15.12.2009 | 00:04
896 - Baugur, Ingibjörg Sólrún og Davíð
Sumir reyna alltaf að búa til grýlur og átök. Vinsælt er að stilla Davíð upp gegn Baugsveldinu svokallaða, Ingibjörgu Sólrúnu eða Jóni Ásgeiri. Margt er skrýtið í þeim átökum en allar þær persónur sem nefndar voru fara líklega fljótlega úr opinberri umræðu. Vel fer á því þó sumir bloggspekingar hafi þá minna um að skrifa en áður. Satt að segja leiðast mér þau öll. Nóg annað er um að tala.
Það er stórkostlegt ábyrgðarleysi að borga skuldir sínar eins og Bjarni Ármannsson hefur réttilega bent á. Fæstir vilja þó viðurkenna það og auðvitað er betra en að sýna svona ábyrgðarleysi að loka sig bara inni í skel sinni og hrækja í allar áttir. Vondir útlendingar vilja hvort eð er bara ná af okkur auðlindunum og öðru þessháttar auk þess að klekkja á forréttindaklíkunum sem hafa reynst okkur Íslendingum svo vel.
Allir vita að íslenskt þjóðlíf er gegnsýrt af spillingu. Enginn vill samt ræða um það og yfirleitt er til dæmis bara rætt um þær kannanir sem koma sér vel fyrir okkur. Samkvæmt þeim er auðvitað engin spilling hér. Hún er samt bara öðruvísi en víðast annars staðar. Hér þekkja allir alla og klíkur af öllu tagi vaða uppi og stjórna landinu og því sem stjórna þarf. Við erum orðin svo samdauna þessu ástandi að okkur finnst það bara eðlilegt.
Íslensk þjóðareinkenni þurfa að batna. Annars er bankahrunið til einskis. Ef við lærum ekki að haga okkur betur er Íslendingum engin vorkunn að lenda undir stjórn annarra. Hannes Hólmsteinn sjálfur hefur sagt að hrunið hefði komið fyrr ef Seðlabankinn hefði hagað sér eins og maður - ja, eða bara eins og seðlabanki. Svo er fyrir að þakka að hrunið kom þó. Ef það hefði komið seinna hefði það orðið enn verra og ef það væri ókomið enn væri heimsendir í nánd.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Vel mælt, Sæmundur greinagóði
Ólafur Sveinsson 15.12.2009 kl. 12:11
Takk, Ólafur. Á samt dálítið erfitt með að átta mig á þér. Var svolítið foj yfir vísunni sem þú tilfærðir í síðasta bloggi. Var hún annars ekki frá þér? Ég tók hana nefnilega til mín. Tek hana samt ekki þannig að þú sért eitthvað að ljóða á mig, því mér sýnist að hún sé ekki eftir þig.
Sæmundur Bjarnason, 15.12.2009 kl. 18:54
Vísan var ekki ljóðuð til þín. Þar sem mér finnst þú með skemmtilegri bloggurum og mæli með þér við alla sem ég umgengst, máttu alls ekki verða foj, þá verð ég foj. Vísan er í rauninni eftir Jón Jónsson.
Ólafur Sveinsson 15.12.2009 kl. 21:07
ókey, Ólafur. Svo maður noti nú þetta ástkæra ylhýra. Fyrirgefðu lætin. Hver var annars þessi Jón Jónsson? Vísan er ágæt.
Sæmundur Bjarnason, 15.12.2009 kl. 21:35
Jón blindi Jónsson úr Breiðdal, ættaðan frá Minni Ökrum í Skagafirði. Hann gerði nokkra sveitarbragi um ábúendur í Breiðdal 1884. Þessi gæti veriðum þig?
Dánumaður dugnað sinn
og dyggðir margsýnt hefur,
góðviljaður gestrisinn
greiðahraður velmetinn.
Ólafur Sveinsson 15.12.2009 kl. 22:23
Víst er Sæmi greinagóður
og greindarlegt er bloggið hans
ekki skemmir andlegt fóður
á leið okkar til andskotans
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.12.2009 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.