847 - Austurlandaegill

Mér er sagt að hér bloggi varla orðið aðrir en hægri sinnaðir öfgamenn. Mér er alveg sama. Hér ætla ég að blogga enn um sinn. Það getur vel verið að ég bloggi minna um bankahrunið og stjórnmál almennt en aðrir. Það er samt ágætt að blogga hér og ég kann orðið vel við kerfið sem hér ræður ríkjum. Doddson truflar mig ekki heldur og mér finnst ég ekki vera að styðja hann á neinn hátt þó ég haldi áfram að vera hér. Reyni bara að láta bankahrunið og stjórnmálin ekki hafa of mikil áhrif á mig.

Hirðin eina hefur peð
hádegis í móunum.
Truflar sumra grálynt geð
sem gjarnan vilja lóga honum.

Einhver var að gera athugsemd við að Loftur flugnavinur væri kominn í fjórða sætið á vinsældalistanum og taldi það til marks um að hægri sinnaðir öfgamenn réðu orðið hér ríkjum. Ég er ekki sammála því. Þónokkrir af þeim sem vanir voru að vera ofarlega á vinsældalistanum er hættir að blogga hér. Þessvegna er í fyllsta máta eðlilegt að aðrir komi í staðinn. Sjálfur er ég alls ekki frá því að gestum hafi fjölgað uppá síðkastið hjá mér.

Eitt er það blogg sem ég skoða oft um þessar mundir en það er bloggið hans Egils Bjarnasonar frænda míns (austurlandaegill.blog.is) Það er alltaf gaman að fylgjast með honum á ferðalögum. Nú er hann að flækjast um Eþíópíu og bloggar reglulega þaðan. Myndirnar hans eru líka feikigóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, Sæmundur, við látum ekki hægrimennskustimpil eða davíðshatur stjórna okkur, höldum áfram að blogga eins og við höfum geð til. Einhverra hluta vegna datt mér í hug við lestur bloggs þíns núna ágæt vísa eftir Piet Hein, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar að ég ætla:

Hann Davíð bóndi á Dröngum 

er dauður. Það var ljótan!

Svo hjartanlega hafði ég

hlakkað til að skjót´ann.

Og m.a.o: Hvernig ferðu að því að setja tam. svona vísu í blogg án þess að fá alltaf auða línu á milli?

Sigurður Hreiðar, 28.10.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta með auðu línuna er einfalt - bara shift-enter. Það eru margar vísur eftir Piet Hein skemmtilegar - líka á dönsku. Bóndinn á Dröngum (á Skógarströnd) sem ég kannaðist eitt sinn við hét reyndar Daníel.

Sæmundur Bjarnason, 28.10.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband