10.12.2009 | 00:08
891 - Facebook og blogg
Las grein um Facebook og hópamyndanir þar eftir að hafa kíkt á bloggið hjá Don Hrannari í morgun og athugasemdast ögn hjá honum. Datt í hug að gera smávísu um fésbókina og lauk við hana um líkt leyti og ég kláraði greinina.
Vísan er svona:
Fésbókina forðast ég
finnst hún vera léleg.
Eiginlega asnaleg
og ekki mikið féleg.
Greinin var á deiglunni.com og þangað var mér vísað af blogg.gáttinni.is.
Vísnagerð róar hugann næstum eins mikið og hraðskák. Maður ræður litlu um efnið, því stuðlar og rím taka völdin. Samt verður útkoman eitthvað í líkingu við það sem maður vildi sagt hafa. Þægilegt er að hafa blað og blýant við höndina og hripa niður það sem manni dettur í hug. Annars gleymist það bara. Venjulega dettur manni fljótt í hug nothæf setning og svo er bara að prjóna við hana. Í þessu tilfelli datt mér fyrst í hug fyrsta ljóðlínan.
Varðandi hraðskákirnar er ég bara að tala um skákir á Netinu við einhverja sem maður þekkir ekki neitt. Fyrst æsa þær mann upp. Svo þegar maður er hættur að vilja endilega vinna og orðið sama um stigin, þá róa þær mann bara.
Nú er orðið úr þessu þokkalegasti partur úr blogg-grein og kannski nota ég þetta í kvöld.
Einu sinni voru bara tvö hringtorg í Reykjavík. Melatorg og Miklatorg. Svo þótti ekki nógu fínt að hafa Miklatorgið fyrir hringtorg og eftir það voru hringtorg lengi mjög óvinsæl. Svo komust þau aftur í tísku og undanfarin ár hefur þeim fjölgað svo mikið að ég gæti trúað að enginn viti lengur hve mörg þau eru á höfuðborgarsvæðinu.
Engin hringtorg er mér samt eins illa við og þau í Mosfellssveitinni sem verða fyrir manni þegar maður er á leið norður eða vestur. Núorðið lýkur þessum ósköpum ekki fyrr en í Kollafirðinum. Ef Sundabrautin kemst í gagnið áður en ég hrekk uppaf og hægt verður að losna við þessi ósköp verð ég ógeðslega feginn.
Þegar hægri umferð var tekin upp hér á landi lentu sumir í vinstri villu fyrst á eftir. Stundum olli það slysum. Reynt var að nota þetta pólitískt og auðvitað mætti núna tala um hægra hrun. Áður var líka oft í pólitíkinni talað um móðuharðindi af mannavöldum".
Svona merkimiðar eru samt lítils virði og ef menn hafa ekki annað til málanna að leggja er betra að láta stjórnmálin eiga sig. Nóg annað er til.
Á kaffistofu Pressunnar er eftirfarandi setning og meira að segja vísað á blogg-gáttinni til þeirrar greinar sem hún er í:
Fjarvera beggja var áberandi í ljósi mikilvægis málsins og þess hversu litlu munaði að það yrði samþykkt til þriðju umræðu."
Þarna er verið að tala um fjarveru þingmannanna tveggja Helga Hjörvar og Sifjar Friðleifsdóttur við atkvæðagreiðsluna í gær. Nú veit ég að frumvarpið VAR samþykkt til þriðju umræðu og væntanlega höfundur þessarar málsgreinar einnig. Hann hefur þó fremur daufan málskilning og þarf ég varla að rökstyðja það frekar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
hringtorgablæti þeirra í moso er löngu hætt að vera fyndið.
maður ekur gegn um 6 - 7 hringtorg á þessum stutta kafla. alger hörmung.
löngum ók ég daglega milli Borgarness og Reykjavíkur. leiðinlegasti kafli leiðarinnar var bévítans hringtorgakraðakið í Mosó.
kosturinn þó, að þar sem bévítans trukkarnir voru úti um allt, voru hringtorgin eini sénsinn að komast fram úr þeim. ætlaði maður ekki að hafa trukk framan við sig alla leiðina, drullandi skít óg óþverra á framrúðuna manns.
hefði viljað hafa Sundabrautina.
Brjánn Guðjónsson, 10.12.2009 kl. 00:24
Það pirrar mig þegar bloggarar eru að vísa í blogggreinar en linka svo ekki á viðkomandi greinar, heldur láta mann fara krókaleiðir!
ARG!
Kama Sutra, 10.12.2009 kl. 00:28
Mér var sagt að verkfræðingurinn og hönnuðurinn sem tók að sér skipulagningu innanþéttbýlisvega hefði frekar sjúskaður og mikill kaffidrykkjumaður.
Svo teiknaði hann og teiknaði, drakk og drakk kaffi og lagði svo subbaðan bollann alltaf á teikninguna svo brúnn hringur myndaðist.... búinn að átta þig?
Verð aðeins að bera í bætifláka fyrir Fésbók hina fánýtu. Þetta virðist og er 98% fánýtt kjaftæði og lággróður. Tala nú ekki um nýjasta æðið, að búa til hópa til að sinna eða mótmæla.... ja hverju sem er.
SVO KEMUR RÚSÍNAN mín. Ég hef tekið Fb í fulla sátt, þ.e. eins og ég nota hana.
Er búin að grafa upp eða láta grafast af náskyldum ættingjum sem aldrei hefur verið samband við. Komin með 12 pabba megin og 9 mömmu megin.
Þigg ekki "vinaboð" nema frá slíkum útvöldum, enda með nokkra tugi nafna/"vina"
Samt hjartanlega sammála þér, NEMA ef þú hefðir svona ástríðu
Eygló, 10.12.2009 kl. 03:02
Takk öll.
Hringtorgin í Mosó eru bæði hættuleg og tefjandi finnst manni. Hringtorgakraðakið í nýlegum hverfum villir um fyrir manni. Lagast varla fyrr en GPS-kjaftatæki verða komin í hvern bíl. (Gangandi verða réttdræpir).
Fyrirgefðu, Kama Sutra. Sumir setja svo mikið af vísunum í gömul blogg sín og annan fróðleik að manni finnst nóg um. Svo er þetta talsverð fyrirhöfn. Spurningin er hve margir kæra sig um þetta.
Fésbókarvísan er léleg. Óþarfi að fjölyrða um Facebook. Hún hentar sumum og fólk notar hana auðvitað á sinn hátt. Auglýsendur eru farnir að misnota hana eins og annað.
Sæmundur Bjarnason, 10.12.2009 kl. 05:17
Takk fyrir að kíkja í heimsókn í gær á mína síðu. Þín er ein af þeim síðum sem ég reyni að heimsækja daglega.
Ég hafði aldrei áður hugsað um ferskeytlugerð í svipuðum dúr og hraðskák, en sé nú að þarna er kannski svipuð glíma í gangi.
Hrannar Baldursson, 10.12.2009 kl. 06:55
Sum blogg eru stuðandi meðan önnur eru róandi. Þitt blogg er í seinni flokknum. Takk fyrir það. Árans fésbókin er bara fyrir krakka og kellingar. Alvöru karlmenn láta ekki sjá sig þar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2009 kl. 10:02
Tek undir ábendinu Kömu Sútru um að menn eigi að linka stíft þegar þeir vísa á önnur skrif. Það er engin fyrirhöfn. Tvö eða þrjú handtök. Linka hér með á athyglisverðustu bloggsíðu ever. Fasbókin er allt öðru vísi í eðli en bloggið. Óþarfi að vera með fordóma.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2009 kl. 16:28
Framsókn er í flórnum,
fölsk með sjallakórnum,
stal með ríkisstjórnum,
stolt af þjóðarfórnum.
Þorsteinn Briem, 10.12.2009 kl. 17:32
Rangt Sigurður. Þetta með tvö eða þrjú handtök getur átt við ef þú er með það sem þú ætlar að linka í við hendina en ekki ef þú þarft að leita að því. Það er rétt að fésbókin er allt annars eðlis en bloggið en undir stjórn eins aðila og misnotuð eins og dæmin sanna. Takk fyrir að linka á kattamyndirnar hans Mala.
Sæmundur Bjarnason, 10.12.2009 kl. 17:36
SÞG - takk fyrir að minna mig á þetta. Var svo himinlifandi og hlæjandi yfir þessu í sumar og renndi yfir síðuna núna aftur. Hún ER skemmtilegasta síða sem ég hef skoðað og tekið þátt í.... EVER. Hárrétt greining hjá þér.
Eygló, 10.12.2009 kl. 17:37
Þingmenn úr Framsóknarflórnum
fengu að drekka í gær.
Söngla í kotungakórnum
"kellingin er næstum ær".
Sæmundur Bjarnason, 10.12.2009 kl. 17:44
Já, þetta er frábærasta bloggsíða ever sem Nimbusinn vísar á þarna.
Nostalgía! Þetta gerðist í mínu fyrra lífi, þegar ég var Malína. Ung og saklaus.
Og Dokksinn hans gudda sýndi þarna á sér glænýja, bráðskemmtilega hlið.
Kama Sutra, 10.12.2009 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.