832 - Óskírð Bjarnadóttir

Blogga yfirleitt ekki um persónuleg efni. Undantekning samt núna. Óskírð Bjarnadóttir fæddist í morgun (mánudag) og ég er búinn að vera í mestallan dag á Akranesi og má eiginlega ekkert vera að því að blogga. Talsverðar upplýsingar um hana og myndir skilst mér að séu þegar komnar á Facebook og kannski er hægt að finna þær víðar á Netinu. Tók myndir af henni og tvær þeirra fylgja hér með. Blogga meira á morgun ef ég nenni.

IMG 4115

IMG 4120


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Myndarstúlka þarna, Sæmi, gratjúlera þér.

Steingrímur Helgason, 13.10.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með þessa gullfallegu afastelpu, Sæmi! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.10.2009 kl. 01:15

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég vil óska ykkur Bjarna (og fjölskyldum ykkar) til hamingju með barnið.

Hrannar Baldursson, 13.10.2009 kl. 05:47

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk innilega Steingrímur, Lára Hanna og Hrannar.
Reikna með að taka upp minn bloggþráð fljótlega en það getur samt dregist eitthvað.

Sæmundur Bjarnason, 13.10.2009 kl. 10:41

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til lukku Sæmundur og Áslaug. 

Skilið hamingjuóskum til foreldranna.

Hún er gullfalleg.

Anna Einarsdóttir, 13.10.2009 kl. 11:09

6 identicon

Til hamingju með þetta!!!

DoctorE 13.10.2009 kl. 12:35

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Til hamingju með þennan myndarlega afkomanda Sæmi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.10.2009 kl. 13:15

8 Smámynd: Kama Sutra

Til hamingju með litla krúttið!

Kama Sutra, 13.10.2009 kl. 18:49

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk kærlega öll sömul.

Sæmundur Bjarnason, 13.10.2009 kl. 19:10

10 identicon

Innilega til hamingju með þessa yndislegu og sætu afastelpu.

Kveðja Sirrý Sig.

Sirrý Sig. 13.10.2009 kl. 22:15

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég er sérlega ánægð með að þú gerist persónulegur, engar fréttir eru verðugri þess að blogga um en barnsfæðingar. Gleðigjafar þessi kríli.  Til hamingju!

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.10.2009 kl. 22:16

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Sirrý og Jóhanna.
Stundum geta blogg orðið of persónuleg en umfram allt eru þau fjölbreytt.

Sæmundur Bjarnason, 13.10.2009 kl. 23:29

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju, Sæmundur minn!

Þorsteinn Briem, 14.10.2009 kl. 00:00

14 identicon

Eldri strákurinn minn gæti hæglega farið að gera mig að afa...  manni langar allaf í lítið kríli þegar maður sér litlu angana :)

DoctorE 14.10.2009 kl. 12:36

15 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Steini og DoctorE auðvitað er fátt merkilegra en nýfædd börn.

Sæmundur Bjarnason, 14.10.2009 kl. 16:06

16 identicon

Til hamingju með afastelpuna!

Elín Gunnlaugsdóttir 14.10.2009 kl. 16:15

17 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Til hamingju með litlu afastelpuna :o)

Brynja Hjaltadóttir, 14.10.2009 kl. 18:15

18 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Elín og Brynja.

Sæmundur Bjarnason, 14.10.2009 kl. 21:19

19 identicon

Hjartans hamingjuóskir til ykkar Áslaugar með barnabarnið- kveðjur til foreldrana ;-)

Kristín Þóra 15.10.2009 kl. 08:47

20 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Kristín Þóra.

Sæmundur Bjarnason, 15.10.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband