11.10.2009 | 00:07
830 - The Bandwagon effect, Njála, ESB og ýmislegt annað
Unnið er að því hörðum höndum að þyrla upp pólitísku gerningaveðri gegn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og ríkisstjórninni allri. Stuðningsmenn eru til þó þeir láti ekki mikið fyrir sér fara. Ekki verður löng bið á að þetta verði til lykta leitt. Í Njáls sögu segir: Mörður sendi konur í hérað og voru þær í brautu hálfan mánuð. Þær komu aftur og höfðu byrðar stórar. Mörður spurði hvar þeim hefði mest gefið verið. Þær sögðu að þeim hefði að Hlíðarenda mest gefið verið og Hallgerður yrði þeim mestur drengur. Hann spyr hvað þeim væri þar gefið. "Ostur," segja þær. Hann beiddist að sjá. Þær sýndu honum og voru það sneiðir margar. Tók hann þær og varðveitti. Litlu síðar fór Mörður að finna Otkel. Bað hann að taka skyldi ostkistu Þorgerðar og var svo gert. Lagði hann þar í niður sneiðirnar og stóðst það á endum og ostkistan. Sáu þeir þá að þeim hafði heill hleifur gefinn verið. Þá mælti Mörður: "Nú megið þér sjá að Hallgerður mun stolið hafa ostinum." Af þessu má sjá að nútíma leynilögreglusögur eru ekki alveg ný uppfinning. Svona kom Mörður upp um þau Hallgerði og Melkólf. Símamál eru svo flókin nútildags að ég forðast að reyna að skilja þau. Um daginn hringdi til mín kona og vildi endilega gera mér eitthvert símatengt gylliboð. Ég þorði ekki að játa neinu en sló svona úr og í án þess að bíta hana af mér. Bað hana meðal annars að hringja aftur seinna. Símasala er oft óttalega pirrandi á matmálstímum en getur verið hin skemmtilegasta þar fyrir utan. Í þessu tilfelli svaraði ég áreiðanlega ekki eftir prógramminu og það varð til þess að konugreyið missti þráðinn og ég hefði sennilega getað selt henni eitthvað. Það hefur svosem komið fram hér á blogginu mínu að ég styð inngöngu í ESB miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja. Anna Sigríður Guðmundsdóttir (ansigu.blog.is) segir í nýlegu kommenti á bloggi Láru Hönnu Einarsdóttur meðal annars: Norðmenn allmennt held ég að viti ekki um að umsókn Íslands að ESB sé bindandi. Þeir halda að þetta séu bara aðildarviðræður eins og Normenn hafa átt við ESB. Síðan verði bindandi kosning Íslensku þjóðarinnar um vilja til aðildar. Í kommenti við sömu færslu spurði ég hana hvað hún ætti nákvæmlega við með þessu. Kannski hefur hún ekki séð þá spurningu en vel trúlegt er að einhver sem orð mín les geti útskýrt þetta fyrir mér. Ég skil það þannig að Anna Sigríður reikni ekki með þjóðaratkvæði hér á Íslandi um mögulegan aðildarsamning að ESB. Hvað hefur hún hugsanlega fyrir sér í því? |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Menn og fljóðin blítt ég bið,
bragurinn sem nefnir,
mín hér ljóðin meðtakið
mér til góða virði.
Lærði fyrir norðan? ??????????
Það eru mörg visna brotin sem hringlast í þessarri hálfu kvörn sem virkar í mér.
Aldrei viss um að ég sé höfundurinn???
Sama segir Sæmundur.
Nú er ég orðinn vissum að ég lærði þessi "ljóð" hjá gömlum kalli, ættuðum austan af fjörðum. Ég var bara 10-11 ára þarna fyrir norðan í únavatnssýslunni.1953-54.
Ólafur Sveinsson 11.10.2009 kl. 00:38
Takk Ólafur. Allskyns setningar og bull ásamt vísnabrotum veltist oft um í kollinum á mér. Stundum er jafnvel erfitt að losna við þau!!
Sæmundur Bjarnason, 11.10.2009 kl. 00:54
Það er baunað á Jóhönnu úr öllum áttum. Skipulega úr röðum andstæðinga í pólitík; ég held að hún standi þetta af sér.
Varðandi ESB og þjóðaratkvæðagreiðslu... þá held á að allir flokkar hafi lofað því að hún verði... og efast ekki neitt um að það verði staðið við það.
Brattur, 11.10.2009 kl. 14:48
Sammála þér Brattur um Jóhönnu. Skil samt ekki hvaðan Anna Sigríður hefur sína skoðun og ekki heldur hvað hún getur haft fyrir sér í því að umsókn Íslendinga sé eitthvað meira bindandi en aðrar.
Sæmundur Bjarnason, 11.10.2009 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.