4.9.2009 | 00:06
793 - "Bloggheimar loga," segir mbl.is
Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans," sagði í fyrirsögn á mbl.is. Ekki varð ég mikið var við þessa loga. Um tíu þúsund manns skrifuðu þó undir beiðni til Ólafs um að skrifa ekki undir lögin um ríkisábyrgðina á Icesave-samningnum.
Að mínum dómi hentaði þetta mál ekki vel til þjóðaratkvæðagreiðslu. Óljóst er hvað unnist hefði ef ríkisábyrgðarfrumvarpið hefði verið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Störf Ólafs Ragnars að öðru leyti en því að skrifa undir ríkisábyrgðarlögin eru síðan annar kapítuli og engin ástæða til að blanda þessu tvennu saman.
Hávær minnihluti þjóðarinnar er óánægður með allt sem gert er eða ekki gert. Hávaði breytir engu. Valdið er hjá Alþingi. Skoðaði um daginn upptökur frá átökunum í lok síðasta árs og er undrandi á því hve litlu munaði í raun að bylting yrði hér á landi. Nú eru mjög minnkandi líkur á að svo verði.
Ólafur Ragnar Grímsson var síðast kjörinn sem forseti sumarið 2008 (sjálfkjörinn raunar því enginn bauð sig fram á móti honum) og næstu forsetakosningar eiga að óbreyttu ekki að fara fram fyrr en árið 2012. Ólíklegt er að hann bjóði sig einu sinni enn fram þá. Lítil ástæða er til að velta mikið fyrir sér framtíð forsetaembættisins fyrr.
Sveitarstjórnarkosningar fara fram næsta sumar og næstu Alþingiskosningar eiga samkvæmt fjögurra ára reglunni að fara fram árið 2013. Síðasta kjörtímabil Alþingis var stutt vegna bankahrunsins og vel getur verið að næstu Aþingiskosningar verði fyrir 2013.
Ef halda á stjórnlagaþing sem á að fá rétt til þess að setja nýja stjórnarskrá þarf Alþingi að afsala sér valdi sínu. Ekki er víst að þingmenn geri það með glöðu geði. Ráðgefandi stjórnlagaþing er líklegri möguleiki. Hefð er ekki fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum hérlendis og árið 2004 dugði neitun forseta á undirskrift fjölmiðlalaganna ekki.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Neitun forseta að samþykkja lög eða frumvörp er í raun áfríun málsins til þjóðarinnar, samkvæmt 26.grein annars kafla stjórnarskrárinnar. Neitunin er ekki byggð á pesónulegri afstöðu forsetans til málsins, heldur er hún leið hans til að vísa málinu til þjóðarinnar.
Svona hljómar greinin:
26. grein
Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
Þetta er afar skýrt.
Menn undra sig á því hvers vegna þetta varð ekki prósessinn í tilfelli fjölmiðlafrumvarpsins, eins og samkvæmt öllu hefði átt að verða. Skýringin er afar einföld. Davíð Oddson ákvað að frumvarpið yrði dregið til baka í stað þess að leggja það undir þjóðina. Þannig var það ferli stoppað. Hann treysti ekki þjóðinni til að meta rétt.
Hann hafði fulla ástæðu til þessa vantrausts. Hann var of seinn að kynna frumvarpið. Nokkrum árum of seinn. Það sem frumvarpið átti að koma í veg fyrir var þegar orðið. Alger einokun útrásarprinsanna á fjölmiðlun í landinu. Í skjóli þess mótuðu þeir afstöðu þjóðarinnar í frægri spunaherferð.
Það hefði verið betur ef það frumvarp hefði gengið í gegn. Enn er eignarhaldið í höndum illvirkjanna og spuninn og þöggunin blómstra sem aldrei fyrr.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 03:20
Ég lít svo á að samþykki forsetans á þessu frumvarpi sé ógilt af þeirri einföldu ástæðu að hann setur fyrirvara fyrir henni. Það er fordæmalaust og á sér enga lagastoð. Já hans skal vera já og nei hans skal vera nei. Ekkert kannski eða ef.
Frumvarpið á að fara til hans aftur og hann þarf að vera afdráttalaus. Það er skylda hans.
Segi hann nei í það skiptið, þá er tvennt í stöðunni.
