19.8.2009 | 07:28
778. Neyðarlögin
Neyðarlögin skáru glæpamennina alla úr snörunni - er sagt. Auðvitað er það alveg rétt. Að breyta forgangsröð við gjaldþrotaskipti og heita því að allar innistæður Íslendinga væru tryggðar var svo vitlaust að undarlegt er að alþingismenn hafi ginið við því. Neyðarlögin eru versta verk þáverandi ríkisstjórnar. Samanborið við það var aðgerðarleysið næstum afsakanlegt.
Einkennilegt að blogga eins og herforingi á hverjum degi og verða aldrei efnislaus. Mismerkilegt er það samt sem ég ber á borð.
Annar lapskáss bar á borð
og beinakex fyrir náðarorð.
Hinn gaf okkur harðan fisk
og hangikjöt á silfurdisk.
Sagði Gestur á Hæli einhverju sinni um presta tvo sem predikað höfðu í sömu kirkju við sömu messu.
Emil Hannes Valgeirsson skrifar um sína blogg-ritstjórnarstefnu um daginn.
Mín ritstjórnarstefna er fyrst og fremst engin. Nokkur atriði bregðast þó sjaldan.
1.. Bloggin mín eru alltaf númeruð og ég veit ekki betur en ég hafi haldið réttri númeraröð frá upphafi. Þetta er mikið afrek segir Hrannar Baldursson.
2.. Ég blogga flesta daga.
3.. Ég linka afar sjaldan í fréttir.
4.. Ég er afskaplega íhaldssamur varðandi útlit bloggsins og þori sjaldan að breyta nokkru á stjórnborðinu.
5.. Birti aldrei myndir á mínu bloggi sem ég hef fundið einhversstaðar á Netinu. Veit ekki af hverju. Mikinn fjölda af góðum myndum og myndböndum hef ég fyrst séð á bloggum annarra.
Að öðru leyti eru bloggskrif mín fremur stefnulaus. Markmiðið er að koma lesendum á óvart. Auðvitað tekst það ekki nema einstöku sinnum. Frumleiki er nefnilega fjandi erfiður.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Eg er altaf feigin ad lesa thin blogsida, og finnst hun er serstakleg vel honnud.
Magga 19.8.2009 kl. 07:59
Orðheppinn er ekki síst
og yrkir vísur góðar.
Hilmars komment hafa víst
hendingarnar fróðar.
Sæmundur Bjarnason, 19.8.2009 kl. 15:02
Tölur þessar tæpast þekki.
Til hvers eru þær?
Varast kann ég Egil ekki.
Er hann hérna nær?
Og takk Magga. Hvaðan skrifarðu? Líklega hefurðu ekki íslenskt lyklaborð.
Sæmundur Bjarnason, 19.8.2009 kl. 15:34
Hallelúja Hilmar syngur
hann er með þeim bestu hér.
Leikur hann við flesta fingur
feikivel og skemmtir sér.
Sæmundur Bjarnason, 19.8.2009 kl. 18:13
Ekki ætla ég að fara að kveðast á, en Sæmundarháttur í bloggi er ágætis ritstjórnleysisstefna.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.8.2009 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.