14.11.2009 | 00:05
864 - Hinn dýrlegi Davíð
Illrannsakanlegar eru óravíddir Moggabloggsins. Svona skrifar einn af aðdáendum hins nýja ritstjóra þar um slóðir alveg nýlega:
Fyrst verður þó ekki látið hjá líða að fara nokkrum orðum um stakkaskiptin, sem orðið hafa á blaði allra landsmanna, Morgunblaðinu, við ritstjóraskiptin á blaðinu haustið 2009. Nú er málvöndun, framsetning máls og efnistök með allt öðrum hætti og mun rismeiri en áður var, vettvangur ritstjórnar orðinn skýr og tæpitungulaus, stundum með skáldlegu ívafi og hnyttni, en laus við orðagjálfur og holtaþokuvæl, sem áður vildi brenna við. Þá hefur hortittum og ambögum stórlega fækkað í blaðinu. Að hlakka til að fá sinn Mogga í morgunsárið var liðin tíð, en sú tilfinning kom að nýju sama dag og ritstjóraskiptin urðu, og er slíkt þakkarvert í skammdeginu, þegar fátt eða ekkert gerist upplyftandi á hinum opinbera vettvangi"
Mikill er máttur hins dýrlega Davíðs. Blaðamenn hætta samstundis sínu holtaþokuvæli og vefja um sig skáldlegheitum og hnyttni. Verst hvað fáir tóku eftir þessum mögnuðu umskiptum.
Fram fer fróðleg umræða um höfundarrétt í athugasemdadálki Salvarar Gissurardóttur við greinina um Hallgrímskirkjumyndina. Einkum er þar rætt um höfundarrétt að myndum og nú sé ég að ég þarf að kynna mér betur þetta Creative Commons" sem Salvör hefur stundum skrifað um. Nýjasta innleggið í umræðurnar er reyndar frá einhverjum sem telur Salvöru áður fyrr hafa talað fyrir öðru en remixi og gjaldfrjálsu umhverfi.
Nú er fjasað og þrasað sem aldrei fyrr í þinginu um persónukjör, stjórnlagaþing og þess háttar. Alveg er ég viss um að þingmenn drekkja þessum málum í málæði. Það kæmi mér mjög á óvart ef eitthvað verður úr þessu öllu saman. Á frekar von á að sæki í gamla farið á öllum vígstöðvum og hrunið gleymist að mestu í næstu þingkosningum. Einskonar þjóðfundur skilst mér samt að verði nú um helgina. Kannski verður hann upphafið að einhverju.
Þetta með Sigurð G. Tómasson og Jussa Björling er að verða svolítið pínlegt. Ég er ekkert að draga úr því að Jussi geti sungið en hef sannfrétt að fleiri geti það. Og ekki orð um það meir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hvað er þetta með Jussa? Ég er illa upplýstur?
Ólafur Sveinsson 14.11.2009 kl. 00:40
Sko. Þú verður bara að hlusta meira á útvarp Sögu. Þar er Sigurður G. með þátt og hefur mikið dálæti á Jussa. Spilar upptökur með honum í tíma og ótíma.
Sæmundur Bjarnason, 14.11.2009 kl. 00:49
Þetta sem þú settir milli hornklofanna er sjálfur Davíð með horn og með hugarfari stráks á Selfossi. Hrunið gleymist að mestu í næstu þingkosningum. Einskonar þjóðfundur verður nú um helgina. Kannski verður hann upphafið að einhverju. Seigi þetta með sama efa og ekka, eins og þegar ég var sendur norður í land, í torfbæ, 1953.
Ólafur Sveinsson 14.11.2009 kl. 00:53
Mér finnst skárra að hann spili Jussa heldur en helvítis djassinn sem hann er líka svo hrifinn af.
Kama Sutra, 14.11.2009 kl. 00:54
Kama Sutra: Jass er getur verið flottur og Juss Björling er einn af 5 bestu tenórum, frá upphafi.
Ég rökræði ekki um smekk.
Ég er milkill stuðningsmaður höfundarréttar, en má maður ekki safna nokkrum samstæðum myndum af verkum Guðjón og senda fyrrum samstarfsmönnum til útlanda?
Ólafur Sveinsson 14.11.2009 kl. 01:01
Þá væri nú betra að fá smá Jass heldur en óhljóðin úr honumu Jussa. Ég tala nú ekki um smá kántrý, svo er líka óþolandi þegar að hann kemur þarna kallinn á föstudögum, man ekki hvað henn heitir en hann þykist hafa lausnir á öllu og er með skegg, þá hrynja Davíðsheilkennin yfir þá. Það er eins og ekkert komist að en Jussi og Davíð.
Rafn Haraldur Sigurðsson 14.11.2009 kl. 08:56
Takk. Rafn, hann heitir Guðumdur og þeir minnast oft á "Flugdrekann". Eftir langa yfirlegu og miklar spekúlasjónir hef ég komist að því að þá eiga þeir við Hannes Hólmstein Gissurarson.
Sæmundur Bjarnason, 14.11.2009 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.