774- Um Borgarahreyfinguna

Borgarahreyfingin á bágt núna. Formaðurinn Herbert Sveinbjörnsson segist vera hættur og farinn, Valgeir Skagfjörð einnig og fleiri úr stjórninni. Sömuleiðis Heiða B. Heiðars sem birti á bloggi sínu tölvubréf um Þráin Bertelsson sem Margrét Tryggvadóttir skrifaði Katrínu Snæhólm sem vera mun varamaður Þráins. Því er haldið fram að þetta hafi átt að vera trúnaðarbréf en það hafi fyrir mistök verið sent til allra stjórnarmanna Borgarahreyfingarinnar.

Bréfið er svona:

Takk Katrín fyrir að vera til. Eitt sem mig langar að ræða við þig. Ég hef miklar áhyggjur af Þráni og þar sem þú þekkir hann vel og þekkir e.t.v. betur inn á fjölskyldu hans eða forssögu en ég langar mig að bera þetta upp við þig. Kannski er það ímyndun að þú sért betur inn í hans málum en við en - það má alla vega reyna. Við höfðum áhyggjur af því snemma í sumar að hann væri að síga í eitthvert þunglyndi en svo virtist það brá af honum. Ég ræddi við sálfræðimenntaðann mann í dag sem er vel inni í málum hreyfingarinnar og hann grunar að Þránn sé með altzheimer á byrjunarstigi. Hann tók það skýrt fram að þetta væri einungis kenning og auðvitað hefur hann ekki rannsakað Þráinn. Ég hafði ekki leitt hugann að slíku þótt mér fyndist þetta skýra margt. Hvað finnst þér? Kv., MT

Lítil afsökun er að segja að þetta hafi átt að vera trúnaðarmál. Það er það ekki og ef bréfritari hefur ekki annað sér til afsökunar er bréfið nógu alvarlegt og rætið til að viðkomandi segi af sér þingmennsku.

Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá síðustu kosningum hafa flestallir þingmenn Borgarahreyfingarinnar hagað sér á vítaverðan hátt. Enn má þó ráða bót á málum en því aðeins að hjaðningavígum linni. Horfast þarf í augu við ófullkomleika mannskepnunnar og byrja uppá nýtt.

Það sem nú hefur orðið Borgarahreyfingunni að falli er hörmulegt. Einkum vegna þess að í framtíðinni munu litlu eins máls framboðin eiga enn meira undir högg að sækja en áður og fjórflokkurinn eflast. Allir sem áhuga hafa á stjórnmálum sjá nú að varla þýðir annað en binda trúss sitt við einhver af hinum fjórum svokölluðu flokkum sem fjórflokkinn mynda.

Í síðustu kosningum leið Frjálslyndi flokkurinn undir lok vegna innbyrðis deilna. Von margra var að nýtt og framsækið afl væri á ferðinni þar sem Borgarahreyfingin var.

Það er segin saga að allir flokkar og flokksbrot sem ekki ganga í heilu lagi í fjórflokkinn lognast útaf og hverfa. Þau verða eflaust örlög Borgarahreyfingarinnar og það jafnvel strax í næstu kosningum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Borgaraflokkurinn virðist vera er ein misheppnaðasta tilraunin í sögunni til að klekkja á fjórflokknum. Kannski ættu fjórmenningarnir bara að deila sér niður á flokkana fjóra.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.8.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Kama Sutra

Það sem mér finnst vera verst í þessu er að fólkið sem ég batt mestar vonir við í hreyfingunni er að hætta.  Kjánarnir sitja eftir - með nokkrum undantekningum - og hafa eiginlega rænt hreyfingunni úr höndum skynsamari meðlima hópsins.

Sá vægir sem vitið hefur meira á kannski við í þessu máli.

HFF!!

Kama Sutra, 15.8.2009 kl. 01:56

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef Fjórflokkurinn kýs Icesave-svikasátt, þá snýr þjóðin sér að nýjum flokkum – en sennilega ekki Borgarahreyfingunni.

ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ICESAVE! VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA!

Jón Valur Jensson, 15.8.2009 kl. 02:18

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Málið snýst ekki um Icesave eða annað. málið snýst um prinsipp sem flokkurinn hafði komið sér saman um. Hvort það er ESB, Icesave, fjáraukafrumvarp eða frumvarp um löggildingu súludsansstaða, skipir ekki máli í þessu samhengi.

mér þykir mikil eftirsjá af Herberti.

Brjánn Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 14:47

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Pælingarnar um heilsufar Þráins sem þarna koma fram eru sérstakt mál - og mjög alvarlegt ef það er skoðað-  sem ekki á að rugla saman við pólitík eða það hvort um trúnaðarmál er að ræða eða ekki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 19:23

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hilmar. Veit ekki hvað þessi bragarháttur heitir hjá þér og hef ekki vald á honum. En...

Hilmar hefur sína raust
hér í skjóli veðra.
Orðið er nú alveg laust
enda frost í neðra.

Sæmundur Bjarnason, 15.8.2009 kl. 20:21

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er tilraun til venjulegrar ferskeytlu, Sæmi, en vanstuðluð í 1. línu (stuðull verður að vera þar í 3. áherzluatkvæði, þ.e. í 3. kveðu; auðvelt að laga með því að víxla orðaröð á 'hefur' og 'sína'), en ofstuðluð í 3. línu (3 stuðlar í stað tveggja). Svo er alveg pláss til að segja: "enda' er frost í neðra" (bætir ekki við atkvæði!).

Jón Valur Jensson, 15.8.2009 kl. 20:37

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jón Valur, ég var að tala um vísuna hans Hilmars. Innrímið í fyrstu og þriðju bendir til að um annan bragarhátt sé að ræða. Það er alveg rétt hjá þér að orðavíxlun er í fyrstu ljóðlínu og reyndar þriðju líka í minni vísu. (Réttara er að segja "nú er" en "er nú". Mér finnst enginn merkingarmunur á "enda" og "enda er" í þessu tilfelli. Hið fyrrnefnda bara styttra og þar af leiðandi betra.

Sæmundur Bjarnason, 15.8.2009 kl. 20:53

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Hafsteinn!

Jón Valur Jensson, 15.8.2009 kl. 21:25

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hilmar, þetta kvæði um Borgarahreyfinguna er verulega gott hjá þér. Ég kaus þá nú á sínum tíma og er ekki sammála öllu sem þarna er sagt. Gott samt.

Svona löguðu á ekki að vera að spandera í athugasemdir sem kannski fáir sjá.

Sæmundur Bjarnason, 15.8.2009 kl. 21:44

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk.

Af þessu vil ég gjarnan góðan bita
og gaman er að yrkja svona bull.
Og þó mig muni eflaust auman fita
enginn tekur frá mér þetta sull.

Sæmundur Bjarnason, 15.8.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband