866 - Marteinn

Eitthvað hef ég heyrt talað um nýja framhaldsþætti á RUV og jafnvel séð bloggað um þá. Flest er það heldur neikvætt. Einn kom fram í athugasemdum hjá guðinum sjálfum og sagðist vera handritshöfundur að þessum þáttum og fólk mætti ekki fordæma þá svona. Það væri illa gert og þeir sem að þessu stæðu væru fjölmargir og liði illa útaf þessu.

Það sem ég hef séð skrifað um þættina bendir til þess að ég hafi ekki misst af miklu þó ég hafi verið eitthvað annað að sýsla þegar þeir voru sýndir. Prýðilegt. Þá þarf ég ekki að vorkenna sjálfum mér að hafa misst af þeim.

Félagar í Heimssýn eru sagðir vera næstum átján hundruð. Áreiðanlega mun enginn þeirra kjósa yfir sig ESB. Að öðru leyti er lítið um þá vitað. Þeir eru þó duglegir og fyrirferðarmiklir á bloggsíðum og hafa yndi af að skrifa stuðningsgreinar við þann vonlausa og neikvæða málstað að koma í veg fyrir að Íslandi gangi í Evrópusambanndið.

Loksins datt þeim í hug að skipta um formann og nú er þingmaðurinn ungi og röski úr Dölunum orðinn formaður. Samninganefnd hefur verið skipuð af hálfu Íslendinga og nú verður farið að takast á um málin.

Ég hef semsagt ekki trú á að farið verði eftir ósk Heimsýnar um að hætta við umsóknina. Frumvarp um slíkt hlýtur þó að verða lagt fram á Alþingi.

Og svo er Orkuveita Reykjavíkur víst að fara á hausinn. Hvernig má það eiginlega vera? Samt var verðið á heita vatninu hækkað af því að það var svo hlýtt í veðri. Já, það tapa víst allir á þessum gróðurhúsaáhrifum. Líklega betra að vera undir einhverjum öðrum áhrifum. Kannski hafa stjórnendur orkuveitunnar verið það þegar þeir þóttust vera að vinna vinnuna sína.

Og nokkrar myndir.

IMG 0188Á leiðinni til Jóns Geralds í dag.IMG 0194

Í búðinni hans.

IMG 0104Beðið eftir stjórnarfundi.

IMG 0105Í tilefni dagsins.

IMG 0107Útsýni úr Melahverfi.

IMG 0134Á Álftanesi.

IMG 0144Mannvirki á Álftanesi.

IMG 0150Tré.

IMG 0165Ýmislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sambandið í Dölunum dalað,
Daðason hefur þar smalað,
mikið í réttunum malað,
og mýsnar hafa þar talað.

Þorsteinn Briem, 16.11.2009 kl. 10:08

2 Smámynd: Haukur Baukur

Neðsta myndin er frábær.  Minnir mig á hanskahólfið í gamla Opelnum mínum, blessuð sé minning hans :)

Haukur Baukur, 16.11.2009 kl. 11:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svört er Frjálslyndra synd,
Sigurjóns hryllings er mynd,
á Belsebúb ást hans er blind,
og botni á mórauðri kind.

Þorsteinn Briem, 16.11.2009 kl. 11:50

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Í tilefni dagsins ?

Ekki keyptir þú blóm til að halda upp á dag íslenskrar tungu ?

Anna Einarsdóttir, 16.11.2009 kl. 12:48

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, Anna. Blómamyndin var tekin á Akranesi í október og af allt öðru tilefni.

Sæmundur Bjarnason, 16.11.2009 kl. 15:53

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alltaf var í munni mestur.
Margoft fór í Dali vestur.
Vildi að hann væri prestur.
Vinalegur svona gestur.

Sæmundur Bjarnason, 16.11.2009 kl. 15:55

7 identicon

Myndin úr Melahverfi er frábær.

ELÍAS RÚNAR 16.11.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband