829 - Jónas H. Haralz o.fl - en ekki minnst á Icesave

Jónas H. Haralz varð níræður um daginn. Hann var efnahagsráðunautur ríkisstjórna og seinna bankastjóri. Á þeim tíma var Ólafur Ragnar Grímsson ungur og ferskur og stjórnaði þáttum í sjónvarpi sem tekið var eftir. Mér er í minni einn þáttur þar sem hann tók bankastjóra landsins á beinið og spurði þá út úr um ýmis mál og lét þá líta illa út.

Flestir þeirra tóku þessu fremur illa. Man til dæmis eftir að Jóhannes Nordal varð hálf fýldur við og fannst spurningar Ólafs Ragnars greinilega skelfing barnalegar og varla svaraverðar. Jónas Haralz sem var einn bankastjóranna reyndi sem best hann gat að úskýra málin fyrir Ólafi og lét alls ekki á sér sjá að honum mislíkaði galgopaskapurinn.

Einhverjir halda kannski að Helga Sigurðar hafi verið ber allt árið. Svo var þó alls ekki. Hún er tvímælalaust í hópi frægustu matargúrúa landsins. Ein bóka hennar sem heitir reyndar „Grænmeti og ber allt árið", var talsvert milli tannanna á fólki og óspart snúið út úr nafninu.

Hún var systir Ingimars í Fagrahvammi en Sigurður sonur hans var skólabróðir minn og einn besti vinur. Eitt sinn fórum við Siggi í bæinn og gistum þá á heimili Helgu. Hún var ekki heima en ég man vel þá virðingu sem borin var fyrir henni og flottheitin á íbúð hennar eru mér eftirminnileg.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

En fyrirsögnin eða bókartitillinn „Lærið af Helgu“. Er það líka þjóðsaga?

Emil Hannes Valgeirsson, 10.10.2009 kl. 00:36

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Veistu það Emil Hannes að ég hef ekki einu sinni heyrt brandarann um lærið fyrr. Varla hefur þetta þó verið bókartitill. Það var talað um Helgu í bókmenntaþættinum Kiljunni nú í vikunni og þess vegna minntist ég á hana. Kiljan er úrvalsþáttur.

Sæmundur Bjarnason, 10.10.2009 kl. 01:08

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta hefur þá bara verið eitthvað djók sem ég heyrði einhverntíman. Svipað sögunni um kjötkaupmanninn sem á að hafa spurt: „Eru fleiri frúr með læri?“ þegar hann nennti ekki alltaf að fara ofaní kjallara í hvert sinn sem einhver frúin bað um læri.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.10.2009 kl. 17:07

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vann einu sinni í kjötbúð og fín frú sagði við mig:

"Ég ætla að fá slag."

Auðvitað vissi ég hvað hún meinti og fór ekkert að hlæja.

Sæmundur Bjarnason, 10.10.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband