12.11.2009 | 00:07
862 - Jón Steinar Ragnarsson
Sé ekki betur en Jón Valur Jensson sé enn að munnhöggvast við Jón Steinar Ragnarsson. Les JVJ ekki jafnaðarlega en hann setti nafn Jóns í fyrirsögn hjá sér nýlega svo ég kíkti á þá færslu. Gæti skrifað margt um Jón Steinar. Hann kommentar stundum á bloggið mitt og er oftast dálítið neikvæður og stundum áberandi fljótfær.
Virðist fara sem hvítur stormsveipur um lendur Moggabloggsins (og kannski víðar) og kommenta út og suður. Bloggar samt sjálfur líka, að minnsta kosti öðru hvoru. Setur þó stundum aftur og aftur sömu sögurnar og lætur þess ekki getið að um endurbirtingu sé að ræða. Sögurnar eru samt góðar því hann er ritfær í besta lagi. Það er kannski eðlilegt að JVJ sé uppsigað við Jón því hann er einmitt annar af mestu afkristnunarpostulum Moggabloggsins (hinn er DoctorE)
Nú er ég búinn að blogga það mikið um Jón Steinar að ég get skammlaust sett nafnið hans í fyrirsögnina hjá mér og tryggt mér þannig umtalsverðan lestur. Trúi að minnsta kosti ekki öðru en Jón Valur kíki á þetta.
Jónas Kristjánsson skrifar á sínu bloggi um reiða hægrið og hefur eins og jafnan talsvert til síns máls. Fylgi Borgarahreyfingarinnar virðist vera á hraðferð til Sjálfstæðisflokksins. Slíkt er skammtímaminni kjósenda að ekki er hægt að sjá annað en núverandi ríkisstjórn sé kennt um báknið og hrunið. Hvítþvottur Bjarna Ben og Davíðs virðist semsagt ætla að virka. Hvítþvottur Framsóknarmanna sem fram fór á síðasta flokksþingi þeirra virðist aftur á móti ekki ætla að virka. Sennilega er það vegna þess að þeir Sigmundur og Höskuldur eru óttalega seinheppnir að ekki sé sagt vitlausir.
Á það til að kommenta hjá öðrum. Stundum fæ ég tilkynningu um að athugasemdin muni birtast síðar ef síðuhöfundur samþykki hana. Þetta dregur mjög úr löngun minni til að kommenta oftar hjá viðkomandi. Get ekki að því gert. Hef líka lent í því að athugasemdirnar eru ekki samþykktar, sem mér finnst vera bölvaður dónaskapur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Skil ekki hvernig sumir endast til rífast látlaust um trúmál á blogginu. Það er bara að skemmta skrattanum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.11.2009 kl. 00:21
Sumir hafa samt mjög gaman af þessu. Sumir þeirra virðast orðnir ansi leiðir á DoctorE og Jóni Steinari enda eru þeir dálítið einstrengingslegir. Svo er líka nokkurs virði að kunna að hætta að þrasa samanber lokin á svarhalanum við DoctorE-blogg-greinina mína.
Sæmundur Bjarnason, 12.11.2009 kl. 01:02
Sæmundur, nú er ég aðeins á ská við færsluna þína. Kveikti vegna athugasemda þinna um athugasemdir og að sumir vilji hugsanlega gera athugasemdir við athugasemdir manns.
Mér finnst nefnilega alveg óþarfi að fólk sendi manni alloft skilaboð um að þeir hafi verið að setja einhver gullkornin á síðuna sína.
Ég nefnilega renni alltaf yfir bloggvini mína og les ef mér býður svo við að horfa.
Lauma þessu hérna hjá þér af því að ég vil ekki beint blogga um þetta. Hvað finnst þér um þess konar skilaboð?
Eygló, 12.11.2009 kl. 02:33
Sjón er ekki að sjá hann Jón,
og soldið er hann mikið flón,
á hausnum er með bílabón,
og býsna líkir Jón og Jón.
Þorsteinn Briem, 12.11.2009 kl. 02:41
Bónið fer á Briemarann
sem bullar hérna mikið.
Ég óttast mjög að hafi hann
hlaupið yfir strikið.
Sæmundur Bjarnason, 12.11.2009 kl. 08:44
Eygló: Mér finnst mikill óþarfi af bloggurum að tilkynna sérstaklega í hvert sinn sem þeir blogga. Ef menn hafa eitthvað sérlega merkilegt að segja má svosem nota þetta. Bloggvinalistinn minn er svo langur að ég kemst sjaldan yfir að skoða hann allan. Svo koma upplýsingar um sum innleggin aftur og aftur af ástæðum sem ég þekki ekki. Mér þykir mjög gott að renna yfir Blogg-gáttina og svo er ég með marga þeirra sem ég vil alls ekki missa af í Google-readernum mínum.
Sæmundur Bjarnason, 12.11.2009 kl. 08:57
Skil ekki hvernig sumir endast til rífast látlaust um pólitík á blogginu. Það er bara að skemmta skrattanum.
Margt þykir mér allavega jafn eða meira leiðinlegt en trúarumræðan á blogginu. Pólitíkin hefur auðvitað meiri tilgang dags daglega, en umræðan á blogginu breytir þar kannski álíka miklu um eins og trúarþrasið gerir um trú fólks.
Kristinn Theódórsson, 12.11.2009 kl. 09:18
Innleggin birtast aftur á lista þínum ef höfundur hefur gert leiðréttingu í textanum, t.d. vegna innsláttarvillu og svo þegar aðrir hafa gert athugasemd við innleggið sem þú hefur ekki lesið.
Kristinn Theódórsson, 12.11.2009 kl. 09:20
Fáir eru einstrengilegri en þeir trúuðu.
Bara hlægilegt að vera að væla og vola yfir staka mönnum sem blogga gegn skipulögðum trúarbragðamafíum, þessar mafíur eru með tilbeiðsluhallir um allan bæ, soga til sín þúsundir milljóna.
Boðberar þessa dogma eru með hundruð þúsunda á mánuði, jafnvel yfir milljón.. það sjá allir heilvita menn að þetta er púra vitleysa.
Og hann JVJ og óskeikuli páfinn hans, páfinn gengur um með gullstaf og geimsteinaglingur, stendur á útskornum gullsvölum hallar græðginnar og básúnar yfir skrælingjana að þeir eigi að vera nægjusamir á mörgum tungumálum... að erfiðara sé fyrir ríkan mann að komast til himnaríkis en úlfalda í gegnum nálarauga.
Annars er JVJ einn af aðalafkristnunarpostulunum.. fólk sér hvað hann er forpokaður af lestri á biblíu.. aldrei er hann að gagnrýna páfann sinn sem þó er verndari barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar, hann tekur undir allt sem páfi segir.. að allir eigi að vera skírlífir og forðast þannig eyðni... samt eru prestarnir alveg á fullu með lallann um allt í skjóli páfa.
Svo er það biblían sem er hræðilega ljót bók, ekkert að henni segir JVJ og aðrir krissar.. nosiribob.
Á meðan lögreglan varar fólk ekki við skipulögðum trúarbrögðum eins og hún gerir með Nígeríusvindl, þá verða aðrir að taka þetta að sér og vara fólk við.. menn eins og ég og prakkarinn ofl ofl ofl; Við tökum ekkert fyrir, engir peningar í spilinu, bara sjálfsögð réttlætistilfinning á ferðinni, sameiginlegir hagsmunir alls heimsins.
DoctorE 12.11.2009 kl. 09:36
Jón Steinar er jú líka góður að tala sínu máli og er jafnskýr, og JVJ er lélegur í því plús hversu þokukenndur hann er alltaf. Enn að binda sig við umræður um trúmál eingöngu, er leiðigjarnt til lengdar. Sérstaklega bara að mótmæla öllu sem hefur með trúarbrögð að gera.
JVJ fælir ábyggilega fleiri frá trúarbrögðum enn Jón Steinar og DoktorE samanlagt. Þess vegna er JVJ bráðnauðsynlegur bloggari...
Óskar Arnórsson, 12.11.2009 kl. 11:54
Jón Steinar á, að mínu mati, sum af bestu bloggum sem birst hafa á Moggablogginu. Hann getur verið stórkostlegur penni ef hann vill það viðhafa.
Hinn veit ég ekkert um.
Anna Einarsdóttir, 12.11.2009 kl. 12:07
DoctorE. Þú segir: "Fáir eru einstrengingslegri en þeir trúuðu." Þarna setur þú alla trúaða undir sama hatt. Það held ég að sé ekki rétt heldur einstrengingslegt.
Sæmundur Bjarnason, 12.11.2009 kl. 12:54
Ok, boðbera trúarbragða... eða ofurkrissar.
Allir sáttir :)
DoctorE 12.11.2009 kl. 12:57
Óskar og Anna. Jú, mér finnst Jón Steinar fantagóður penni en hann æðir um allt með andguðræknisleg komment. JVJ verður ansi staglkenndur oft og fælir marga frá sér. Lokar líka á menn villt og galið. Henti mér út sem bloggvini. Kristinn: Mér finnst innleggin bloggvina alltaf koma aftur og aftur. Get aldrei losnað við þau. Óþarfi að láta þau birtast svona trekk í trekk.
Sæmundur Bjarnason, 12.11.2009 kl. 13:01
ég hef reyndar lítið séð af Jóni Steinari undanfarið, en það litla sem ég hef séð til hans þykir mér gott.
ég les JVJ sjaldan. hann var einn af þeim sem vilja ritskoða komment áður en þau hljóta náð og slík blogg forðast ég. svo ég tali ekki um fílabeinsturnana sem leyfa ekki komment. hins vegar kommentaði ég hjá honum nýverið og það birtist med det samme. batnandi mönnum er best að lifa.
annars hef ég lært á langri ævi að það er gersamlega tilgangslaust að rökræða um trúmál. slíkt skilar aldrei niðurstöðu. því er best fyrir alla að nota tíma sinn í eitthvað annað. þó hef ég stundum gaman að lesa bloggið hans Mofa, þótt ég sé algerlega á hinum endanum í trúmálunum. finnst hann vera einn fárra skemmtilegra trúarbloggara. hann reynir þó að setja málin í rökrænt samhengi. ekki að ég sé sammála honum, en ég virði skoðanir hans.
Brjánn Guðjónsson, 12.11.2009 kl. 13:43
Kristinn Theodórsson: Ég skil heldur ekki hvernig menn endast til að deila endalaust um pólitík. Ég er ekki að áfellast neinn. En slíkar langvinnar deilur, ár eftir ár, eru mér framandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.11.2009 kl. 14:42
Tek endilega fram að ég hef mætur á þeim öllum Jóni Steinari, Doksa og Kristni Thedóorss.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.11.2009 kl. 14:44
Hvenær verður árshátíð bloggara?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 12.11.2009 kl. 15:47
Bergur, gaman að sjá þig hérna. Flott mynd. Og hverjir eru bloggarar?
Sæmundur Bjarnason, 12.11.2009 kl. 16:02
Sæmundur, þú hlýtur að vera að gera eitthvað rétt fyrst JVJ henti þér út sem bloggvini. Ég myndi alveg vilja hafa það á mínu CV-i.
Kama Sutra, 12.11.2009 kl. 18:50
Blessaður Brjánn.. JVJ er að stofna stjórnmálaflokkinn hans Sússa, notar meira að segja mynd af meintum Sússa(Artist impression) fyrir höfundarmynd... hann er bara að þykjast vera libbó á því nú þegar hann er í útrásarjesjú-fílingi:)
DoctorE 12.11.2009 kl. 19:15
Sé bara engan veginn muninn á EINSTERENGISHÆTTI trúaðra og trúlausra.
Ekki nenni ég að munnhöggvast (eða lemja í lyklaborðið) yfir trúlausum eða öðrum með aðrar lífsskoðanir en ég.
Þess vegna skil ég ekki í þeim TRÚLAUSU að nenna að abbast uppá hina. Alveg jafn glatað og tilgangslaust.
Hvers vegna ætti fólk ekki að mega trúa á draugafeðga eða lygasögur í gamalli bók? Ekki truflar það mig að fólk gefi styttum ávexti og vasaklút til að friða,... hvað? Styttuna.
Vilji maður halda friðinn talar maður EKKI um PÓLITÍK OG TRÚMÁL. Snýr sér bara að veðrinu.
Það þýðir ekki það að það geti ekki verið nógu skemmtilegt að láta ylja sér aðeins undir uggum. Það ætti þó ekki valda manni óeirð í skrokknum eða óörg til andans.
Eygló, 12.11.2009 kl. 23:41
Þvílík steypa í textanum hjá mér
Eygló, 12.11.2009 kl. 23:43
Hverjir eru bloggarar? Nú, allir sem blogga auðvitað, hér sem annars staðar ... væri ekki gaman að sjá alla bloggara landsins samankomna á árshátíð bloggara? Ég sé fyrir mér magnaða dagskrá.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 13.11.2009 kl. 10:11
Eygló.. hvers vegna erum við að þessu.. við værum ekkert að þessu ef fólk væri að sýsla með sínum guðum prívate og persónulega.. en málið er að trúaðir vilja að allir leggist undir guðina og dogmað.. umboðsmenn meintra guða eru í stjórnkerfinu, þeir vilja vaða yfir allt og alla með einhver hallelúja eða Allah lög, þeir eru með nefið í hvers manns koppi, þeir bora sér yfir börn, ráðast inn í menntakerfið, ráðast að vísindum og þekkingu.
Heimurinn á sér þúsundir ára af hörmungum vegna trúarbragða, fólk nýtur ekki sjálfsagðra mannréttinda vegna trúarbragða...
Hvernig nennum við þessu.. skrítin spurning
DoctorE 13.11.2009 kl. 10:48
DoctorE. Takk fyrir að svara. Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki þessa áþján og er sennilega svona kæruleysisleg í umræðum. Enginn hefur reynt að hafa áhrif á mig eða mitt fólk svo ég er í einhverri afneitunarbómull.
En er ekki óþarfi að vera það sem kallað er orðljótur og skrifa með skætingi og hugsanlega særandi fyrir þá sem þannig eru upp lagðir.
Eygló, 13.11.2009 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.