12.12.2009 | 00:20
893 - Þjóðaratkvæðagreiðsla
Verði Icesave-samkomulagið samþykkt í núverandi mynd þurfa Íslendingar að..... Undir þessum orðum er mótmælt hástöfum og mótmælafundir haldir. Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti fólks á þeirri skoðun að Icesave-samkomulaginu beri að vísa frá. Flokkssjónarmið og ríkisstjórnarstuðningur virðist þó ráða miklu um afstöðu fólks til þessa máls.
Alþingi samþykkir væntanlega Icesave-samkomulagið og ef forsetinn er sjálfum sér samkvæmur og hefur framtíð embættisins í huga, neitar hann að undirrita lögin. Þá verður væntanlega þjóðaratkvæðagreiðsla um þau. Alveg óháð því hvað ríkisstjórnin gerir mun sú atkvæðagreiðsla auk annars snúast um líf hennar. Meirihluti kjósenda virðist fyrir því að samþykkja ekki lögin um Icesave. Óvíst er þó að svo verði þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram ef af henni verður.
Þó ríkisstjórninni takist kannski að koma Icesave-samkomulaginu í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu, mun henni varla takast að koma ESB-samningi af neinu tagi í gegnum Alþingi eins og það er núna. Stjórnin mun því hrökklast frá völdum áður en kjörtímabilið er úti og í næstu Alþingiskosningum mun einkum verða kosið um ESB þó fleiri mál verði til umræðu. Lengra nær spá mín ekki.
Tilraunin með Borgarahreyfinguna mistókst. Fjórflokkurinn blívur. Þá er helst að reyna að breyta flokkunum innanfrá. Hugsanlega er það að gerast þessi misserin. Kemur betur í ljós í næstu kosningum. Verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave getur hún veitt vísbendingu um breytingar. Við Íslendingar höfum alltaf verið háðir erlendu valdi. Svo er enn og verður áfram. Getum ekki haft raunveruleg áhrif en þó verið öðrum þjóðum fyrirmynd um margt. Einkum þó friðsemina. Í búsáhaldabyltingunni fyrir tæpu ári var ég aldrei hræddur um að hlutirnir færu úr böndunum.
Oft er gefið í skyn að frægt fólk sé heimskt. Svo er alls ekki. Þó Paris Hilton, Britney Spears, Madonna, David Beckham, Ásdís Rán, Gilzenegger og Bubbi Morthens hafi eflaust sína galla er enginn vafi á að sitthvað er í þau spunnið og gáfur hafa þau áreiðanlega vel yfir meðallagi. Það þarf hæfileika til að geta vafið fjömiðlamönnum um fingur sér þó ekki sé annað. Sum þeirra eru reyndar aðallega fræg fyrir að vera fræg en það þarf hæfileika til þess líka.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það eru nokkur ár í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og núverandi ríkisstjórn var ekki mynduð um IceSave.
Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen samþykktu að greiða þá reikninga sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra.
Þorsteinn Briem, 12.12.2009 kl. 01:06
Niðurstaða úr samingaviðræðum við ESB ætti að geta legið fyrir áður en kjörtímabili núverandi stjórnar á að ljúka árið 2013. Mest áríðandi fyrir ríkisstjórninga núna er að koma Icesave í gegn. Það getur tafist. Talsverðar breytingar þurfa að verða á afstöðu þingflokka til að ESB-samningur komist í gegnum Alþingi. Ekki er það samt útilokað.
Sæmundur Bjarnason, 12.12.2009 kl. 01:17
Það skiptir engu máli núna hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer eftir nokkur ár. Samningaviðræðurnar taka að öllum líkindum tvö ár og þegar samningurinn liggur fyrir þarf að kynna hann rækilega hér og ræða í allt að eitt ár.
Líklegast verður því kosið um aðildina hér samhliða alþingiskosningunum vorið 2013, enda liggur ekkert á að kjósa um aðildina. Það tekur einnig nokkur ár að fá að taka upp evru hér í stað íslensku krónunnar.
Hér hefur aldrei verið þjóðaratkvæðagreiðsla á lýðveldistímanum og stjórnarskráin segir nú lítið um þær. Til dæmis gæti meirihluti Alþingis krafist aukins meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis 2/3.
Þar að auki er forseti Íslands nú þegar búinn að samþykkja með undirskrift sinni lög um að IceSave-reikningarnir verði greiddir, bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa samþykkt það, svo og meirihluti Alþingis.
Það er því algjör þráhyggja að halda að IceSave-reikningarnir verði ekki greiddir.
2009 nr. 96 2. september Lög um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.
Þorsteinn Briem, 12.12.2009 kl. 01:57
Mig grunar að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, og líklega einhverjir Framsóknarmenn, fái stóra hlandgusu fyrir hjartað ef Icesave-samningarnir verða felldir - þótt þeir láti núna eins og berserkir gegn þeim.
Kama Sutra, 12.12.2009 kl. 02:08
Steini, ég minnist þess ekki að hafa haldið fram að ekki eigi að greiða Icesave reikningana. Tel samt að forsetinn geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Geri hann það tekur frumvarpið samt gildi en fellur aftur úr gildi verði það fellt. Bretar og Hollendingar sætta sig ekki við lögin frá í sumar svo gagnslaust er að þau taki gildi aftur. Það er alls ekki ólíklegt að Ólafur samþykki lögin og þau er það mál frá og hægt að snúa sér að öðru.
Sæmundur Bjarnason, 12.12.2009 kl. 02:20
Ríkisstjórnin gæti látið núgildandi lög duga ef forseti Íslands neitar að skrifa undir breytingar á þeim. Bretar og Hollendingar vilja að sjálfsögðu fyrst og fremst fá IceSave-reikningana greidda og myndu því aldrei mála íslenska ríkisstjórn út í horn í þeim efnum.
"9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, að undanskilinni 5. gr. þeirra laga, gilda ekki varðandi þá ábyrgð sem lög þessi taka til."
2009 nr. 96 2. september Lög um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.
Þorsteinn Briem, 12.12.2009 kl. 02:33
Þetta er allt að verða svo flókið að þýðingarlaust er að vera að spá einhverju. Alþingi samþykkir lögin eða ekki við þriðju umræðu og ef lögin verða samþykkt þá mun forsetinn annaðhvort skrifa undir þau eða ekki. Hvað svo tekur við er bara ekki gott að segja. Auk þess getur orðið um allskyns viðauka eða eitthvað þessháttar að ræða.
Sæmundur Bjarnason, 12.12.2009 kl. 11:14
4.7.2004: "Fjölmiðlalög dregin til baka
Ríkisstjórnin kom saman til fundar kl. 18:00 í kvöld. Fyrir fundinum lá að ganga endanlega frá lausum þáttum tengdum frumvarpi til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur og að ná samkomulagi um frumvarp sem lagt skyldi fram á þingfundi á morgun.
Þess í stað var samþykkt á fundinum að afturkalla fjölmiðlalögin, sem samþykkt voru á Alþingi 24. maí sl. og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði um samþykki sitt 2. júní sl., og leggja þess í stað fram nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum á sumarþinginu sem hefst á morgun."
Fjölmiðlalögin dregin til baka
Þjóðaratkvæðagreiðslur hérlendis - Wikipedia
1944 nr. 33 17. júní Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
"1. gr. [...] Lögin gilda einnig um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram skv. 3. mgr. 11. gr., 26. gr. og 2. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar."
þskj. 118 frumskjal forsrh., 112. mál: þjóðaratkvæðagreiðslur (heildarlög) frv.
Þorsteinn Briem, 12.12.2009 kl. 12:32
Þetta þus og tuð um ríkisábyrgðina á eftir að fjara út og menn munu átta sig á hvað Steingrímur var að fara þegar hann sagði í sumarbyrjun að Icesave samningurinn væri ekki það versta sem við okkur blasti. Forsetinn mun ekki beita sér gegn stjórnvöldum í þessu máli. Hann hlýtur að átta sig á að þetta er ekki þess eðlis að hægt sé að vísa í þjóðaratkvæði.
Verkefni ríkisstjórnarinnar er svo í kjölfarið á samþykkt ríkisábyrgðarinnar að sannfæra okkur um að þeir sem ábyrgð bera á röngum ákvörðunum verði látnir svara til saka og stjórnvöld muni ganga fram af fullri einurð til að endurheimta góssið á hendur útrásardólganna. Ef þjóðin treystir því ekki þá skiptir engu hvort stjórnin stendur eða fellur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.12.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.