3.9.2009 | 00:45
792 - Pólitík og vísur
Bloggið er harður húsbóndi. Að minnsta kosti ef reynt er að ná einhverjum vinsældum. En eru vinsældirnar þess virði að sækjast eftir þeim? Sumir virðast álíta það. Halda jafnvel að aðrir bloggi bara eftir einhverri flokkslínu. Ef menn starfa í stjórnmálaflokki getur slíkt auðvitað verið. Trúi ekki að pólitískar ambissjónir flækist almennt fyrir bloggurum. Sumir þeirra halda kannski að þeir séu marktækir fjölmiðlar en það er önnur saga.
Eftir hverju fer maður þegar maður les blogg? Ég lít venjulega yfir byrjunina á bloggvinalistanum mínum. Skoða blogg-gáttina. Athuga hvað hefur komið í Google-readerinn minn og svo framvegis. Það sem kannski skiptir mestu máli er í mínum huga nafn bloggarans, fyrirsögnin og fyrstu línur bloggsins og svo það hvort maður hefur í rauninni tíma til að lesa mikið af bloggum. Ekki fer ég með þau í rúmið og svolítinn tíma þarf ég sjálfur til að skrifa mitt blogg.
Þegar ég yrki um fréttatengt efni eru það oftast áreynslumiklar og lélegar vísur sem útúr því koma. Einstöku sinnum eru það samt vísur sem ég er sæmilega ánægður með. Einhverntíma ekki alls fyrir löngu orti ég vísu í tilefni af frétt í blaði og svo vill til að ég man þá vísu og hef sennilega birt hana áður hér á blogginu:
Á Letigarðinn leita ég
frá lymskubrögðum símans.
Þar er vistin þægileg.
Þar er Magga Frímanns.
Ein vísa minnir yfirleitt á aðra. Í ævisögu Guðmundar G. Hagalín er þessi vísa:
Þú ert Manga þægileg
þar af ganga sögur.
Æ, mig langar uppá þig,
eikin spanga fögur.
Ekki að ég sé að hugsa þannig um Möggu Frímanns enda er konan mín líka stelpa frá Stokkseyri.
Kannski hugsa ég of mikið í vísum. Einhverju sinni sagði Káinn (Kristján Níels Jónsson) þegar hann var af kvennahópi frá Íslandi beðinn að segja álit sitt á stuttu tískunni sem þá var farin að ryðja sér til rúms:
Kæru löndur hvað veit égkarl um pilsin yðar.
Mér finnst síddin mátuleg
milli hnés og kviðar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ef það eru vinsældir sem þú sækist eftir, þá verður þú að blogga við fréttir. Þannig er bloggið hér á blog.is uppbyggt. Aðeins fáeinir sem ekki blogga við fréttir, eru lesnir eitthvað að ráði.
PS.
Að láta byrjun á bloggvinalista sem raðað er eftir stafrófsröð ráða blogglestri, er athyglisverð aðferð.
Blogblaster, 3.9.2009 kl. 12:42
Komdu í heimsókn karlinn minn,
kíktu í bæinn.
Enga fýlu angaskinn,
erkigæinn.
Sjáðu mína síðu nú,
svaka flotta.
Þar býr viska, von og trú,
- varstu að glotta?
Hættu að blogga hringatýr,
hjörvaglamur.
Þú ert skondinn skrítinn fýr,
skápatamur.
Enginn grætur gæðasál,
Guðs á vegum.
Þjóðin drekkur þína skál,
- svo þrifalegum.
Hilmar Hafsteinsson 3.9.2009 kl. 20:48
Blogblaster, ég held að þú sért aðeins að misskilja mig. Ég er að tala um listann inni á stjórnborðinu. Ég veit líka vel að leiðin til vinsælda er fólgin í að blogga við fréttir og sem oftast á hverjum degi en ég nenni því bara ekki.
Hilmar, vísurnar þínar eru mjög athyglisverðar. Stundum er ég bara í stuði til að yrkja og stundum ekki. Les oft bloggið þitt þó ég kommenti ekki.
Sæmundur Bjarnason, 3.9.2009 kl. 22:36
Sá þessa á bloggi um daginn:
Glaðbeittur þingmaður golfmóti frá,
gleiður í pontunni stendur.
Áfengi drakk hann svo á honun sá,
án þess að verða samt kenndur!
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2009 kl. 01:25
Takk Gunnar.
Alltaf gaman að góðum vísum. Hafði ekki séð þessa.
Sæmundur Bjarnason, 5.9.2009 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.