815 - D.Oddsson

Er búinn að gæta þess nokkuð vel undanfarið að minnast ekki á Davíð Oddsson hér á blogginu og hefur næstum tekist það. Nei, ég er ekki hættur að moggabloggast og ætla að sjá til hvernig þetta æxlast alltsaman. 

Hef ekki orðið fyrir mikilli pressu með að hætta á Moggablogginu enda er ég svo gamall að ég man vel eftir Hauki pressara þegar hann bjó á Vífilsstöðum. Ég á erfitt með að hætta að blogga alveg fyrirvaralaust hér á Moggablogginu þó mér hugnist ekki sérlega vel að blogga undir stjórn Davíðs. Ég verð að vita hvert ég á að fara með mitt blogg, hvernig sá staður er og svo framvegis.

Þjónustan við okkur bloggarana hérna hefur verið í lagi. Þó stjórnendur bloggsins hafi viljað ráða ýmsu varðandi tengingar við fréttir, stórhausa, nafnlaus skrif og ýmsa lista hefur flokkapólitík ekki ráðið neinu svo séð verði. Bloggarar virðast flestir vera fremur vinstrisinnaðir. Að minnsta kosti þeir sem ég hef lesið mest. Áskriftinni að Morgunblaðinu sagði ég upp fyrir löngu og get ekki gert það aftur.

Moggabloggið er fremst af þeim bloggum sem tengjast blöðum og sjálfur er ég svo vanur að skrifa hér að það mundi verða mér talsvert átak að venjast nýju umhverfi.

Þó Morgunblaðið muni líklega leggja upp laupana einhverntíma á næstunni hef ég þá trú að mbl.is haldi áfram að vera til og þar með Moggabloggið. Sú stefna sem rekin er hér er ekki að öllu leyti slæm. Áherslan er á að fá sem flesta netverja til að heimsækja síðuna. Fréttaskrifin á mbl.is mættu auðvitað vera betri en við höfum fyrrverandi sendiherra hér á Moggablogginu, sem leiðbeinir fólki. Þó ég færi að segja mönnum til í réttritun eða öðru slíku þá er ég enginn Eiður Guðnason. Í mesta lagi einskonar „taxfree outlet of the real thing".

Um daginn horfði ég á Helga Seljan yngri ræða við Jón Bjarnason ráðherra í Kastljósi ríkissjónvarpsins. Annað eins viðtal hef ég aldrei séð. Ráðherrann virtist varla vita nokkurn skapaðan hlut. Þó Helgi þyrfti öðru hvoru að kíkja í glósurnar sínar virtist hann mun betur heima í þeim málum sem rædd voru.

Athyglisverðast fannst mér að ráðherrann virtist ráðleggja mönnum að taka ekkert mark á Samkeppnisstofnum. Og svo er hann á örfáum vikum búinn að breytast úr kvótaóvini í kvótakóng. Verður kannski á endanum stuðningsmaður ESB. - Nei, annars ég meina þetta ekkert.

Hvort er það Árvakur eða Þórsmörk sem gefur út Moggann? Er Þórsmörk kannski bara eignarhaldsfélag sem á þá Kerið og Moggann? Bara að spögúlera.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, þetta er annsi gott blogg hjá þér Sæmundur, ég tel þó að við þurfum ekki  að hafa áhyggjur af framhaldslífi Moggans, hann endurnýjar sig eins og allt sem pólast, en ég verð að hæla þér fyrir eftirtekt þína með viðtalið við  Jón Bjarnason, það var vægast sagt skelfilegt, hann virkaði eins og maður sem ekkert vissi!!!, ég missti allt álti á VG þetta kvöld!!

Guðmundur Júlíusson, 26.9.2009 kl. 00:34

2 identicon

Ég vildi að ég komist að hælum þínum. Stíllinn er alltaf að batna. Ég held það sé vegna frekar stuttra setninga?

Ólafur Sveinsson 26.9.2009 kl. 00:56

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Guðmundur, ég hef meiri áhyggjur af mbl.is en Morgunblaðinu. Ritstjóri þess getur vissulega haft áhrif en mér finnst óþarfi að dæma um það fyrirfram hvernig þau verða. Bankahrunið gerir það að verkum að andstæður skerpast í stjórnmálum.

Sæmundur Bjarnason, 26.9.2009 kl. 01:28

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ólafur, takk fyrir hrósið. Stuttar setningar segirðu. Já, sennilega er það alveg rétt. Vandaður yfirlestur er líka grundvallaratriði. Oft er það samt trassað.

Sæmundur Bjarnason, 26.9.2009 kl. 01:33

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Wordpress er þrusugott bloggkerfi, vel uppsett og þægilegt í notkun. Ég veit um nokkra sem hafa flúið þangað. Ég er líka viss um að Eyjunni væri sómi af að fá jafn góðan penna og þig. Flestir eyjubloggarar sýnist mér byggja á Wordpress-kerfinu.

Það er myndast mikill stuðningur við það viðhorf að hunsa moggabloggið, mbl.is og blaðið sjálft.

Theódór Norðkvist, 26.9.2009 kl. 01:48

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Theódór, já ég vil gjarnan fylgjast með. Það sem ég hef verið hvað ánægðastur með í sambandi við Moggabloggið er að þar eru tæknimenn sem geta aðstoðað mann ef þörf er á og gert við kerfið ef eitthvað fer úrskeiðis. Wordpress er í mínum huga aðallega forrit. Hverjir sjá um rekstur þess?

Sæmundur Bjarnason, 26.9.2009 kl. 01:53

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Get auðvitað sem best skoðað það sjálfur. Ég er stórhaus (eins og Brjánn kallar það) hjá Moggablogginu og það spilar líka inní.
Höfðar ekki til mín að verða bloggari nr. 234.075 hjá Wordpress.com
Engir verða eyjubloggarar nema þeim sé boðið það hef ég hingað til haldið. Kannski er það samt vitleysa.

Sæmundur Bjarnason, 26.9.2009 kl. 02:01

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég veit bara að þetta eru ameríkanar sem reka Wordpress, en það er bæði hægt að stofna tilbúna bloggsíðu (wordpress.com) og hlaða niður forritinu (.org-endingin.) Ef seinni kosturinn er valinn þarf að setja upp síðuna frá grunni (með hjálp forritsins) fá sér lén og svoleiðis. Flóknari leið, en gefur kannski meira frelsi í uppsetningu.

Gangi þér vel, á hvaða vettvangi sem þú verður. Held þetta sé rétt með eyjubloggin.

Theódór Norðkvist, 26.9.2009 kl. 02:49

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Flott grein hjá þér að venju, Sæmundur. Þú víkur þér fagmannlega undan pólitíkinni. Eitthvað sem ég mætti læra af þér. Ertu með í deildó?

Hrannar Baldursson, 26.9.2009 kl. 08:08

10 Smámynd: Yngvi Högnason

Þú mættir útskýra fyrir mér hvernig Davíð stjórnar skrifum þínum.

Yngvi Högnason, 26.9.2009 kl. 08:43

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Theódór. Takk, öthugum það eins og maðurinn sagði.

Hrannar, Takk, er vinna um helgina og ekki í deildó. Bjarni er í einhverri Borgarfjarðarsveit og gengur ágætlega.

Ingvi. Minnir að ég hafi sagst skrifa undir stjórn Davíðs. Það er nú bara vegna þess að hann er ritstjóri Morgunblaðsins. Mér vitanlega hefur hann engin áhrif á hvernig ég skrifa.

Sæmundur Bjarnason, 26.9.2009 kl. 14:56

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæmundur, ef þér þótti viðtalið við ráðherrann Jón Bjarnason "athyglisvert" þá skaltu horfa á viðtalið við annan ráðherra Icesave-stjórnarinnar, sem heitir Katrín Júlíusdóttir:

http://www.ruv.is/heim/ahugavert/nanar/store218/item297283/

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.9.2009 kl. 00:13

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Loftur. Ég sá viðtalið við Katrínu á sínum tíma en fannst þau Helgi vera að tala um mun afmarkaðra mál en Helgi og Jón. Mér fannst framkoma Jóns ekki vera eins og ég bjóst við. Hann var alltof óákveðinn. Þú uppnefnir núverandi stjórn en ég er ekki viss um að sú næsta verði neitt betri.

Sæmundur Bjarnason, 27.9.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband