13.12.2009 | 00:03
894 - Jarðfræði
Sunnudaginn 23. október árið 4004 fyrir Krists burð skapaði Guð jörðina. Þetta reiknaði írski biskupinn Ussher út um 1650 og margir trúðu þessu eins og nýju neti. Í almanaki hins íslenska þjóðvinafélags frá 1911 er sagt: Á þessu ári teljast liðin vera frá sköpun veraldar 5878 ár.
Fremstu vísindamenn trúðu þessu þó ekki alveg. Darwin sjálfur taldi í bók sinni um uppruna tegundanna að meira en 300 milljón ár væru liðin frá frá síðari hluta miðlífsaldar. Lord Kelvin reiknaði hinsvegar út að miðað við þykkt jarðskorpunnar gæti hún ekki verið eldri en svona 40 milljón ára. Þetta líkaði Darwin illa en gat ekki að gert. Í skjóli sjálfs Newtons var eðlisfræðin nánast jafn ósnertanleg og kristin kirkja.
Nóbelsverðlaunahafinn Ernest Rutherford leysti gátuna með því að sýna fram á að geislun ylli varmamyndun í iðrum jarðar. Þar með gæti jarðskorpan verið miklu eldri en áður var talið.
Þjóðverjinn Alfred Wegener kom með þá kenningu að meginlöndin væru á reki hvert frá öðru og studdi hana ágætum rökum. Gat þó ekki sýnt fram á hvaða kraftar það væru sem færðu meginlöndin til. Seinna var þó sýnt fram á að það mundu vera iðustraumar í jarðmöttlinum.
Ekki gekk landrekskenningin fyllilega upp fyrr en henni var breytt lítillega þannig að meginlöndin væru á flekum sem sumsstaðar nudduðust saman og framkölluðu þannig jarðskjálfta. Annarsstaðar, eins og til dæmis á Íslandi, færðust þeir hinsvegar hver frá öðrum og þar ætti eldur úr iðrum jarðar greiðari útgang en annarsstaðar.
Talið er að á um það bil 26 milljón ára fresti fari sólkerfið í gegnum loftsteinabelti eitt mikið og stundum lendi stórir loftsteinar á jörðinni og hafi mikil áhrif á líf og þróun þar. Til dæmis hefur hvarf risaeðlanna fyrir 65 milljónum ára verið útskýrt með því. Í þróunarsögu lífsins á jörðinni virðast álíka rof hafa orðið oftar.
Það sem hér hefur verið sagt er mjög stuttaraleg endursögn á merkri grein eftir Sigurð Steinþórsson sem hann nefnir Heimsmynd jarðfræði í hundrað ár" og var gefin út árið 1994 í bókinni Tilraunir handa Þorsteini". Þar er átt við Þorstein Gylfason prófessor í heimspeki sem fæddist árið 1942 og dó árið 2005.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Vekur oss til vitundar
á viskunni er ekkert lát
Heimsspekin hans Sæmundar
heimaskíts mig gerði mát
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.12.2009 kl. 00:38
Lætur mér nú lof í té
Laxdalinn í fáti.
Þó heimspekinnar helgu vé
heimaskíts þá máti.
Sæmundur Bjarnason, 13.12.2009 kl. 01:05
Þér óguðlegu! Hví ræðið þig eigi fremur guðfræði en jarðfræð. Það er ekki gott að vera svona jarðbundin. Leytið guðs og gjörið hans heilaga vilja og þá mun allt veitast yður að auki! Alveg satt!
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2009 kl. 01:25
Ég kalla bara á DoctorE ef þú lætur svona, Sigurður. Útreikningar þess írska hafa verið véfengdir af mörgum.
Sæmundur Bjarnason, 13.12.2009 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.