6.12.2009 | 00:08
887 - Fischer og draugasögur
Ekkert um Icesave núna. Fleira er markvert en það sem gerist á Alþingi.
Það sem einkum vekur athygli mína í fréttum dagsins er draugasaga Þórs Magnússonar fyrrum þjóðminjavarðar og baráttan um arf Fischers.
Oft er gert útá það sem sagt er vera útbreidd hjátrú Íslendinga. Mér hugnast ekki hve mikil áhersla er oft lögð á það af hálfu ferðaþjónustuaðila að Íslendingar trúi upp til hópa á drauga, álfa og hvers kyns forynjur. Þvi stend ég með Þór Magnússyni í þessu máli og trúi því varla að úr þessu verði dómsmál.
Oft hefur verið fjölyrt um fyrrverandi heimsmeistara í skák Robert James Fischer. Hann var íslenskur ríkisborgari þegar hann lést og íslensk lög og íslenskir dómstólar eiga því að skera úr um málefni dánarbús hans. Stuðningur fjölmiðla við aðila þessa máls á ekki að hafa áhrif á úrslit þess. Samkvæmt sjónvarpsfréttum eru það einkum hin japanska eiginkona Fischers og dóttir hans frá Filippseyjum sem hagsmuna hafa að gæta í þessu máli. Svo er þó ekki. Bandarískir ættingjar Fischers vilja einnig fá sinn skerf af arfinum. Tvöhundruð og sjötíu milljónir króna minnir mig að um sé að ræða.
Horfði á spurningaþáttinn í ríkissjónvarpinu áðan. Hvað sem segja má um einstakar spurningar og frammistöðu keppenda er enginn vafi á því að formið á þættinum er vel heppnað og stjórnendurnir góðir.
Svokallaðir bloggarar" eru af mörgu tagi. Margir þeirra taka oft meira uppí sig en þeir geta staðið undir. Eru líka oft ákaflega orðljótir. Sumir eru reyndar mjög vel að sér á afmörkuðum sviðum en reyna gjarnan að vera sem mestir besservisserar" um alla mögulega hluti.
Jónas Kristjánson (jonas.is) er góður eins og venjulega og talar um erlenda eineltið. Minnist líka á Davíð Oddsson og endurkomuáhuga hans. De Gaulle er leiðarstjarnan í lífi Davíðs og hann dreymir um að þjóðin komi skríðandi á hjánum til sín og biðji um frelsun.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þarna ferð þú um nokkuð víðan völl, Sæmundur
Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.12.2009 kl. 01:05
Já, það hentar mér betur en að fjölyrða mikið um fátt þó það geti verið ágætt líka.
Sæmundur Bjarnason, 6.12.2009 kl. 01:46
Er Fischer draugur? mér fannst barnsmóðir hans tala um hann í nútíð í fréttum í gær. Ég skrifaði um Jinky litlu þremur stundum áður en hún kom í sjónvarpið http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/988976/.
Hvað segir þú, Sæmundur, þú ert kunnugur þarna sem meistarinn var greftraður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2009 kl. 05:52
Nei Villi, mér er ekki kunnugt um það. Sá hluta af þessu viðtali sem þú ert líklega að vitna í. Konan minnir mig að hafi átt í svolitlum vandræðum með enskuna en ég tók samt ekki eftir tíðum sagna sérstaklega. Hefur heldur ekki neina sérstaka draugalega merkingu. Arfskiptin finnst mér heldur ekki koma Fischer eða arfleifð hans í skákinni neitt sérstaklega við.
Sæmundur Bjarnason, 6.12.2009 kl. 06:12
Sæmundur um víðan völl
vandar ekki kveðjurnar
þeim sem þóknast frammíköll
og þykjast besservisserar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.12.2009 kl. 09:27
Hallgerður Hallgrímsdóttir
is an expert on how to have sex with elves.
More.
Þorsteinn Briem, 6.12.2009 kl. 09:30
Unaðsleg sú álfareið,
allt að klukkutíma skeið,
íslensk leið er ætíð greið,
og ekki á leiði Gerða leið.
Þorsteinn Briem, 6.12.2009 kl. 10:04
Þó að Steina standi oft
og stífni milli kálfanna.
Allt mun fara uppí loft
ef hann fer á álfana.
Sæmundur Bjarnason, 6.12.2009 kl. 13:54
Jóhannes, takk fyrir vísuna. Hún er mjög góð.
Steini hefur bara þannig áhrif á mig að ég get oft svarað honum samstundis.
Sæmundur Bjarnason, 6.12.2009 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.