4.10.2009 | 00:03
823 - Nautaat, blogg og kveðskapur
Laust eftir 1980 fór ég í fyrsta og eina skiptið til Mallorca. Þar sá ég nautaat og var það líka í fyrsta og eina skiptið. Oft hef ég séð nautaöt og búta úr þeim í kvikmyndum og í sjónvarpi, en mjög ólíkt er að sjá þetta í raunveruleikanum.
Margt er eftirminnilegt úr atinu og ekkert eitt framar öðru. Andrúmsloftið var rafmagnað og umgjörðin öll afar glæsileg. Nautabanarnir sigruðu þó í öll skiptin. Mig minnir að þarna hafi sex naut verið drepin og vissulega var dauði þeirra eftirminnilegur.
Get samt vel skilið andstöðuna við þessar pyndingar og á margan hátt er þetta ekki sæmandi þeim tímum sem við lifum á. Spánverjar sjálfir verða þó að ráða þessu og þar í landi skiptast menn mjög í tvo hópa varðandi þetta.
Svo áfram sé haldið að blogga um blogg þá skrifa ég svotil daglega á Moggabloggið og linka yfirleitt ekki í fréttir. Hef bloggin helst ekki lengri en svona eina Word-síðu eða svo og minnist á 2-3 mál eða fleiri í hverju bloggi. Svo hef ég þá áberandi sérvisku að númera bloggin mín. Þetta er almennt séð minn háttur. Blogg um blogg eru auðvitað mitt uppáhald en mér finnst ég hafa mun fleiri áhugamál og minnast á margt fleira í bloggum mínum.
Til dæmis á kveðskap (minn eigin auðvitað aðallega) og margt sem um bókmenntir má segja. Hér eru tvær vísur um vísnagerð:
Ofsalegt er á mér stuð,
sem ei er þörf að lýsa.
Ekkert minnsta agnar puð
er mér þessi vísa.
Yrkja kann ég ekki neitt
engu þarf að fletta.
Ekki vildi ganga greitt.
að gera botn við þetta.
Ég er viss um að þessar vísur eru báðar eftir mig. En ég er ekki hirðusamur og safna ekki vísum. Þær komu skyndilega til mín áðan og ég þekkti þær. Man samt ekki með nokkru móti hvenær ég gerði þær eða hvort ég hef birt þær áður á mínu bloggi og nenni ekki að gá að því
Skrifa yfirleitt ekki hjá mér vísur sem ég geri né neina lýsingu á þeim. Ætti kannski að taka upp þann Þórbergska sið að skrifa hjá mér ýmislegt um tilurðina. Verst er hvað þær eru oftast lélegar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er svona blogg sem ég les mér til ánægju og yndisauka. Ég er næstum því "viss" um, að þú ert ekki á refilstigum, með að slá eign þinni á vísurnar.
Ólafur Sveinsson 4.10.2009 kl. 00:38
Ólafur, um eign á vísum má margt segja. Ef ég birti vísu á mínu bloggi eða í kommenti sem ég geri þá er hún eftir mig (tel ég) ef ég segi ekki neitt um höfund. Hef samt tekið eftir að ekki hugsa allir svona og birta vísur athugasemdalaust sem ég kannast vel við og eru örugglega ekki eftir viðkomandi. En skiptir einhverju máli hver gerir vísuna?
Sæmundur Bjarnason, 4.10.2009 kl. 08:04
Ég sá fyrst nautaat í litlu þorpi við landamæri Pórtúgals, Rodrighues minnir mig að það heiti. þar var aðal torginu breytt í hring, áhorfenda pallar byggðir og sandur lagður á stéttina. Það var auðvelt að sjá að svona hafði nautaatið farið fram í þessum bæ á þessari bæjarhátíð (í febrúar) svo öldum skiptir. geti jafnvel sagt án þess að vita það fyrir víst, þá gæti svona hátíð hafa verið í þessum bæ í næstum 2000 ár. Við eigum ekki að setja okkur á háan hest. Þetta er þeirra menning og arfleifð. við höfum engan rétt á því að leggjast gegn nautaati. ekki frekar en spánverjar hefðu rétt til þess að banna okkur að eta þorramat eða að bretar myndu banna okkur að veiða lunda.
Fannar frá Rifi, 4.10.2009 kl. 11:32
Það var ekki mín meining að fordæma Spánverja fyrir þetta, Fannar. Menningarrökin og allt það verða þeir sjálfir að finna og banna nautaat með öllu ef þeim sýnist svo. Gott ef nautaat er ekki bannað í sumum héruðum Spánar.
Sæmundur Bjarnason, 4.10.2009 kl. 12:19
Ég bjó til fína vísu um daginn. Eftir nokkra daga komst ég í raun um að ég hafði lært svipaða vísu, í sveitinni, fyrir norðan. Það hafði liðið 56 ár, á milli. Svektur.
Ólafur Sveinsson 4.10.2009 kl. 14:03
Sæmi bloggar oft um blogg
Blogg sem blogg um blogga.
Gaggar mest um annars gogg
geggjað logg á mogga.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2009 kl. 17:52
Jóndi hann vill jafna um mig
jarmar hér á bloggi.
Voðalega vandar sig
verður eins og Moggi.
Sæmundur Bjarnason, 4.10.2009 kl. 18:51
Mér finnst ekki hægt að leggja að jöfnu veiðiskap og nautaati. Nautaatið gengur eingöngu út á það að kvelja dýrið og misþyrma því sem allra mest, sér og öðrum (áhorfendum) til ánægju og skemmtunar. Algjör úrkynjun. Oj barasta...
Sumir veiðimenn hafa það þó sér til afsökunar að þeir eru að veiða sér til matar - þótt auðvitað eigi það ekki við um alla. Aðrir veiða eingöngu upp á "sportið" og leika sér með bráðina - sem er jafn ljótt og andstyggilegt og nautaatið.
Kama Sutra, 4.10.2009 kl. 19:52
Nautaat er ekkert annað en dýraníð í sinni ömurlegustu mynd.
Kama Sutra, 4.10.2009 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.