24.9.2009 | 00:13
813 - Trúmálapælingar, Þórbergur Þórðarson og fleira
Áhugaverðar trúmálapælingar voru í athugasemdum við blogg Hrannars Baldurssonar sem hann kallaði Eru trúarbrögð nauðsynleg?" Lokorð greinar hans eru þess eðlis að þau kalla á viðbrögð. Þar segir Hrannar: Einstaklingar þurfa nefnilega ekkert endilega á trúarbrögðum að halda. Samfélög gera það." Eins og oft vill verða í trúmáladeilum fór umræðan út um víðan völl og hver át úr sínum poka. Ég las samt athugasemdirnar allar og hafði gaman af. Þeir sem mest höfðu sig í frammi í athugasemdunum komu mér þannig fyrir sjónir: Hrannar sjálfur fannst mér vera sá mest leitandi af öllum og í raun gefa eftir fyrir sumum sem þarna birtust og voru ansi frekir til fjörsins. DoctorE kom úr annarri átt en flestir aðrir. Hann er greinilega búinn að koma sér upp kerfi í þessum málum og ekkert fær hnikað hans skoðunum. Svanur Sigurbjörnsson kom vel fyrir sig orði og var rökfastur vel. Matthías Ásgeirsson er greinilega vanur rökræðum af þessu tagi og vill stjórna. Aðrir komu sjaldnar með athugasemdir og lögðu ekki ýkja mikið til málanna. Þetta var þegar athugsemdirnar voru um 40. Nú sé ég að þeim hefur fjölgað mikið. Veit ekki hvort ég les þær allar. Saknaði úr umræðunni Kristins Theódórssonar. Hann hefur oft lagt gott til þessara mála og bloggpælingar hans eru alltaf athyglisverðar. Ég lagði ekki í að blanda mér í umræðurnar enda hitnar mönnum oft nokkuð í hamsi við svona lagað. Þeim sem vilja kynna sér þetta nánar er bent á blogg Hrannars og athugasemdir við það. Björn Þorri Viktorsson sem vildi allra vandamál leysa er nú sjálfur í vanda staddur. Fram hefur komið í fréttum að hann stundi kennitöluflakk og skilji skuldir eftir í gjaldþrota fyrirtækjum svo enginn fái neitt. Slíkt er ekki vinsælt nútildags. Kannski er þetta ekki alveg svona, en ég hef ekki séð það borið til baka. Eftir að Bréf til Láru" kom út árið 1924 var höfundurinn Þórbergur Þórðarson rekinn úr kennarastörfum sínum við Iðnskólann í Reykjavík og Verslunarskólann. Sömuleiðis var styrkur sá sem hann hafði haft frá Alþingi til orðasöfnunar lækkaður mikið. Þórbergi sárnaði þetta að vonum en fáir urðu til að taka upp hanskann fyrir hann. Flestir þögðu og létu ofbeldið yfir sig ganga. Sama er að gerast nú. Reynt er að stjórna umræðunni og múlbinda þá sem segja of mikið. Talsvert hefur verið skrifað um Morgunblaðið að undanförnu. Margir hafa fullyrt að það sé búið að vera. Það kann að vera rétt en tengist ekki á nokkurn hátt þeim ritstjóraskiptum sem nú standa yfir. Tíðarandinn leyfir ekki stórt og vandað blað á þeim örmarkaði sem hér er. Allra síst að hægt sé að selja slíkt blað. Lífdögum þess gæti fjölgað ef það væri ókeypis. Þó DV eigi við að glíma leiðinlega sögu og oft sé illa um það talað þá er sú ritstjórnarstefna sem þar er rekin mun söluvænlegri til langs tíma litið. Þróunin er samt sú að það sem ekki er á Netinu sé lítils virði. Lára Hanna fékk raðfullnægingu - eða allavega rað-eitthvað - þegar hún frétti að Bubbi kóngur ætlaði kannski að setjast á friðarstólinn fræga á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Takk fyrir að sakna mín í umræðunum, Sæmundur. Ég kom seint til leiks og fannst allt komið á flug, svo ég ákvað að melta þetta bara aðeins.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 24.9.2009 kl. 07:56
Mér verður ekki hnikað með að Harry Potter og Guddi eru jafn trúverðugir, þó er Harry Potter mun betri persóna en Guddi.... reyndar er vandfundin persóna, skálduð eða raunveruleg sem er verri en Guddi..
Mæli samt ekki með því að fólk fari að trúa á hann Harry... og ekki heldur með að fólk reyni að finna sér guði sem eru ekki eins vondir og hinn Abrahamíski guð ;)
Guð er ímyndað snuð, bara fíflaskapur að reyna að sjúga slíkt snuð.
DoctorE 24.9.2009 kl. 14:30
Amen.
Sæmundur Bjarnason, 24.9.2009 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.