14.12.2009 | 00:31
895 - Gönguferðir
Skömmu fyrir síðustu aldamót stundaði ég gönguferðir grimmt. Eitt sinn fórum við allmörg í gönguferð frá Hvítársskála við Hvítárvatn til Hveravalla. Gist var í skálunum við Þverbrekknamúla og í Þjófadölum. Margt er minnisstætt úr þessari ferð og um daginn fann ég vísu á bréfsnifsi sem ég hef líklega samið þá. Kann samt að vera eftir einhvern annan úr hópnum. Frá þessum tíma og ferð um þessar slóðir er hún þó örugglega. Svona er hún:
Í Þjófadali þreyttir slaga
þrettán útilegumenn.
Með tómar flöskur, tóma maga
og tómir verða pokar senn.
Í gestabókina í skálanum við Þverbrekknamúla minnir mig að hafi verið settur einhver samsetningur um sérsamband sauðaþjófa og þessi vísa kann að standa í einhverju sambandi við það.
Í minningunni eru merkustu ferðirnar í þessari göngudellu minni einkum fimm. Það er að segja tvær eftir Laugaveginum milli Landmannalauga og Þórsmerkur, tvær frá Hvítárvatni til Hveravalla og ein um Hornstrandir þar sem lagt var af stað í botni Hrafnsfjarðar og farið yfir í Furufjörð og þaðan sem leið liggur norður í Hornvík og síðan í Hlöðuvík og Kjaransvík og yfir fjallið til Hesteyrar, en þangað sótti Fagranesið okkur.
Nokkrum sinnum hef ég líka gengið milli Reykjavíkur og Hveragerðis en það telst nú varla til stórafreka. Þreyttur var ég þó eftir þær ferðir enda voru þær allar farnar eftir síðustu aldamót. Eitt sinn man ég að ég ætlaði mér að ganga þar á milli á hverju ári en síðustu árin hefur það farist fyrir.
Ég er svolítið hugsi yfir sumum kommentunum sem ég fæ. Svo virðist vera að einhverjir álíti mig hægri sinnaðan og andvígan ríkisstjórninni. Mér finnst ég vera:
Meðmæltur því að Icesave ríkisábyrgðin verði samþykkt eins og nú er komið sögu og ég veit best. Hjá því verður einfaldlega ekki komist.
Meðmæltur ríkisstjórninni sem nú situr. Hún gæti verið betri en er skárri en flest annað sem hugsanlega er í boði.
Meðmæltur inngöngu í ESB.
Margt má um þetta segja og vissulega skiptir þetta meira máli en einhverjir flokksstimplar. Auðvitað hef ég orðið fyrir áhrifum úr ýmsum áttum og einu sinni kaus ég meira að segja Framsóknarflokkinn. Það var þó bara einu sinni og hefur áreiðanlega verið vegna áhrifa frá Samvinnuskólanum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú virðist vera skynsamur maður.
Passaðu bara að þú kjósir ekki Framsókn aftur.
Gísli 14.12.2009 kl. 01:32
Alveg sammála Gísla.
Þú átt nú samt skilið að fara í skammarkrókinn í smástund fyrir að hafa kosið Framsókn. En batnandi mönnum er best að lifa.
Kama Sutra, 14.12.2009 kl. 01:44
Gísli og Kama Sutra. Hvað sem um kosningahegðun mína má segja þá hef ég þó aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn. Þar innanborðs eru samt öfl sem ég hef talsverða samúð með.
Sæmundur Bjarnason, 14.12.2009 kl. 01:49
Léttstígur um gróinn stekk
stikar áfram niðursokkinn
Sæmundur sem gékk og gékk
gékk þó ekki í Bændaflokkinn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.12.2009 kl. 08:46
Niður sökk í næsta blogg
nefnilega móður.
Einhver var að ybba gogg
afskaplega fróður.
Sæmundur Bjarnason, 14.12.2009 kl. 09:51
Marga galla má hér sjá
mærðar lalla um vefinn
amar kalli elli grá,
illa falla stefin.
(Jón Jónsson )
Ólafur Sveinsson 14.12.2009 kl. 18:41
Skringilegt þykir mér að sjá að þú skulir setja samhengi milli þess að þú hafi einhvern tíma kosið Framsóknarflokkinn og að þú hafir verið í Samvinnuskólanum. Þar var ég fyrst nemandi en síðar kennari og rekur ekki minni til þess að framsókn hafi verið þar ofar á blaði en aðrir stjórnmálaflokkar. Man tam. eftir kosningum innan bekkjar míns annan hvorn veturinn þar sem sjálfstæðisflokkurinn kom með hæstan hlut.
Sjálfur hef ég einhvern tíma kosið alla flokka sem hafa verið í framboði oftar en einu sinni nema krata -- þá hef ég aldrei kosið og mun seint gera með sama áframhaldi.
Sigurður Hreiðar, 15.12.2009 kl. 11:45
Sigurður, tengingin milli Samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins er þekkt og ekki endilega nein ímyndun. Ég er samt alls ekki að deila á skólann. Stefna stjórnmálaflokkanna sveiflast til og manns eigið álit einnig.
Sæmundur Bjarnason, 15.12.2009 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.