1. Haldin verða þjóðaratkvæði um málið. Segi þjóðin nei er niðurstaðan bindandi. Menn verða það að reyna að semja nýtt frumvarp, sem yrði þjóðinni að skapi eða neita ábyrgðinni og þá væntanlega skjóta málinu til dómstóla, eins og allta hefði átt að verða.
2. Frumvarpið verður dregið til baka og þannig ógilt í sinni mynd eins og gerðist með fjölmiðlafrumvarpið. Þá yrðu menn að sama skapi að setjast niður og semja annað, hafna ábyrgðinni eða samþykkja að skjóta málinu fyrir dómstóla.
Hver sem niðurstaðan yrði, þá vísar allt til þess að krafan fari fyrir alþjóðadómstóla. Sem er og hefur alltaf verið hin lögformlega, réttláta og sjálfsagða leið.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 03:32
Semsagt Sæmi: Mér finnst þú heldur værukær varðandi svo stórt mál.
Ef annars þessi samþykkt stendur, þá vil ég gerast spámaður um framhaldið. Bretar og Hollendingar munu samþykkja fyrirvarana, því ef þeir yrðu dregnir til baka, þá reikna ég ekki með að forsetinn gúteri samninginn í upprunalegu horfi. Ástæðan er sú að þessir "vinir" okkar vilja alls ekki missa þetta fyrir dómstóla. Þeir hamra á okkur með hótunum og nýta sér núverandi upplausn og panikk.
Ef þeir fallast á fyrirvarana, þá breytist annars lítið. Upphæðin, vextirnir og greiðlutíminn heldur og það er því sýndarleikur að setja þessa fyrirvara. Að greiðslugeta ráði afborgunum breytir litlu, því við munum bara borga meiri vexti ef greislugetan er lítl (og hún verður það) Þetta er því ákvæði, sem eingöngu lengir í snörunni og þyngir byrðina til lengri tíma.
Frumvarpið lítur semsagt öðruvísi út, en inniheldur nákvæmlega sömu byrðar, ef ekki meiri.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 04:25
Jón Steinar, ég skil vel röksemdir þínar og vissulega er ástæða til að fjölyrða um þetta mál æsingalaust. Mér finnst orðræðan um þetta og fleira vera alltof illskeytt. Skilgreiningar þínar eru ekki hafnar yfir vafa.
Þegar bankakreppan skall á hélt ég lengi vel að hún og mál sem henni tengjast yrðu ekki flokkspólitísk. Svo er þó að verða.
Ólafur Ragnar Grímsson er pólitískur og ákvörðun hans nú af slíkum toga. Um hana má margt segja en bloggarar leysa ekki málin. Til þess eru þingmenn kjörnir og það eiga þeir að gera.
Sæmundur Bjarnason, 4.9.2009 kl. 05:38
Ég er alveg pollrólegur Sæmi. Bloggarar hafa nú oft velt þungu hlassi og opnað augu stjórnmálamanna eða vakið athygli á hlutum, sem hafa farið framhjá þeim. Ekki má gleyma að bloggarar eru margi málmetandi menn og fræðingar á sínu sviði, sem eiga fáar aðrar leiðir til að ná sambandi en bloggið.
Ef Ólafur hefur tekið sína ákvörðum af pólitískri slagsíðu, þá á hann að segja af sér strax, því hann er eiðsvarinn til hlutleysis og hollustu við þjóðina.
Ég set þetta nú fram hér að ofan til þess helst að útskýra fjömilafrumvarpsmálið á fátt skylt við það sem nú er í gangi, auk þess sem ég held að margir hafi ekki skilið af hverju það fór ekki í þjóðaratkvæði og telja því að þjóðaratkvæðagreiðslur séu geðþótta þingsins að ráða og jafnvel að það sé hægt að meina okkur þann munað.
Ég vona að menn verði nær um þetta ef þeir nenna að plægja sig í gegnum kjaftavaðalinn í mér.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 08:49
"Ólafur Ragnar Grímsson er pólitískur og ákvörðun hans nú af slíkum toga. Um hana má margt segja en bloggarar leysa ekki málin. Til þess eru þingmenn kjörnir og það eiga þeir að gera." Greindarleg loka orð hjá þér.
Ólafur Sveinsson 4.9.2009 kl. 08:49
Ég minni svo á mig þegar mónarkíin fallast á skilmálana. Þá höfum við endanlega tekin púströrið.
Það verður svona gustuk hjá þeim eins og að slá af hest, sem er brotinn á öllum löppum.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.