er líklegt að áróður og upplýsinga-skortur hafi haft áhrif á viðkomandi.
Atkvæðagreiðslu fylgir ábyrgð. Þessu höfum við Eyjaskeggjar alltof oft gleymt.
Haltu endilega áfram með vísurnar á blogginu
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.12.2009 kl. 15:14
Flottir þessir tveir linkar í færslunni. Mér finnst ég eiga pínulítið í þeim...
Kama Sutra, 16.12.2009 kl. 18:36
Svo þú vitir af því félagi, þá vísa ég í þessa síðustu færslu þína vegna ICESAVE málsins.
Hrannar Baldursson, 16.12.2009 kl. 18:40
Takk Hrannar. Mér dettur ekki í hug að halda að þetta mál sé einfalt. Heimspekilegar hugleiðingar hagga samt ekki sannfæringu minni um þetta. Viðurkenni samt að hún byggist ekki bara á siðfræði heldur einnig að einhverju leyti á þeim pólitíska veruleika sem ríkir hér á Íslandi.
Sæmundur Bjarnason, 16.12.2009 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.