4.12.2009 | 00:20
885 - Moggabloggið
Ég hef fylgst með íslenskum bloggum síðan um aldamót eða svo. Markverðasta nýjungin sem fram hefur komið á þeim tíma er Moggabloggið. Þar var öllum, sem á annað borð litu öðru hvoru inn á fréttavefinn vinsæla mbl.is, gefinn kostur á að blogga ókeypis á afar einfaldan hátt.
Að leyfa öllum að blogga eins og þeim sýndist hafði ýmsa galla sem Moggabloggið hefur ekki farið varhluta af. Ýmislegt sem stjórnendur Moggabloggsins hafa fitjað uppá síðan þeir byrjuðu hefur fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum bloggurum. Eyjan og fleiri hafa fengið til sín marga af bestu Moggabloggurunum. Þeir hafa þó ekki gengið eins langt í því að leyfa öllum að blogga eins og þeim sýnist án endurgjalds og losna því við sum þeirra vandamála sem hrjáð hafa Moggabloggið.
Veran á Moggablogginu tók nýja stefnu þegar Davíð Oddsson gerðist ritstjóri Morgunblaðsins. Allmargir vinsælir bloggarar fóru þá annað og létu þarmeð pólitískar skoðanir hafa áhrif á blogg sitt. Síðan hefur Moggabloggið látið talsvert á sjá. Ég er samt ekki að skrifa þetta vegna þess að ég ætli að hætta hér á Moggablogginu.
Nokkuð er um það hjá fyrirtækjum að lokað sé fyrir fésbókaraðgang og jafnvel að fleiri vefsetrum þó aðgangur að Internetinu sé óhindraður að öðru leyti. Ég efast ekki um að þetta sé gert til þess að starfsfólk freistist síður til að vanrækja vinnuna. Samt felst í þessu vanmat á starfsfólkinu og hugsanlega er hægt að túlka þetta sem tilraun til umræðustýringar. Ekki er mér kunnugt um að fyrirtæki loki fyrir aðgang að innlendum fréttamiðlum eða bloggsetrum og líklega er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér finnst vont að þeir hentu Doksa út og næstum öllum kisumyndunum sem hann setti inn á mína síðu þrátt fyrir loforð um að þær kæmu aftur. Með þessu móti eru þeir að skaða mitt blott jafnfram því sem þeimr henda doktornum út.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.12.2009 kl. 02:46
Ég held að það gildi önnur lögmál um myndir í athugasemdum en í albúmum. Hugsanlega hafa það bara verið linkar og myndirnar sjálfar hjá Doksa eða annarsstaðar. Ég man eftir þessum myndum. Þær voru mjög góðar. Minnir að ég hafi líka séð á þínu bloggi svar frá Árna Matthíassyni og kannski kemst þetta í lag. Ég veit heldur ekki hvað er í veginum með Doksa. Af hverju þurfti að hindra að hann gæti haldið áfram að kommenta? Það er eflaust hægt að skrifa Moggabloggsguðunum beint.
Sæmundur Bjarnason, 4.12.2009 kl. 03:02
Ef einhver eyðir hér (alveg) bloggi sínu, eða bloggi hans er eytt, hverfa einnig allar athugasemdir sem viðkomandi hefur skrifað sem Moggabloggari hjá öðrum bloggurum hér.
Þannig vantar nú til dæmis margar athugasemdir hjá Ómari Ragnarssyni.
Þorsteinn Briem, 4.12.2009 kl. 07:33
Það er hægt að taka undir að margir vinsælir bloggarar hafi farið annað en hvort á Eyjuna hafi þeir bestu farið er tvíbent. Það fer ekki alltaf saman magn og gæði. Og ekki hef ég séð teljara á síðum hinna ómissandi, því veit líklega enginn hversu vinsælir þeir eru nú. Það eru eflaust margir eins og ég, hafa ekki nennu til að elta daglegt blaður út fyrir opnunarsíðu netsins.
Yngvi Högnason, 4.12.2009 kl. 08:47
Það er einmitt þetta sem Yngvi segir, ég nenni ekki heldur, að eltast við bloggara þó ég hafi mikin áhuga á að lesa það sem þeir hafa fram að færa. Viðmótið á moggablogginu burt séð frá innihaldi er það besta.
Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 16:16
Yngvi og Finnur. Ég er alveg sammála ykkur með það að Moggabloggið er best og óþarfi að láta stjórnmál ráða því hvar maður bloggar. Hugsanlega sjá sumir eftir því að hafa farið héðan í fússi.
Sæmundur Bjarnason, 4.12.2009 kl. 18:29
Af einhverjum ástæðum finn ég sjálfa mig æ oftar stadda fyrir utan Moggabloggið í mínum blogglestri. Mér finnst eitthvað við þennan vettvang hérna orðið mjög óaðlaðandi.
Þessi tilfinning mín lagast kannski við næstu ritstjóraskipti Moggans - sem vonandi verða innan skamms.
Kama Sutra, 4.12.2009 kl. 19:25
Kama Sutra, ég geri mikinn greinarmun á að lesa blogg eða skrifa þau. Mér finnst Moggabloggið henta vel þeim sem skrifa blogg. Blogg-gáttin (blogg-gattin.is) hentar ágætlega þeim sem vilja lesa blogg eða fréttir.
Sæmundur Bjarnason, 4.12.2009 kl. 22:05
Það fer eiginlega ekki nógu vel saman að hafa einn vettvang fyrir þá sem skrifa bloggin og annan fyrir þá sem lesa þau.
Kama Sutra, 5.12.2009 kl. 02:03
Mér finnst þetta samt tiltölulega auðskilið. Auðvitað væri ekkert sniðugt að aðskilja blogglesendur og bloggskrifendur með öllu, en það eru ólíkir hlutir sem þessir tveir hópar leggja mesta áherslu á. Meðal annars útaf Moggabloggsflóttanum er bloggerí mitt núorðið minni lestur en áður var og hugsanlega meira skrifelsi. Ekki síst kommentaskrifelsi.
Sæmundur Bjarnason, 5.12.2009 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.