3.12.2009 | 00:07
884 - Blogg, Icesave og ESB
Enn fjölgar Eyjubloggurum og er það engin furða. Mogginn gerir í því að fæla fólk frá sér. Þar er samt mjög gott að blogga og hugsanlega er mbl.is ennþá dálítið vinsælla en Eyjan sem fréttamiðill.
Sýnist að Eyjubloggararnir Lára Hanna og Ómar Ragnarsson ætli sér að blogga einnig á Moggablogginu. Kannski eru fleiri sem það gera. Hef bara ekki gáð. Annars fer þeim alltaf fækkandi bloggunum sem ég nenni að lesa. Les heldur ekki blöð eða bækur að neinu ráði. Lifi mest í gamla tímanum. Kíki þó jafnan á stórhausana á Moggablogginu, Blogg-gáttina, Eyjuna, Google readerinn og bréfskákirnar mínar. Póstinn minn líka öðru hvoru. Skoða jafnvel stöku sinnum dv.is og visi.is, einnig bloggvinina og tilkynningar frá þeim. Auk þess horfi ég talsvert á sjónvarpsfréttir. Verð að viðurkenna að ég les fremur blogg hjá Moggabloggurum en Eyjubloggurum og skoða afar sjaldan blogg hjá Bloggheimum nema mér sé sérstaklega vísað þangað. Til dæmis af Blogg-gáttinni eða Readernum mínum.
Andstæðingar ESB halda því jafnan fram að með aðild tapi Íslendingar fullveldi sínu. Þetta er bara skoðun en ekki staðreynd. Fulltrúar þeirra þjóða sem eru meðlimir telja lönd sín fullvalda og lítið er efast um það. Þegar Austur-Evrópu þjóðirnar gengu í ESB töldu flestir sem þar búa að einmitt væri verið að styrkja fullveldið með því að ganga í ESB.
Samt er enginn vafi á því að með aðild framselja ríkin hluta fullveldis síns til sameiginlegs bandalags. Þetta hefur alltaf verið ljóst og er einmitt grundvöllur sambandsins. Upphaflega töldu ríkin það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir styrjaldir í álfunni. Síðan hefur sambandið þróast og aukið mjög velsæld aðildarríkjanna, einkum þó með hinum stóra sameiginlega markaði.
Sambandið er semsagt í þróun og ekki hægt að segja með vissu hvert það stefnir. Ekkert er samt sem bendir til þess að stórríki með svipaða stöðu og Sovétríkin sálugu eða Bandaríki nútímans sé á döfinni.
Nú er þess farið á leit við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands að hann neiti að undirrita nýju lögin um Icesave. Beiðnin setur Ólaf í nokkurn vanda. Þegar hann neitaði að undirrita fjölmiðlalögin árið 2004 bjuggust margir við að hann mundi minnast sinnar pólitísku fortíðar og gera það. Nú búast fáir við að hann neiti undirskrift. Samt gæti svo farið. Reikna samt með að núverandi ríkisstjórn mundi í því tilfelli efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í raun og veru. Í Icesave málinu gæti þó allt fallið í ljúfa löð á síðustu stundu til dæmis með einhverjum smávægilegum breytingum.
Ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur mun hún alls ekki snúast eingöngu um Icesavemálið heldur ekki síður um stuðning við ríkisstjórnina og hvað líklegast sé að taki við verði Icesavefrumvarpið fellt. Við gæti blasað alvarleg stjórnarskrárkreppa ofan á allt annnað.
Málþóf er nú stundað af miklu kappi á Alþingi af svokölluðum þingmönnum". Einn þeirra talaði um daginn um svokallaða bloggara". Eiginlega er bloggið allt eitt risavaxið málþóf. Samt væla þingmenn undan því. Mér finnst að stjórnarandstaðan megi stunda málþóf ef hún álítur það nauðsynlegt og ófært að þingmenn hennar séu að kveinka sér undan því að heyrist í svokölluðum kjósendum" .
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Bara að kveðja þig Sæmi... mbl hefur eytt innskráningunni minni og ég bara nenni ekki að skrá mig endalaust inn til að gera athugasemdir.
Hafðu það gott og gleðileg jól og nýtt ár!
Tada
DoctorE 3.12.2009 kl. 15:26
þetta svokallaða Alþingi má muna fífil sinn fegurri
Hilsen fra Norge!
Hrannar Baldursson, 3.12.2009 kl. 20:09
Takk fyrir kveðjuna DoctorE. Skil vel að þú sért ekki mikið að athugasemdast ef þú þarft að skrá þig í hvert skipti. Þú ert í readernum mínum svo ég missi ekki alveg af þér.
Takk Hrannar. Já, ég veit ekki hvar þetta endar. Þetta er eins og krakkar í chicken-leik. Á endanuim næst samt samkomulag um eitthvað.
Sæmundur Bjarnason, 3.12.2009 kl. 21:28
Hvað er þeta reader?
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 23:28
Er ekki málið varðandi þetta blogg (blaður vildi ég frekar kalla það til að hafa það á íslensku) að umræðan er lituð af þeim fréttum sem eru í boði?
Mikið af fréttum á mbl.is
Sindri Karl Sigurðsson, 3.12.2009 kl. 23:29
Sigurður, Google-readerinn vaktar þau blogg eða annað sem maður setur slóðina á inn og setur þau í eina skrá. Athugasemdir sýnir hann þó ekki. Til að sjá þær þarf maður að fara á bloggið sjálft með því að klikka á fyrirsögnina.
Sindri Karl, fréttaframboðið hefur aukist mikið með notkun Netsins. Áður skömmtuðu fáeinir ritstjórar og fréttastjórar veruleik flestra.
Sæmundur Bjarnason, 4.12.2009 kl. 00:15
Þetta er alveg dæmigert fyrir fíflaskapinn hjá moggastjórunum, búnir að fjarlægja DocktorE. Það er ekki von á góðu þegar þeir láta svona.
Var að skoða stöðu mbl.is og annarra miðla hjá alexa.com. Þeir hafa verið vel yfir öðrum síðum en visir.is skaust yfir þá um daginn. Þetta er líklega tímabundið, en segir manni að þróunin er í þessa áttina.
Sveinn hinn Ungi 4.12.2009 kl. 08:46
Já ég man þá tíð.
Ég get ekki séð að hún hafi í raun mikið breist. DV hatar moggann af því að Davíð er þar osfrv. Enn sama bullið. Það er eins og fólk hafi ekki val um hvað það les. Verð að lesa Dabba, eða Baug eða eitthvað annað...
Það var hægt að mynda sér skoðun með alla þessa ritstjóra á sínum tíma; Þorstein Páls, Matthías, Össur osfrv. af hverju ekki núna, í allri opnu umræðunni???
Sindri Karl Sigurðsson, 4.12.2009 kl. 23:12
Sveinn, vinsældirnar skipta ekki mestu máli. Einhverjir blogga held ég hjá visi.is en ég held að það sé ekkert gott að blogga þar. Það eru kommentin sem eru sál bloggsins. Held að fésbókin sé blátt áfram hættuleg.
Sæmundur Bjarnason, 5.12.2009 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.