860 - Hefur spilað fótbolta allt sitt líf

Las svolítið um visakorts-málið í DV og sá svo fjallað um það í Kastljósi. Ef hægt er fer hlutur KSÍ í málinu sífellt versnandi.

Aumingja fjármálastjórinn álpaðist blindfullur inn á strípi-stað í Sviss og lánaði nærstöddum Visa-kortið KSÍ. Þetta var fyrir mörgum árum og svo verður allt vitlaust núna. Þetta er góður maður og hefur spilað fótbolta allt sitt líf, segir Geir Þorsteinsson sjálfur. Þá þarf ekki framar vitnanna við. Auðvitað eru allir englar sem hafa einhverntíma spilað fótbolta. Svo er Geiri Goldfinger eitthvað að auglýsa sig í tilefni af þessu. Ekki fara knattspyrnumenn til hans. Því trúi ég barasta ekki.

Ekki ætla Reykvíkingar að hætta við sína elsku stöðumæla þó reynslan af klukkukortum sé góð á Akureyri. Víða annars staðar eru þau einnig notuð með ágætum árangri. Reykvískir embættismenn eru ekki vanir að láta blekkjast af rökum.

Minnisstæð er líka að sérstök rannsókn var gerð á því uppátæki Akureyringa að hafa ókeypis í strætó. Í ljós kom í þeirri viðamiklu rannsókn að fleiri ferðuðust með strætisvögnum en ella ef fargjald var fellt niður. Þetta kom gríðarlega á óvart og enginn hafði reiknað með þessu.

Þó Reykvíkingar vilji fjölga strætisvagnafarþegum var ákveðið að lækka fargjöldin ekki. Rekstur kerfisins var betur tryggður með hækkun fargjalda. Líklega hættir hinn óþarfi strætisvagnaakstur hér í Reykjavík og nágrenni alveg þegar allir verða hættir að ferðast með þeim. Þeim árangri má ná með því að hafa fargjaldið nógu hátt.

Nú er ég búinn að komast að því hvernig vísan er sem kom til umræðu hérna um daginn. Sá hana á blogg.gáttinni. Hún er svona:

Selfyssinga er sinnið heitt.
Sundurlyndið stöðugt vex.
Í því tafli er brögðum beitt.
Bxg6.

Svo er DoctorE allt í einu orðinn aðalmálið aftur í kommentunum hjá mér. Aðalatriðið í hans máli er nafnleysið en ekki trúarfóbían. Það þarf að tryggja að nafnleysið njóti réttar. Andstæðingar þess vilja fyrir hvern mun koma böndum á tjáningarfrelsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr Latabæ í lastabæli,
larfurinn, ég held ég æli,
í stóran greiddi stöðumæli,
standpínan hún fékk þar hæli.

Þorsteinn Briem, 10.11.2009 kl. 09:16

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alveg bóndinn Briem er snar
bölsótast í vísum
yfir því að einhver var
umsetinn af skvísum.

Sæmundur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 11:04

3 identicon

Er ég þá svona "vondur" vegna þess að ég hef lítið sem ekkert spilað fótbolta :)

Mér finnst svona strippstaðir reyndar alveg ömurlega leiðinlegir, hef farið kannski 2-3 þegar vinir hafa dregið mig á þetta, fljótur að forða mér út aftur.

DoctorE 10.11.2009 kl. 12:54

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Út af fyrir sig er mér meinlaust við DoctorE. Hann hefur aldrei hníflast sérstaklega við mig. En ég mæli ekki nafnleysi bót. Hefur alltaf þótt lítilmannlegt að vega úr launsátri og þora ekki að gangast við gerðum sínum og orðum. -- Þykir þó heldur fjöður í hatt DoctorsEs að hafa ekki verið að baksa við að sparka í leðurtuðru, sbr. athugasemd hans hér að ofan.

Sigurður Hreiðar, 10.11.2009 kl. 13:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Karlarnir í KSÍ,
kunna allir ráð við því,
er kvisast út smá kenderí,
kortin píkum úr og í.

Þorsteinn Briem, 10.11.2009 kl. 13:19

6 identicon

Ég er skráður á þessu bloggi með kennitölu, þannig að ef einhver telur mig troða á sér þá er er honum í lófa lagt að ná í mig.
Mbl hafa hringt í mig og alles, þannig að þeir vita alveg hver ég er.

Hér blogga einnig hinir ýmsu menn undir kennitölu einhverra samtaka, eins og td kristileg stjórnmálasamtök.
Einnig er ekkert víst að Jón Jónsson sé sá Jón sem hann segist vera á netinu.

Mér finnst reyndar allar íþróttir afar leiðinlegar, nema kannski að synda.. íþróttaáhorf er eitt það leiðinlegasta sem hugsast getur.

Muna svo hið fornkveðna: Margur verður af fótbolta fótboltabulla ;)

DoctorE 10.11.2009 kl. 13:24

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Virkilega gaman að þessu.
Fyrir mér er aðalmunurinn á Sigurði og DoctorE sá að ég veit meira um Sigurð og get leitað mér frekari upplýsinga um hann ef mér sýnist. DoctorE vill bara vera þekktur hér fyrir það sem hann segir á sínu bloggi og annarra. Það finnst mér hann mega. Mér vitanlega vegur hann allsekki úr launsátri þó nafnleynd sé stundum notuð til slíks.

Sæmundur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 13:51

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég er nú svo undarlega innréttaður að mér dettur yfirleitt í hug ein vísa þegar ég heyri aðra. Nú dettur mér í hug vísan kunna:

Kalt er úti kallinum
kemur hann til manna.
Píkan situr á pallinum.
Pétursdóttir Anna.

Sæmundur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 13:56

9 identicon

Sælir lesendur góðir. Þetta er allt hið undarlegasta mál, hvern er þessi blessaði maður að verja ? Ég held að það séu hærra settir menn en hann sem verið er að verja. Því verða forkálfar KSÍ að svara

Þorleifur H. Óskarsson 10.11.2009 kl. 17:04

10 identicon

Kannski lumar fótboltaleikarinn mikli á upplýsingum með að aðrir félagar og góðmenni sem hafa spilað fótbolta allt sitt líf.. hafi sjálfir þurft að elta bolta alveg óvart inn á hinar og þessar strippbúllur, þar sem þeir voru plataðir til að versla sér vont kampavín fyrir milljónir, þó svo að þeim þyki kampavínið vont.

DoctorE 10.11.2009 kl. 17:06

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég er að mestu hættur að skilja þetta. Held þó að Þorleifur hafi verið að tala um að fjármálastjórinn væri að verja einhverja hærra setta og kannski er DoctorE líka að tala um hann þegar hann talar um fótboltaleikarann mikla. Spurningin er þá kannski sú hvort Geir fór líka á stripp-búllur í nafni KSÍ??

Sæmundur Bjarnason, 10.11.2009 kl. 17:35

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Falleg er sú fyrirmynd,
flokkast ekki undir synd,
ef vantar pening konukind,
KSÍ er tekjulind

Þorsteinn Briem, 10.11.2009 kl. 22:20

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

" þegar vinir hafa dregið mig á þetta" .. DoctorE varstu mjög tregur í taumi?   ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.11.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband