16.10.2009 | 00:10
835 - Sviptingar í bloggheimum
Sturla Böðvarsson fyrrum samgönguráðherra og forseti Alþingis ritar grein á Pressuna þar sem hann gagnrýnir Egil Helgason harkalega auk þess að koma netlögguhugmyndum sínum á framfæri. Egill er pólitískur í bloggi sínu og leyfir allar athugasemdir þar. Að hann skuli um leið vera starfsmaður RUV gerir málið svolítið flókið. Það sem Sturla vill í þessu getur hæglega verið stórhættulegt fyrir málfrelsið í landinu. Pressan leyfir engar athugasemdir. Eyjan gerir það hinsvegar og þá að sjálfsögðu Egill líka. Enda er hann eyjubloggari. Mbl.is leyfir athugasemdir þeim sem skráðir eru hjá þeim og þá verður athugasemdin um leið að sjálfstæðu bloggi sem aftur er hægt að gera athugasemdir við. Allt er þetta nokkuð skrýtið og eflaust er hugmyndin sú að fjölga bloggurum með þessu og gefa um leið stjórnendum Moggabloggsins sem mest vald yfir þeim sem þar athugasemdast eða blogga. Nú sigli ég hraðbyri upp vinsældalistann á Moggablogginu. Það er auðvitað mest vegna þess að margir fínir bloggarar fóru á Eyjuna eða sögðust ætla þangað, þegar Davíð Oddsson var gerður að ritstjóra á Morgunblaðinu. Svo á hún Óskírð Bjarnadóttir ef til vill einhvern hlut í þessum nýfengnu vinsældum. En úr því Lára Hanna yfirgefur okkur Davíð ekki þá er ég að hugsa um að vera kyrr hér enn um sinn. Fyrst eftir kosningarnar í vor vorkenndi ég þeim sem höfðu kosið Vinstri græna vegna þess að þeir væru flokka líklegastir til að koma í veg fyrir að Ísland yrði ESB að bráð. Nú eru það ég og aðrir þeir sem Borgarahreyfinguna kusu sem eru vorkunnar þurfi. Það var eiginlega Friðrik Þór Guðmundsson (lillo.blog.is) sem segja má að hafi platað mig til að kjósa Borgarahreyfinguna á sínum tíma. Meðan hann var hér á Moggablogginu las ég bloggið hans oft og að sumu leyti var það fyrir hans áhrif að ég ákvað að kjósa hreyfinguna. Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu." Segir séra Gunnar Björnsson og nú má búast við að hitni í kolunum á Selfossi þó eflaust séu engin ný Staðamál í uppsiglingu.
|
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Aldrei ferðu ekki neitt,
ekki nokkur fær því breytt,
Davíð gerir lífið leitt,
á laun hann elska(r) afar heitt.
Þorsteinn Briem, 16.10.2009 kl. 03:10
Steini fór í stuðlaleik
stöku góða samdi.
Andagiftin ekki sveik.
Hann orðum saman lamdi.
Sæmundur Bjarnason, 16.10.2009 kl. 04:26
Sturla kallar Egils ritsóða. Það er alvarleg ásökun. Þegar menn bera slíkt fram þurfa þeir að sýna fram á mál sitt með dæmum. Það gerir Sturla ekki. Þegar fullyrt er að menn séu svona og svona án þess að rökstyðja mál sitt er það bara lýðsrkrum. Það kemur ó óvart frá Sturla frændda því hann er yfirleitt hógvær í málflutningi. En það er mjög atyhyglisvert - og ísskyggileggt að mestu fjnadskapurinn við bloggfrelsi og þar með aðför að tjáningarfrelsi kemur ítrekað frá stjórnmálmönnum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.10.2009 kl. 07:45
Það var ekkert rangt við að kjósa Borgarahreyfinguna. Hið slæma er hvernig meðlimir hreyfingarnar hafa slegið vopnin úr eigin höndum í einhvers konar hænsna-ati.
Ég er áfram á Moggablogginu óháð hver er ritstjóri Moggans eða hver hefur hvaða pólitísku skoðun og hvernig þeir koma þeim á framfæri. Moggabloggið er einfaldlega besta bloggkerfið sem ég þekki, betra en jafnvel sjálft Wordpress að mínu mati, þó að það bjóði reyndar ekki upp á jafn mikla möguleika.
Hrannar Baldursson, 16.10.2009 kl. 10:44
Það geta allir opnað bloggsíður svo það er engu að kvíða þótt geðvondir fyrrverandi þingmenn þoli ekki gagnvirk skoðanaskipti. Hann sýndi það sem forseti þingsins að honum hugnast ekki lýðræðisleg umræða
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2009 kl. 10:45
Sturla er maður gamla íslands... einn af þeim sem reynir og reynir að halda í gömlu æluna
DoctorE 16.10.2009 kl. 12:17
Sigurður. Stríð stjórnmálamanna gegn bloggurum og nafnleysingjum er hafið. Kannski er það vegna þess að Sturla er yfirleitt hógvær í málflutningi sem hann ræðst ítrekað gegn okkur.
Hrannar. Borgarahreyfingin er að bregðast mörgum kjósendum sínum. Slíkt er eðli stjórnmálaflokka. Engu að síður er það besta ráðið til að koma sínum málum fram að bindast samtökum.
Jóhannes. Já, Moggabloggið er best. Samt hef ég á tilfinningunni að samstarf þeirra við aðrar bloggveitur gæti verið betra. Að óbreyttu er ég ekkert að hugsa um að hætta hér.
Sæmundur Bjarnason, 16.10.2009 kl. 12:25
DoctorE. Var ekki búinn að "updeita" síðuna hjá mér þegar ég svaraði hinum. Þú stendur vaktina fyrir hönd hinna nafnlausu. Gættu þess bara að vera ekki of orðljótur. Það auðveldar andstæðingum okkar baráttuna.
Sæmundur Bjarnason, 16.10.2009 kl. 12:34
Ég passa mig á að skrifa skörungslega... ég hef engar aðvaranir fengið á nýja blogginu mínu, samt er ég ekkert að skafa utan af neinu, segi menn geðveika og klikkaða..
Það hefur heldur ekki nokkur maður spáð í því hvað ég heiti... það eru bara smáborgarar á íslandi og kannsi Norður Kóreu/Kína sem spá í svona :)
Yesterday in the mountains, today in the world.
DoctorE 16.10.2009 kl. 13:08
Sorglegt með Borgarahreyfinguna.
Í hádegisfréttum var sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði étið hana. Hún hefur þá verið skorin niður í trog fyrst og síðan söltuð eða reykt. Ekki trúi ég að fólkið sem barði bumbur á Austurvelli fari sjálfviljugt til FLokksins.
Kolbrún 16.10.2009 kl. 15:00
Það endar með að ég stofna flokk... með mér einum sem meðlim... þó er ég ekki viss um að ég treysti sjálfum mér... en þó held ég að af mörgum slæmum kostum þá myndi ég kjósa sjálfan mig ;)
DoctorE 16.10.2009 kl. 15:10
Af hverju notar Sturla ekki Netvara Símanns ef hann þolir ekki svona hrylling.
Finnur Bárðarson, 16.10.2009 kl. 16:47
Doctor góður :)
Finnur Bárðarson, 16.10.2009 kl. 17:27
Kolbrún. Þetta með átið á Borgarahreyfingunni þekki ég ekki, en fyrir mér dó hún þegar 3 atkvæði þingmanna þeirra voru auglýst til sölu í RUV-fréttum.
Ef DoctorE stofnar flokk verður hann sennilega að láta af nafnleysinu!
Hélt að Netvarinn væri bara fyrir krakka en kannski má nota hann á Sturlu líka.
Sæmundur Bjarnason, 16.10.2009 kl. 19:37
Ég skal vera sérlegur aðalritari flokksins og Mali heiðursfélagi ef Doksi stofnar eins manns flokk og verður formaður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.10.2009 kl. 20:36
eftir kosningarnar í vor var ég yfir mig sáttur með val mitt. ég kaus Borgarahreyfinguna. í júlí breyttist þessi góða tilfinning í alger vonbrigði.
ég er sammála Hrannari með að Moggabloggið er það skársta bloggkerfi sem ég hef kynnst. hef þó ekki skoðað mörg, en hef skoðað nokkur.
ég geri það að kröfu minni að verði stofnaður flokkur verði Mali ekki heiðursfélagi, heldur formaður. ég meina forköttur. sorry Mali.
Brjánn Guðjónsson, 17.10.2009 kl. 04:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.