20.10.2009 | 00:08
839 - Emanuel Lasker
Þýski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn Emanuel Lasker var heimsmeistari í skák frá 1894 til 1921. Á þeim árum voru reykingar leyfðar við skák þó ekki sé svo nú. Vinsælt var að púa vindlareyk beint framan í andstæðinginn. Einhverju sinni var Lasker að tafli og tók upp vindil og eldfæri og gerði sig líklegan til að kveikja í honum. Andstæðingurinn kallaði þá á skákstjórann og kvartaði undan þessu. Lasker benti á að hann hefði alls ekki kveikt í vindlinum hvað þá púað framan í andstæðing sinn. Andstæðingurinn svaraði þá: Já, en þú hefur sjálfur sagt í bók um skák að hótun geti verið sterkari en framkvæmd og svo sannarlega ertu að hóta því að blása vindlareyk framan í mig." Minnir að það hafi verið 1991 sem tilraun til stjórnarbyltingar var gerð í Rússlandi. Þá voru tölvur yfirleitt ekki nettengdar en þó man ég eftir að þegar skotið var úr fallbyssum á þinghúsið í Moskvu voru menn við tölvur í nærliggjandi húsum sem lýstu því sem var að gerast sitjandi við sínar tölvur og skrifandi á gopher. Internetið er nefnilega alls ekki nýtt. Minnir að það sé frá því laust eftir stríð. Árið 1991 voru fáir á Íslandi sem fylgdust með á Netinu. Þegar sjóflóðin féllu á Vestfjörðum man ég eftir að hafa oft endursagt það helsta úr fréttum og sett á island-list. Nokkur fjöldi námsmanna fylgdist með því. Helsti gallinn við frammígjammið á Alþingi er að það heyrist óttalega illa í sjónvarpinu hvað kallað er. Þessi köll eru að færast í aukana og til mikillar skammar fyrir þá sem það iðka. Nefni engin nöfn. Annars eru pólitískir andstæðingar Icesave samkomulagsins óvenju orðljótir þessa dagana hér á Moggablogginu. Ég segi pass. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gáta: Hvað þýðir BXG6?
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.10.2009 kl. 02:39
Til að svara Láru, þá held ég að það þýði Biskup drepur Gunnar(s) sex... :P Hehehe
Ég notaði fyrst nettengda tölvu 1991, með 900b. módemi og tengdist BBS kerfi, þar sem hægt var að lesa tölvupóst og annað slíkt. (Inter)Netið var komið til landsins, en aðeins aðgengilegt kennurum og svo nemendum í Háskólanum (Ísmennt). Það var ekki fyrr en í kring um 1995 sem við almúginn komst í tæri við Netið - og síðan hefur ekki verið aftur snúið.
Skorrdal 20.10.2009 kl. 04:18
Þetta getur svosem þýtt Biskup drepur gunnar sex en ég mundi vilja skrifa það Bxg6 sem er ekki alveg það sama.
Þegar ég gerðist notandi hjá Ísmennt var alveg óþekkt þar að aðrir en skólar notuðu svonalagað og Pétur á Kópaskeri var lengi í vandræðum með hvað ég ætti að borga. Á BBS-um notaði ég lengi 128 baud módem og 256 baud þótti lúxus. Texti úr einni bíómynd var svona 10 mínúitur á leiðinni með 128 b.
Sæmundur Bjarnason, 20.10.2009 kl. 04:38
Pétur er karakter. Fékk að kynnast honum fyrir rúmum áratug - og Guðmundir Ragnari (Ragnar í this.is); þeir teljast víst feður internetsins á Íslandi (eða kannski afi og faðir? hehe). Ég fékk aldrei að kynnast netinu í gegnum Ísmennt, enda hvorki mikill skólamaður - hvað þá kennari.
Netið hefur breyst alveg rosalega, síðasta áratuginn - og nú koma heilu bíómyndirnar á nokkrum mínútum.
Skorrdal 20.10.2009 kl. 09:09
Við erum nokkrir ennþá sem erum ekkert orðljótir Sæmundur. Bestu kveðjur úr Hveragerði.
Axel Þór Kolbeinsson, 20.10.2009 kl. 10:18
Ég fékk aðgang að netinu 1995 og þá voru ekki nærri því allir tengdir við veraldarvefinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.10.2009 kl. 11:57
Ætli Netscape hafi ekki verið nýjung 1995. Sennilega hefðirðu þurft að nota Gopher eða Lynx til að komast á Internetið. Það var um 1997 ef ég man rétt sem gera þurfti ráð fyrir bæði Netscape og Internet Explorer. Já, Netið hefur breyst gríðarlega að undanförnu og ég hef lítið fylgst með því. Þegar ég var að tala um bíðmyndartexta
Sæmundur Bjarnason, 20.10.2009 kl. 13:25
Minnir að módemin hafi veri 1200 bps eða 2400bps á stöð 2 bbs. Síðan fór maður í 14400bps og þótti mikið til koma. Man þegar ég sótti Doom leikinn þegar hann kom út 1.4mb og var 1 klst að sækja hann. Minnir að það hafi verið rétt fyrir jól 1993. Veit samt að ég var með fyrstu mönnum á íslandi sem spilaði hann :)
Benni 20.10.2009 kl. 13:28
Fékk ekki að klára. Framhaldið er svona: hér að ofan var ég bara að tala um íslenska textann. Á þeim tíma hefði engum dottið í hug að senda heila bíómynd yfir Netið. Besta "transfer ratið" náðist jafnan um jól eða aðrar hátíðir þegar ekki var mikið verið að nota Netið.
Sæmundur Bjarnason, 20.10.2009 kl. 13:28
Já, þetta er eflaust alveg rétt hjá þér, Benni. Ég er ruglaður í tölum. Ætli útlandasammbandið hafi ekki verið 128 Megabits (eða bytes) á þessum tíma. Það voru 4800 og 9600 b. módem sem þóttu það fínasta á þessum tíima. Annars er þessi saga skemmtileg.
Sæmundur Bjarnason, 20.10.2009 kl. 13:33
Þegar stjórnarbyltingin var gerð í Rússlandi árið 1991 þá var ég að mata Ríkisútvarpið af fréttum teknum af irc-inu, en Rússar notuðu það tengiforrit internetsins mikið á þeim tíma. Ég var við sumarvinnu í banka og hafði tengingu inná gamla tölvu hjá Háskóla Íslands sem var aftur tengd internetinu.
Háskólí Íslands hafði verið tengdur netinu í fjölda ára þá enda netið strax árið 1990 orðið ómissandi samskiptamáti nemenda, sérstaklega í raungreinum.
Kalli 20.10.2009 kl. 17:48
Kalli, þetta er áreiðanlega rétt hjá þér. Það getur vel verið að þetta hafi verið á IRC-inu en ekki Gophernum. Nöfnin ruglast hjá manni eins og annað. Einhver sagði mér að ég hefði notað Elm-póstforritið lengur en nokkur annar íslendingur. Elm var reyndar alveg ágætt og svo voru stafatöflurnar sífellt að rugla mann og eru jafnvel enn. Til að senda á island-list minnir mig að þurft hafi að fara í gegnum sérstaka síu fyrst. Bókin saga Internetsins á Íslandi kemur kannski einhverntíma út.
Sæmundur Bjarnason, 20.10.2009 kl. 18:04
Ég notaði island-list þegar ég var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Ekki vissi ég að þú hefðir komið nálægt því. Þá voru sárafáir tengdir internetinu.
Kama Sutra, 20.10.2009 kl. 18:29
Ég man eftir módemum allt niður í 300b, þótt svo ég hafi aldrei eignast slíkt til brúks, heldur bara sem safngrip. Það var þannig að símtólið var sett ofan í hulstur, en ekki beintengt við símalínuma. Mitt fyrsta einkamódem var 900b - og síðan stækkaði ég við mig upp í 9600b 1995, þegar ég tengdist loks Netinu fyrir alvöru. Hef varla verið án þess síðan.
Skorrdal 21.10.2009 kl. 03:48
Þetta með Bxg6 tengdist hugsanlega vísu um séra Gunnar á Selfossi en ég veit ekki meira.
Það var aðallega í Flateyjarsnjóflóðinu sem ég sendi innlegg á island-list og margir Íslendingar í útlöndum voru þakklátir fyrir það því fáir tengdust Internetinu og þetta var ekki í heimsfréttunum.
Fyrsta modemið sem ég notaði var víst 1200 eða 2400 baud og svo áfram en undanfarin ár hef ég látið framfarir á þessu sviði framhjá mér fara. Gaf út Rafritið á sínum tíma. Það má finna á vef Netútgáfunnar.
Sæmundur Bjarnason, 21.10.2009 kl. 04:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.