816 - Gestur Ţórhallason

Frá ţví er sagt í Heiđarvígasögu ađ Víga-Styr hafi vegiđ Ţórhalla bónda á Jörfa fyrir litlar sakir. Ţórhalli átti tvö börn, Áslaugu og Gest. Voru ţau bćđi ung ţegar fađir ţeirra var veginn. Gestur Ţórhallason var smár vexti og seinţroska. Nokkrum misserum seinna er ţađ var ámálgađ viđ Víga-Styr ađ hann bćtti börnum Ţórhalla föđurmissinn í einhverju tók hann ţví illa og einu föđurbćturnar sem ţau fengu var grátt og illa haldiđ óţrifalamb.

Gesti líkađi ţetta ađ vonum stórilla.

Einhverju sinni ţurfti Víga-Styr ađ gista ađ Jörfa og laumađist Gestur ţá ađ honum og eins og segir í Heiđarvígasögu: höggur međ öxi af öllu afli í höfuđ hönum bak viđ eyrađ hćgra megin svo í heila stóđ og mćlti: „Ţar launađi eg ţér lambiđ grá," hleypur út laundyrnar og skellir í lás.

Ekki er ađ orđlengja ţađ ađ ţarna lét hinn mikli kappi Víga-Styr líf sitt viđ lítinn orđstír og er orđtakiđ ađ launa einhverjum lambiđ gráa frá ţessu komiđ. Gestur Ţórhallason komst undan og lík Víga-Styrs var flutt ađ Helgafelli til Snorra gođa og segir frá ţeim atburđum og ýmsu öđru í Heiđarvígasögu.

Nú er ég loksins ađ verđa búinn ađ lesa bókina „Skáldalíf" eftir Halldór Guđmundsson. Hún er um margt mjög athyglisverđ. Fátt eitt í bókinni kemur mér á óvart um Ţórberg Ţórđarsons. Međal annars er ţađ eflaust vegna ţess ađ ég hef lesiđ mikiđ eftir hann og um hann auk ţess sem ég hef alltaf haft nokkurt dálćti á honum.

Eins og flestir vita er einnig sagt frá Gunnari Gunnarssyni í ţessari bók. Frásögnin af fundi hans međ Hitler er ćsispennandi. Hafđi reyndar heyrt af henni áđur en margt er samt mjög fróđlegt um Gunnar í bókinni. Höfundur bókarinnar er allan tímann dálítiđ utan og ofan viđ frásögnina og ekki er fyrir ađ synja ađ skođanir hans liti hana dálítiđ.

Lára Hanna skrifar góđan pistil um Davíđ Oddsson og Teitur Atlason á eyjunni.is bloggar líka skemmtilega um karlinn. Pistillinn hjá Teiti er ţó alltof langur og of mikil fljótaskrift á honum. Lára Hanna finnst mér stundum of hatursfull í skrifum sínum og ekki síst ţarna.

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ţetta er ekki hatur, Sćmi minn, heldur fyrirlitning í bland viđ reiđi og óţol. Ţađ ergir  mig hvađ fólk virđist fljótt ađ gleyma og segir endalaust ađ svart sé hvítt og jörđin flöt. Ţađ á ađ vita betur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.9.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Mér finnst skrif ţín stundum hatursfull. Veit samt auđvitađ ađ ţú hatar alls ekki ţá sem ţú ert ađ skrifa um. Til ađ halda geđheilsunni held ég ađ fólk ţurfi ađ hćtta ađ ergja sig ţessi ósköp á bankahrunsmönnum. Vonandi verđa ţeir samt teknir í gegn ţó síđar verđi. Einhverjir verđa samt ađ benda á ósköpin ţađ skil ég vel.

Sćmundur Bjarnason, 27.9.2009 kl. 01:13

3 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

ég get susum stundum sett hugtök eins og reiđi og gremju í samengi viđ skrif Láru Hönnu. ţó ađallega tilfinningu fyrir réttlćti og sanngirni. hatur hef ég eldrei skynjađ í hennar skrifum.

hatur er sterkt orđ.

Brjánn Guđjónsson, 27.9.2009 kl. 03:40

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Brjánn. Ef persónulegt hatur er ţađ sama og hatursfull skrif í ţínum huga ţá höfum viđ bara mjög ólíkan orđskilning. Viđ ţví er kannski ekkert ađ gera.

Sćmundur Bjarnason, 27.9.2009 kl. 04:38

5 identicon

Mér finnst meira ađ ţetta sé svona ađ fallast hendur yfir öllu ruglinu.
Hatur er gagnslaus tilfinning, gerir minna en ekkert gagn... er verri fyrir ţann sem hatar en ţann sem er hatađur.

DoctorE 27.9.2009 kl. 14:02

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég ţarf ađ kíkja á skáldalíf. Vissi ekki ađ Gunnar hafi hitt Hitler. Sonur Gunnars Úlfur, skar upp og spengdi saman á mér lćrlegginn, ţegar ég var lítill. Handbragđiđ fćr ekki hćstu einkun. Ţetta tengir mig ţá Adolf Hitler óbeint, sem mér ţykir fjandi merkilegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2009 kl. 15:23

7 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Jón Steinar, ţađ er ekki nóg međ ađ Gunnar hafi hitt Hitler heldur virtust einhverjir hafa haldiđ í alvöru ađ hann (Hitler) hefđi flúiđ ađ Skriđuklaustri ţegar allt var komiđ í eindaga hjá honum. Bókin er gull og mikiđ var vitnađ í hana í fréttum á sínum tíma enda er heimildavinnan mikil og vönduđ.

Sćmundur Bjarnason, 27.9.2009 kl. 16:28

8 identicon

Ţannig ađ Hitler er hugsanlega á lífi, stjórnar íslandi ábakviđ tjöldin.. ;)

DoctorE 27.9.2009 kl. 18:53

9 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Nei, ég held Hitler sé örugglega dauđur. Var ekki eitthvađ nýlega í fréttum um brot úr hauskúpu sem átti ađ vera af Hitler? Man ţetta ekki nákvćmlega.

Sćmundur Bjarnason, 27.9.2009 kl. 20:23

10 Smámynd: Finnur Bárđarson

Ég er ekki reiđubúinn ađ bíđa lengur eftir handtökum. Og ég vil meira ađ segja fá góđa fauta til ađ handfjatla ţá. Hatur, fyrirlitning, skiptir ekki máli hvađa orđ mađur notar yfir tilfinningar. Einhvers stađar er ég á ţví róli, svona mitt á milli.

Finnur Bárđarson, 28.9.2009 kl. 15:14

11 identicon

Hauskúpan af Hitler var af konu... sko Hitler er á íslandi, hann er feluformađur sjálfstćđisflokks :)
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/09/28/hofudkupa_hitlers_sogd_tilheyra_konu/

DoctorE 28.9.2009 kl. 15:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband