8.10.2009 | 00:13
827 - Ein krísan af annarri
Í ævisögu Steingríms Hermannssonar, sem ég las fyrir nokkru, er sagt frá því að starf forsætisráðherra sé þannig að ein krísan taki jafnan við af annarri. Ég held að Jóhanna geri sér grein fyrir þessu. Sé ekki að ástandið geti skánað í þjóðfélaginu þó núverandi ríkisstjórn fari frá. Sagt er að Sjálfstæðismenn íhugi að bjóða Framsókn og Vinstri grænum hlutleysi ef ákveðnar verði kosningar fljótlega. Hef ekki trú á að svo verði. Samt álít ég að núverandi stjórn verði ekki við völd út kjörtímabilið. Áður fyrr þegar aðeins var mögulegt að sjá eina sjónvarpsrás hér á Íslandi var meira horft á sjónvarp en nú er. Á vinnustöðum mátti ganga útfrá því að margir hefðu horft á sjónvarp kvöldið áður og hægt var að hefja umræður um efni þess án nokkurs inngangs. Nú er þetta sjaldan hægt. Gott ef RUV er ekki bara að skána. Sé ekki betur en ég þurfi að fylgjast með fjórum þáttum þar næstu vikurnar. Á þriðjudögum er það Hrunið, miðvikudögum Kiljan, fimmtudögum vísindaþátturinn hjá Ara Trausta og svo er Spaugstofan á laugardögum. Sem betur fer sýnist mér að horfa megi á alla þessa þætti á Netinu svo tímasetningarvandamálið ætti að vera úr sögunni. Maður nokkur lenti í því að sprakk á bílnum hjá honum þar sem hann var einn á ferð um nótt. Púnkteringar voru algengari í gamla daga en nú er. Tjakkur var stundum kallaður dúnkraftur í hátíðlegu máli. Ekki var mjög langt á næsta sveitabæ og maðurinn fór þangað því tjakkurinn hans var bilaður. Á leiðinni velti hann mikið fyrir sér hvernig móttökurnar yrðu á bænum. Bjóst við að þær yrðu ekki góðar. Rökræddi um málið við sjálfan sig fram og aftur á leiðinni og varð sífellt æstari og á endanum fokreiður. Kom svo að bænum og barði að dyrum. Svefndrukkinn maður kom í glugga á annarri hæð og spurði: Hvað gengur á? Hvað get ég gert fyrir þig?" Eigðu þinn andskotans dúnkraft sjálfur. Ég hef ekkert við hann að gera." sagði maðurinn hinn versti og skálmaði í burtu. Sá í kvöld að búið var að kveikja á friðarsúlunni í Viðey. Hélt að það ætti ekki að gera fyrr en á afmæli Lennons og að hann hafi fæðst 9. október 1940. En hvað um það hér eru nokkrar nýlegar myndir. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér sýnist kílómetrakötturinn bara vera Malinn sjálfur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.10.2009 kl. 00:37
Nei, Sigurður. Hann er dökkgrár en ekki svartur. Sá hann upp við Geitháls og þegar ég kallaði á hann hugsaði hann sig um svolitla stund en kom svo skokkandi til mín.
Sæmundur Bjarnason, 8.10.2009 kl. 00:58
Þetta er Malinn í dulargervi - hann er að læðast heim af kvennafari (læðufari öllu heldur).
Mjá, það held ég nú...
Kama Sutra, 8.10.2009 kl. 01:07
Í gær lagði brennisteins fnykinn frá Hellisheiðinni, yfir Breiðholtið.
Það verður verra hjá Hvergerðingum, þegar Bitra "verður" byggð?
Þetta er ekki sagt til þess að hrella, því þetta er grafalvarlegt mál.
Ólafur Sveinsson 8.10.2009 kl. 15:41
Það væri nú gott að vera kisa hjá góðum eiganda.. eins og td mér... þvílíkur lúxus sem það væri, mala allan daginn.. fá sér að éta, leika smá.. slappa af, leika aftur.. smá máltíð og klapp + strokur.
Gott að vera kisa við réttar ástæður, engar áhyggjur.. bara að mala í núinu.. .ahhhaaa
DoctorE 8.10.2009 kl. 15:41
Mikið vildi ég vera dauð og vöknuð upp aftur í næsta lífi sem köttur, liggjandi áhyggjulaus og malandi í fanginu á honum Dokksa.
Þá verður gaman. Engir reikningar til að greiða og enginn andsk. pólitískur sandkassaleikur með barnalegu, séríslensku þrasi og boooring leiðindum til að hlusta á...
Kama Sutra, 8.10.2009 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.