795 - Sundsmokkar og ýmislegt fleira

Egill Jóhannsson frá Brimborg talar vel um íslensku krónuna á sínu bloggi og að hún gagnist að minnsta kosti útflutningsatvinnuvegunum vel. Þetta kann að vera rétt, en er styrking krónunnar ekki ansi dýru verði keypt? Eru það ekki einmitt seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem hamast við að styrkja hana? Kannski með röngum aðferðum, en samt... 

Hrannar Baldursson  ræðir á sínu bloggi um fjölkvæni og margt sem því tengist. Ekki er ég sammála öllu sem hann segir um það. Púkinn bendir síðan á eigið blogg í þessu sambandi og þar og í athugasemdum við það er margt áhugavert að finna. Samkynhneigð kemur líka við sögu þó ég sjái ekki í fljótu bragði hvað hún á skylt við fjölkvæni og þess háttar. Þar er einnig að finna markverðar pælingar um troll eða tröll og margt í því sambandi.

Brandarinn um sundsmokkana gengur nú enn einu sinni um netheima. Hugurinn leitar í ýmsar áttir. Vesalings afgreiðslustúlkan hefur líklega hugsað: "Hvað eru sundsmokkar eiginlega? Je minn, eru sérstakir smokkar fyrir svoleiðis lagað?" Og áfram leitar hugurinn. Kannski eru það syndandi smokkar að forða sér. Ætlaði maðurinn kannski að kaupa sundhettu en ekki sunnudagsmoggann eins og í ljós kemur í lokin.

Á sínum tíma kunni ég kvæðið um Jón hrak að mestu utanbókar. Eftirfarandi línur úr kvæðinu eru mér einkum minnisstæðar.

Eftir japl og jaml og fuður
Jón var grafinn út og suður.

Kalt er við kórbak.
Kúrir þar Jón hrak.
Ýtar snúa austur og vestur
allir nema Jón hrak.

Í kvæðinu er sagt að grafarmenn hafi holað Jóni niður út og suður eftir að hann var dauður. Hvernig höfundur komst að því að kaldara væri að snúa út og suður en austur og vestur vissi ég aldrei. Velti því þó dálítið fyrir mér. Trúmál hafa alla tíð verið mér uppspretta nokkurrar furðu. Of auðveld leið þykir mér þó að afneita öllu slíku sem tómri vitleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Ég verð að viðurkenna að ég er svo illa lesin og mikill græningi að ég hef aldrei fyrr en hérna frétt af téðum sundsmokkabrandara.   Er ég að missa af einhverju?  Núna er ég orðin svo forvitin og verð ekki kona með konum nema ég fái að sjá hann.

Tilvísun takk!

Kama Sutra, 6.9.2009 kl. 01:35

2 identicon

Áttu sundsmokka? spyr ég á hverju laugardagskvöldi í hverfisbúðinni. Sem betur fer svarið oftast já. Get ekki beðið eftir krossgátunni lengur.

Solveig 6.9.2009 kl. 02:02

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Kama Sutra, ég heyrði þennan brandara fyrst í dag og þótti hann fyndinn. Gúglaði hann svo og sá að hann er gamall. Hef heyrt svipaða áður. (misheyrnir eða óskýrt tal) T.d. "Are my testicles black?" sem átti að vera "Are my test results back?"

Sæmundur Bjarnason, 6.9.2009 kl. 02:15

4 Smámynd: Eygló

Sæmi, er ekki niðurlæging Jóns "hrak" sú að alla menn skyldi jarðsetja þannig að þeir sneru austur og vestur (sbr. kirkjur/kirkjudyr) NEMA hann sem var svo mikið hrak að þeir sinntu ekki einu sinni að snúa karlanganum rétt, heldur í norður? og suður!?

Eygló, 6.9.2009 kl. 02:17

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Eygló, jú eflaust, en ég man að ég skildi þetta einhvern vegin svona á sínum tíma. Er annars þessari austur/vestur reglu alltaf fylgt? Er ekki viss. Hef í huganum alltaf sett hana í bás með Mekka-sótt múslima.

Sæmundur Bjarnason, 6.9.2009 kl. 02:29

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ólíklegustu hugmyndir sem menn hafa um þessa blessuðu krónu.  Menn virðast trúa því að f verðgildi hennar er fellt um helming - þá séu menn = helmingi ríkari.

En með austur-vestur og grafir - þá held eg að það sé algjör regla á Íslandi (og líklega víðar) 

Austur er höfuðátt í kristni.

Þegar hinn látni er jarðsettur snýr ásjána hans til austurs.  Að sólarupprás.  Jesús var ljós heimsins (sólin) og einnig tengist þetta líklega endurkomu krists því skrifað stendur "Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins"

En það síðarnefnda er nú bara mín hugdetta eiginlega.  Minnir þó að ég hafi einhverntíman lesið eitthvað álíka.  Að við endurkomuna og upprisu frá dauðum þá snúi ásjónan til austurs á móti lausnaranum er hann kemur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband