29.10.2009 | 00:48
848 - Búsáhaldabyltingin
Þegar mótmælendur grýttu lögregluþjóna við Stjórnarráðshúsið í janúar í vetur og almennir borgarar úr röðum mótmælenda stilltu sér upp á milli grjótkastaranna og lögreglunnar held ég að legið hafi við raunverulegu byltingarástandi hér á Íslandi. Þjóðin hafi hinsvegar sýnt að hún vill ekki slíkt og þeir sem kalla eftir byltingu núna eru að misskilja ástandið.
Umtalað er hve Moggablogginu hefur hrakað að undanförnu. Tvennt er það einkum sem ég hef haft til viðmiðunar um vinsældir þess. Til að komast í sæti 400 á vinsældalistanum hefur oft þurft svona þrjú til fimmhundruð vikuheimsóknir. Nú eru þær 195. Hinsvegar er það hve langt er síðan nýr bloggari númer 400 kom. Nú eru 112 dagar síðan og ég held að áður fyrr hafi dagarnir verið miklu færri. Það erum við sem eftir erum hér sem væntanlega tryggjum áframhaldandi vinsældir Moggabloggsins. Það er að segja ef það verður áfram vinsælt. Reyndar veit ég ekki hve margir heimsækja mbl.is eða blog.is og hvert hlutfall þeirra er í heildarvefheimsóknum netverja hér á landi en mælingar eru til um það og segja sennilega til um auglýsingaverð.
Flest sem um Schengen-samkomulagið er sagt er afskaplega neikvætt. Fæstir skilja mikið í því og alls ekki hver fengur er í því fyrir okkur Íslendinga. Þegar verið var að koma þessu á var sagt að kostirnir væru margir. Meðal annars áttum við að geta fengið strax allar upplýsingar sem við þyrftum um glæpamenn sem legðu leið sína hingað. Ekki held ég að það hafi gengið eftir. Mér vitanlega eru þeir ekki sérmerktir þegar þeir koma.
Jú, eitt er sennilega Schengen að þakka. Við eigum tiltölulega auðvelt með að losa okkur við óæskilega hælisleitendur. Kannski er það ekki sérlega jákvætt fyrir hælisleitendurna, en ekki verður við öllu séð. Eitthvað hlýtur að vera jákvætt við Schengen þó Bretar og Írar hafi ekki komið auga á það.
Og nokkrar myndir í lokin sem teknar voru í rokinu í dag.
Vatnsflaumur í Elliðaárdalnum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég leit þannig á, að mótmælin væru til að þrýsta á kröfurnar sem settar voru fram á fundunum. Nýjar kosnigar, burt með stjórnir Seðlabanka og FME. Þegar gengið var að þessu, þá hættu mótmælin. Ekki var ætlunin að taka völdin með ofbeldi.
Varðandi bloggarann sem hvarf, Halldór Egilsson, þá hefur mér dottið í hug sú samlíking, að þetta sé eins og í Argentínu á sínum tíma. Þar hurfu menn bara. Ekkert var tilkynnt um neitt. Síðar kom í ljós að flogið var með mennina út á haf og þeim hent í sjóinn.
Hérna eru bloggarar farnir að hverfa og ekkert er tilkynnt um málið. Enginn fær að vita hvað það var sem leiddi til þessa. Svona er stjórnað hér á moggablogginu. Menn vita ekkert hvað er í gangi, en sumir bara hverfa.
Sveinn hinn Ungi 29.10.2009 kl. 09:04
Ég á við að hlutirnir hefðu vel getað farið úr böndunum. Einhverjir hafa örugglega viljað raunverulega byltingu.
Hugleiðingar þínar um Halldór Egilsson eru áhugaverðar en ég hef ekki trú á að þær séu réttar. Verulegur fengur væri samt í að vita meira um það mál.
Sæmundur Bjarnason, 29.10.2009 kl. 09:18
Við vitum ekkert um málið. Maðurinn bara hvarf. Þetta er frekar óþægilegt.
Sveinn hinn Ungi 29.10.2009 kl. 10:19
Mér finnst Moggablogginu hafa hrakað verulega síðan Davíð kom. Öfgafullir Sjálfstæðismenn virðast nú hafa misst allar hömlur og þeir komast auðvitað upp með það. Það væri líklega skynsamlegt fyrir allt venjulegt fólk að yfirgefa svæðið, láta þessa leiðindaskarfa sem enn kjósa sérhagsmunaflokkinn vera eina eftir og þá myndu fáir lesa hérna.
Anna Einarsdóttir, 29.10.2009 kl. 10:43
Takk Sveinn og Anna. Mér finnst slæmt að heyra ekki meira af Halldórsmálinu. Veit ekki alveg með Moggabloggið. Hélt að það væri ekki alfarið undir afkomu Morgunblaðsins komið. Ef menn halda áfram að lesa mbl.is þá ætti Moggabloggið að geta haldið áfram.
Sæmundur Bjarnason, 29.10.2009 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.